Atalanta vs Everton

Mynd: Everton FC.

Everton hefur leik í riðlakeppni Europa League annað kvöld með leik við ítalska liðið Atalanta á útivelli kl. 17:00. Heil 26 ár eru síðan þeir léku síðast í Evrópukeppni en þeir tryggðu sér þátttöku í Europa League með því að koma á óvart í ítölsku deildinni á síðasta tímabili — enduðu í fjórða sæti. Spurning hvernig þeim reiðir af á þessu tímabili þó því þeir hafa þó orðið fyrir nokkurri blóðtöku í sumar: seldu þrjá öfluga leikmenn, tvo til AC Milan og einn til Inter. Þeir eru sem stendur í 13. sæti í ítölsku deildinni, eftir tvö töp og einn sigur.

Atalanta er sókndjarft lið, sem búist er við að stilli upp 3-4-3 og er Alejandro Gomez einna skæðastur í framlínunni en hann skoraði 16 mörk í 39 leikjum á síðasta tímabili og þykir jafnframt liðtækur í stoðsendingum og aukaspyrnum. Liverpool Echo tóku saman greiningu á nokkrum leikmönnum þeirra sem lesa má hér. Þar sem verið er að gera endurbætur á heimavelli Atalanta fer leikurinn fram nálægt Modena, hálfa vegu milli Parma og Bologna en það er í um tveggja klukkustunda akstri frá heimabæ Atalanta liðsins, Bergamo.

Lítið hefur breyst í meiðsladeildinni hjá Everton en spurning er hvort Koeman hvíli einhverja leikmenn fyrir erfiðan útileik við United um komandi helgi. Erfitt að segja til um það, en ef ekki þá er líkleg uppstilling svona: Pickford, Baines, Jagielka, Keane, Kenny, Schneiderlin, Gana, Davies, Gylfi, Rooney, Sandro.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U18 unnu Middlesbrough U18 2-1 (sjá vídeó) með mörkum frá Manasse Mampala og Michael Collins og Everton U23 unnu Tottenham U23 örugglega 4-1 (sjá vídeó) með mörkum frá Lookman, David Henen og tveimur frá Oumar Niasse.

1 athugasemd

  1. Ari S skrifar:

    Eg hef trú á því að Everton liðið nái að rífa sig upp eftir slakan leik á móti Tottenham og eða e´g vona það allavega.

    Mín spá 2-1 sigur okkar manna með tveimur mörkum frá Klaassen.