Southampton – Everton 4-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Jagielka, Keane, Kenny, Gana, Schneiderlin, Mirallas, Gylfi, Lennon, Calvert-Lewin. Varamenn: Robles, Williams, Ramirez, Vlasic, Lookman, Baningeme.

Athygli vakti að Mirallas byrjaði leikinn í holunni og Gylfi á vinstri kanti. Maður hefði haldið að það væri skynsamlegra að víxla þeim, en hvað um það.

Everton með góðan hreyfanleika á mönnum og fína pressu án bolta en Southampton með undirtökin frá byrjun. Mirallas komst reyndar í færi upp við mark þegar hann komst í gegn og framhjá varnarmanni inni í teig en missti boltann of langt frá sér og markvörður náði þar með til boltans. Mirallas hefði betur skorað úr því færi því stuttu síðar brunuðu Southampton fram völlinn og Tadic mættur fremstur til að taka við frábærri sendingu utan af kanti og potaði framhjá Pickford. Staðan orðin 1-0 fyrir Southampton. Sýndist reyndar Kenny fá olnbogaskot í andlitið í aðdraganda sóknar Southampton, en ekkert dæmt.

En fyrri hálfleikur hélt áfram að versna þegar Baines fór út af á 25. mínútu vegna meiðsla og Williams kom inn á í hans stað. Unsworth skipti þar með úr fjögurra manna varnarlínu yfir í þriggja manna varnarlínu — Kenny færður úr hægri bakverði í vinstri wing-back og Lennon yfir í hægri wing-back.

Ekkert gekk þó hjá Everton í fyrri hálfleik, sérstaklega ekki í sókninni og það leit ekki neitt út fyrir að ætla að falla með okkar mönnum alveg þangað til Gylfi jafnaði metin óvænt á 45. mínútu með glæsimarki. Fékk boltann utan teigs hægra megin, færði hann nær D-inu og þóttist ætla að skjóta en sneri sér við í staðinn og losaði sig þar með við tvo varnarmenn. Hlóð strax í skot sem fór í frábærum boga yfir markvörðinn, í neðanverða slána, fjærstöng og aftur í slána og þaðan inn.

Staðan orðin 1-1 og þannig var það í hálfleik.

En Southampton bættu við marki á upphafsmínútum seinni hálfleiks þegar Charlie Austin skalla fyrirgjöf utan af kanti í slána og inn. Ekki mikið við þessu að segja enda frábær fyrirgjöf og frábær skalli í neðanverða slána. Óverjandi fyrir Pickford. Kannski reyndar maður setji spurningarmerki við dekkunina hjá Keane en Southampton skoruðu annað mark stuttu síðar sem var nákvæmlega eins: fyrirgjöf utan af vinstri kanti, óverjandi skalli frá Charlie Austin í slána og inn. Og þar var enginn vafi á að því að dekkunin gjörsamlega afleit hjá Ashley Williams sem hljóp frá Austin akkúrat þegar sendingin á hann kom.

Lookman inn á fyrir Mirallas á 64. mínútu og var sprækur á kantinum.

En þessi sorgarsaga átti eftir að versna enn frekar þegar Keane fór út af meiddur á 73. mínútu. Vlasic kom inn í hans stað. En Southampton bættu bara við marki stuttu síðar með skoti utan teigs. Reyndar hefði átt að dæma hendi í aðdragandanum, eins og þulirnir bentu á, en markið stóð. Staðan orðin 4-1.

Ekkert svar frá Everton.

Heilt yfir afleit frammistaða í dag, fyrir utan markið eina frá Gylfa. Vörnin hriplek, dekkunin afleit, einfaldar sendingar ekki að finna menn. Ef einhver var með einhverja drauma um það að Unsworth ætti eftir að rétta skútuna við þá er það klárlega út úr myndinni.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Kenny (6), Keane (6), Jagielka (6), Baines (6), Gueye (5), Schneiderlin (6), Lennon (6), Sigurdsson (7), Mirallas (6), Calvert-Lewin (5). Varamenn: Williams (6), Lookman (7), Vlasic (6).

32 Athugasemdir

 1. Eirikur skrifar:

  Þetta er líklega skásta liðið sem hægt er að bjóða upp á í dag.
  Enn nokkuð ljóst að við verðum að skora 2 mörk til að fá eitthvað út úr þessum leik.

  • Ari S skrifar:

   Já sérstaklega eftir aðhinir eru búnir að skora frekar auðveldlega á 18. mín.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta verður bara önnur niðurlæging. Nú veit maður hvernig stuðningsmönnum Sunderland leið í fyrra.

 3. Eirikur skrifar:

  Það er vitað að við fáum á okkur tvö mörk hið minsta.
  Enn eftir markið er skelfilegt að sjá liðið og ég tala nú ekki um Unsi á bekknum gjörsamlega týndur. Bains forðaði sér útaf og enginn leiðtogi sjáanlegur. Við þurfum nýjan stjóra strax!!!

 4. Gestur skrifar:

  Frábært mark hjá Gylfa

 5. Marino skrifar:

  Forum niður endum einsog leeds svo bjartur er maður nuna

 6. Orri skrifar:

  Mer synist all the stefna I that.

 7. Eirikur skrifar:

  Þetta var verra enn á móti Atalanta. Andleysið algjört. Sjá myndir af bekknum þar skein vonleysið út úr hverju andliti. Vá hvað þetta er eitthvað vonlaust.

 8. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Við erum bara á leiðinni niður. Það er bara einfaldlega þannig.😢😢😠😠☠☠☠

  • Orri skrifar:

   Hvar eru batamerkin Sem menn voru ad sja a lidinu um daginn eg se thau ekki thvi midur.

 9. Gestur skrifar:

  Guð minn góður hvað Everton er lélegt lið núna. Það stefnir í deild fyrir neðan á næsta ári.

 10. Ari G skrifar:

  Hvaða bull er þetta hef ekki séð lélegri varnarleim hjá Everton í marga áratugi. Hvar er Holgate vill ekki sjá Williams aldrei aftur. Hvar er MaCarthy er hann meiddur? Núna þurfum við alvöru stjóra strax getum ekki beðið lengur. Unsworld ræður ekkert við þetta er ráðalaus. Hvar er leiðtoginn í liðinu hann er meiddur Barkley eini leikmaðurinn sem getur rifið upp Everton aftur.

 11. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Við þurfum Tony Pulis.

 12. Georg skrifar:

  Það er nokkuð ljóst að við þurfum að fara klára ráðningu á nýjum þjálfara. Unsworth hefur ekki sýnt manni að hann sé tilbúinn að rífa liðið í gang. Það er ekkert sjálfstraust í liðinu og við áttum í miklum erfiðleikum að halda boltanum í þessum leik.

  Það er í raun ekki sjón að sjá liðið. Það er gríðarleg vöntun á framherja og varnarmann. Þetta kjánalega leikbann Niasse er ekki að hjálpa þar sem hann virðist vera eini framherjinn sem getur skoraða þessa dagana. DCL er efnilegur en hann er ekki að ná að skora nógu mikið. Sandro hefur ekki heillað neinn, náði þó að skora gegn Atalanta án þess að sýna mikið annað í þeim leik.

  Það er mér óskyljanlegt að annan deildarleikinní röð skilur hann Rooney eftir á bekknum allan tímann. Auk þess skil ég ekki þá ákvörðun hans að hafa Mirallas í holunni og Gylfa á kantinum í upphafi leiks. Held að þetta mark Gylfa hafi sýnt að hann á að vera þarna fyrir framan teiginn en ekki á kantinum að eyða orkunni að hlaupa niður á hornfána að verjast.

  Hvernig væri að hætta að nota Gana og Schneiderlin saman og nota meira skapandi leikmann með Gana. T.d. væri ég til að sjá Rooney, Klaassen eða einhvern sem getur spilað boltanum fram á við, það hægir svo á sóknaruppbyggingu þegar miðjumennirnir eru alltaf að senda til baka eða hliðar en ekki fram á við, Gylfi gæti líka spilað þarna og gert með landsliðinu oft, en vill helst hafa hann framar. Scheiderlin er gjörsamlega skugginn af sjálfum sér og er búinn að fá falleinkun hjá mér leik eftir leik.

  Williams er búinn að vera hræðilegur en fær að spila leik eftir leik þar sem við erum ekki með næga breidd í vörninni, við lánum okkar ungu efnilegu miðverði Pennington og Browning og sitjum eftir þunnskipaðir þar sem við náðum ekki að kaupa miðvörð í stað Funes-Mori sem mun að öllum líkindum ekki spila leik á tímabilinu, smá séns á loka leikjunum.

  Það er gríðarleg vöntun í sókin og vörn og meiri hraða í liðið. við söknum mikið Coleman og Bolasie, svo eigum við ennþá Barkley sem kæmi líka með hraða í liðið. McCarthy líka búinn að vera meiddur nánast allt tímabilið, það er leikmaður sem berst allavega, sem sumir leikmenn hafa enganvegin gert.

  Gríðarlega mikilvægur leikur á miðvikudag gegn West Ham sem verður að vinnast. Það að vinna 2-3 leiki í röð lyftir liðinu upp í 8-10 sæti og þá gæti þetta farið að rúlla. Svo er annar heimaleikur gegn Huddersfield um helgina. Þetta er dauðafæri að fá 6 stig en það er nokkuð ljóst að við vinnum ekki fótboltaleik eins og við erum að spila þessa dagana. Það þarf stjóra þarna inn asap sem að ber menn áfram því það er gríðarleg vöntun á baráttu og leikgleði hjá liðinu.

 13. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég býst við að betlarar geti ekki leyft sér að vera vandlátir.

  http://www.independent.co.uk/sport/football/premier-league/everton-manager-job-sam-allardyce-marco-silva-a8078656.html

 14. Orri skrifar:

  Diddi vinur minn og okkar er 53 ara I dag innilega til hamingju minn kaeri vinur.

 15. marino skrifar:

  þetta er virkilega að gerast djofulsins anskotans þvilik skomm þvilik despretheit trúi þessu ekki djofulsins bull hvað er að gerast með þennan klúbb verður þetta bara svona með þessum eiganda hefði þá villja bill og einga pening og moyes frekar enn þetta shitt hvað eg er brjálaður 🙂 big sam og litli sam liverpool drasl

 16. Diddi skrifar:

  http://www.evertonfc.com/news/2017/11/29/club-statement jæja, hann heldur okkur vonandi uppi

 17. Gestur skrifar:

  BIG SAM!!

 18. Diddi skrifar:

  leiðinlegt að sjá hvað áhugi manna er lítill þegar gengið dvínar, seinir að koma með þráð fyrir leikina og þess háttar. En mér sýnist á uppstillingunni fyrir leikinn að Gylfi verði á kantinum einu sinni enn. Unsworth og Koeman eru bara þroskaheftir. Vona að sá sem tekur við sjái það sem allir aðrir sjá að það er ekki besta staða Gylfa

  • Orri skrifar:

   Sæll félagi.Það er eins og slökkt sé öllum þegar að illa gengur hjá okkar annars góða klúbb.

  • RobertE skrifar:

   Síðan getur líka verið að menn séu vinnandi og hafi bara ekki tíma til þess að uppfæra fréttir og henda inn þráðum strax…

%d bloggers like this: