Lyon – Everton 3-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Martina, Williams, Holgate, Kenny, Schneiderlin, Gueye, Baningame, Lennon, Lookman, Gylfi. Varamenn: Robles, Mirallas, Klaassen, Besic, Vlasic, Calvert-Lewin, Feeney.

Maður bjóst ekki við miklu þegar maður sá uppstillinguna sérstakleag þegar í ljós kom að enginn hefðbundinn framherji væri í liðinu. Gylfi fremstur í þessum leik og var hálf einangraður frammi.

En Everton sýndi ágæta baráttu og átti ágætis spretti í sendingum inn á milli en uppskar bara einhver hálffæri. Lyon nærri því að setja mark en Everton, áttu tvo til þrjá skalla á mark og eitt skot í uppbótartíma sem rataði á mark líka. Holgate var næstum búinn að skora sjálfsmark þegar hann reyndi að hreinsa upp við mark, reyndi að hreinsa með vinstri en fékk boltann í hægri fótinn en Pickford vel á verði og greip boltann áður en hann fór inn.

Það helsta markverða við fyrri hálfleik var annars að Martina fór út af meiddur (leit út fyrir að hafa meiðst á háls og þurfti mjög langa aðhlynningu og var svo borinn út af á börum). Besic kom inn á fyrir hann og fór í miðvörðinn — Kenny var þar með færður í vinstri bakvörð en Holgate í hægri.

Staðan 0-0 í hálfleik.

Everton byrjaði seinni hálfleik af miklum krafti og fengu dauðafæri strax í upphafi leiks þegar Gana komst í skotfæri inni í teig. Þurfti bara að setja hann framhjá markverði en setti boltann vitlausu megin á markið (hefði átt að skjóta hægra megin en valdi vinstri — en þangað var markvörður þegar að kasta sér og varði). Þar hefði Gana átt að skora.

Lookman skóp færi fyrir Gylfa á 60. mínútu en flikk frá Gylfa upp við mark fór í fæturnar á varnarmanni.

Unsworth skipti Calvert-Lewin inn á fyrir Gana í kjölfarið og við ræddum um það að hann hefði átt að taka Schneiderlin út af, enda sá á gulu spjaldi og búinn að vera slakur. Og það var eins og við manninn mælt — Schneiderlin lagði upp mark fyrir Lyon (Traore) á 69. mínútu þegar hann fór í skriðtæklingu og náði boltanum sem fór í fótinn á sóknarmanni Lyon og endaði beint í hlaupaleiðinni hjá Traore. Sá átti ekki í vandræðum með að setja hann framhjá Pickford og staðan 1-0 fyrir Lyon. Lyon menn voru svo nálægt því að bæta við þegar skot frá þeim fór rétt framhjá samskeytunum.

Vlasic var skipt inn á fyrir Lennon en á 75. mínútu skoruðu Lyon menn aftur. Schneiderlin lét svo reka sig út af stuttu síðar (síðara gula spjald hans) og þar með var þetta game over. Lyon bættu þó við marki undir lokin. 3-0 og Everton þar með úr leik í Europa League.

 

22 Athugasemdir

 1. Eiríkur skrifar:

  Hrein hörmung á að horfa þessi leikur.
  Gylfi center Hvaða ruggl er þetta.
  Hann á greinilega ekki að spila um helgina.

 2. Matti skrifar:

  Hversu neðarlega er hægt að sokkva fall??er fall frammundan?

 3. Ari S skrifar:

  Þetta er ekki góð frammistaða, nú var veriða ð reka Schneiderlin útaf en ég hef svo sem ekki áhyggjur af því… Það sm veldur mér mestum áhyggjum núna og það sem eftir er að tímabilinu er…. HVERJUM GETUM VIÐ KENNT UM OG hvern gegum við skammast út í eftir að Koeman er farinn? Hvað segir neikvæði klúbburinn við því?

  kær kveðja, Ari

  • Diddi skrifar:

   ég held við hefðum átt að gefa Koeman séns

   • Ari S skrifar:

    Takk fyrir svarið.

    • Gunnþór skrifar:

     Nei Diddi það þarf eitthvað að gera veit ekki hvað hefur skeð með hópinn en koeman var búinn að missa klefann og unsworth er greinilega ekki að hafa áhrif á hópinn eins og þarf það þarf hóp sálfræðinga og eitthvað stórfenglegt til að varast falli í vor því eins og spilamenskan er búinn að vera í haust þá blasir bara eitt við því miður og ari s ekki segja að það hlakki í mönnum við það,því þetta snýst ekki um einn framherja þetta er miklu alvarlega en það.

 4. Ari G skrifar:

  Ég veit ekki hvað ég á að segja er orðlaus. Núna þurfa eigendur að velja rétta stjórann Unsworld er greinilega ekki að ráða við þetta. Núna er stjóri Wolves kominn í spilið er greinilega flottur stjóri enda Wolves efstir í champion deildinni. Núna er Everton lausir við Evrópukeppnina og geta snúið sér alveg að ensku úrvalsdeildinni. Fljótlega verða bjartir tímar framundan hjá Everton. Stefnum á 10 sætið í vor.

 5. Matti skrifar:

  Leikmenn sem ekki eiga heima i everton og þvi miður gerist ekkert fyrr enn striker er keypyur enn afhverju sjaum við ekki ramirez calven lewin er eingaveigin maðurinn. Enn ja ekki eiga heima leingur. Williams.holgate.lookman.martina.morgan.rooney.jonjo.klassen.lennon.
  Dauð hlakkar til i jan gerist liklega ekkert fyrr enn þa
  Enn afhverju ma ekki ramirez spreita sig verður everton sama hver stjornar að spila a háa bolta ma ekki reyna lata gylfa spila i fætur ramirez þvilik vitleysa

 6. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég hélt aldrei að ég myndi segja þetta en ég held að við föllum úr úrvalsdeildinni næsta vor.

  • Diddi skrifar:

   nei við föllum ekki, það er örugglega leitun að eins heimslulegum liðsuppstillingum og plönum eins og hjá Unsworth kallinum í þessum leikjum sem hann er búinn stjórna. Þannig að þetta getur aðeins orðið betra, oooooog Big Sam vil ég alls ekki fyrr en við erum komnir í verulega fallhættu !

   • Ingvar Bæringsson skrifar:

    Gleymdu Allardyce, Everton er svo lélegt að það dugar enginn nema Tony Pulis til að bjarga okkur.

 7. Teddi skrifar:

  Everton 2-0 Watford
  Lásuð það fyrst hér. 🙂

 8. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ef maður reynir að horfa jákvæður og bjartsýnn á stöðuna í deildinni, þá gætum við verið komnir í 10-12 sæti eftir næstu tvær umferðir, þeas ef við vinnum okkar leiki og úrslit annarra leikja verða okkur hagstæð.
  En svo sparkar raunsæið í mann og bendir á að þar sem okkar menn geta ekki skorað og geta ekki fyrir sitt litla líf haldið markinu hreinu þá eru ekki miklar líkur á því.
  Það væri hreinasta kraftaverk.

  • Ari S skrifar:

   neikvæður = raunsær
   jákvæður = blindur

   Góða helgi vinir mínir 🙂

 9. Gunnþór skrifar:

  Eins og áður sagði þá er vörnin og miðjan ekki að virka þannig að sóknarmaður sem slíkur er minnsta áhyggjuefnið það þarf að núlstilla allt og vinna einhvern sálfræðisigur fyrst og fremst.

 10. Halldór Steinar Sigurðsson skrifar:

  Mín skoðun…ráðum Moyes út tímabilið og taka svo stöðuna næsta vor. Held að hann sé sá eini sem getur snúið þessu við eins og staðan er í dag. Það þarf einmitt að fækka ungum leikmönnum í byrjunarliðinu og snúa þessu við með reynslu. Henda þeim frekar inná öðru hvoru. DM gjör þekkir klúbbinn og þarf minna fyrir því að hafa að koma sér inn í hlutina.

 11. Gunni D skrifar:

  Ekki galin hugmynd, hann bjargaði okkur einusinni.

 12. Ari G skrifar:

  Ekki er metnaðurinn mikill hjá sumum hér. Ráða Moyes finnst mér eiginlega uppgjöf. Eigandinn á fullt af peningum og látum hann eyða honum fyrir klúbbinn efast um að hann hafi áhuga á Moyes. En það er samt gott að menn hér séu ekki sammála enda eigum við að láta skoðun okkar í ljós.

 13. þorri skrifar:

  Sælir félagar eru menn ekki kátir fyrir leiknum á eftir. Ég finn það á mér að við vinnum núna í dag og við munum skora.Veit einhver hvernig uppstilinginn verður á liðinu í dag. KOMA SVO ÁFRAM EVERTON er það ekki málið

%d bloggers like this: