Everton – Tottenham 0-3

Mynd: Everton FC

Uppstillingin: Pickford, Baines, Williams, Keane, Martina, Schneiderlin, Gana, Klaassen, Gylfi, Rooney, Sandro.

Tottenham klárlega sterkara liðið í fyrri hálfleik, Everton aðeins meira með boltann en skapaði engin færi. Kane braut ísinn með mark á 27. — líklega átt að vera fyrirgjöf fyrir markið en fór yfir Pickford og í netið. Smá heppnisstimpill á markinu. En þeir gengu á lagið eftir það og fengu fleiri færi og úr einu slíku á 42. mínútu skoraði Erikssen. Martina náði ekki að hreinsa fyrirgjöf frá og Delli Alli náði skoti sem Pickford varði mjög glæsilega. En boltinn datt fyrir Erikssen fyrir framan mark sem þrumaði inn. Staðan 2-0 fyrir Tottenham og þannig var staðan í hálfleik.

Okkar menn gerðu tvær breytingar í hálfleik. Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin inn á fyrir Sandro og Davy Klassen en það voru Tottenham menn sem gengu á lagið og bættu við marki strax á fyrstu mínútu. Harry Kany dauðafrír eftir sendingu inn fyrir og þurfti bara að pota inn.

Okkar menn gerðu tvær breytingar í hálfleik: Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin komu inn á fyrir Sandro og Davy Klassen og maður átti von á einhvers konar svari. En það voru Tottenham menn sem gengu á lagið og bættu við marki strax á fyrstu mínútu. Harry Kany dauðafrír eftir sendingu inn fyrir og þurfti bara að pota framhjá Pickford. Alltof auðvelt.

Vlasic fékk svo sinn fyrsta leik með Everton þegar hann kom inn á fyrir Gana á 80. mínútu. En það breytti ekki miklu og Tottenham sigldu þessu í höfn.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (5), Martina (5), Keane (6), Williams (6), Baines (5), Gueye (6), Klaassen (5), Sigurdsson (5), Schnerderlin (5), Ramirez (4), Rooney (6). Varamenn: Calvert-Lewin (5), Davies (5), Vlasic (3).

32 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Hörmung að horfa á þetta.??

 2. Gunnþór skrifar:

  Þetta er aftaka í beinni. Víð erum eins og 5 flokkur hvað er í gangi.

 3. Gunnþór skrifar:

  Þetta er til skammar hvernig menn eru á vellinum.

  • Diddi skrifar:

   þeir jákvæðu hljóta að tjá sig um þetta hér á eftir 🙂

   • Orri skrifar:

    Ég sá ekki leikinn en miðað úrslit held ég að það dugi ekki veturinn í að slípa hópinn saman því miður.

   • Ari S skrifar:

    Þið ættuð nú ekki að vera reiðir í neikvæða klúbbnum voruð þið ekki búnir að segja okkur frá því að slíkt myndi gerast? Þið vissuð þetta og ættuð því að vera happy, ekki satt?

    Það kemur leikur eftir þennan leik…

    Kær kveðja, jákvæði klúbburinn 🙂

 4. Elvar Örn skrifar:

  Ömurlegt í 60 mín og svo var leikur í balance seinustu 30 min, enda búinn.
  7 leikmenn að byrja sem ekki voru með okkur í fyrra og tveir unglingar settir inná í hálfleik. Það mun taka 10 leiki eða svo að stilla þetta af og prógrammið í byrjun ansi erfitt. En léttur útileikur gegn United framundan um næstu helgi og þar mun ég horfa á leikinn á Mr. Dennehys í New York sem er Everton bar og verð í sambandið New York Everton fan club eins og ég hef gert nokkrum sinnum. Ef þið eruð í New York þá er þetta must.

  Annars ömurlegt að tapa en vona að þetta fari að koma.

  • Diddi skrifar:

   menn voru flestir keyptir snemma til að hafa þá klára fyrir tímabilið. Vandinn er að það voru keyptir 4 áþekkir menn (Gylfi, Rooney, Klaasen og Sandro) og þurfa allir að vera í byrjunarliðinu….hvað með eldfljóta kantmenn? Og stóran og öflugan striker? í dag var í fyrsta skipti í langan tíma reynt að spyrna frá marki í stað þess að spila frá marki. Hverjir í andskotanum eiga að taka til háum löngum boltum. Toffees breytist í the Shorties að mínum dómi. Einu sinni var til hljómsveitin Snæfríður og stubbarnir….að Snæfríði undanskilinni er þetta bara mjög svipað 🙂

 5. Gestur skrifar:

  Það verður Everton dýrt að hafa ekki alvöru framherja fram að áramótum allavega.

 6. Gunnþór skrifar:

  Við vorum á heimavelli ok að tapa en komon það var enginn á pari einu sinni.

  • Orri skrifar:

   Sæll Gunnþór.Ég held það sé ekki möguleiki á að reyna ná einhverju jákvæðu úr þessum leik ég segji eins og þú fyrr í dag þetta er til skammar fyrir liðið já og okkur lika.

 7. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Það er kannski of snemmt að dæma um það en ég er farinn að óttast að Sandro sé ekki þessi kjarakaup sem maður hélt.

 8. RobertE skrifar:

  Tottenham að skemma þennan dag, Manchester City stóð sig svo vel

 9. Einar Gunnar skrifar:

  Hvað er að frétta? Mótið rétt að byrja, í allt 38 leikir og flestir hverjir verða spennandi og það fram á vor, Evrópubolti framundan, bikarkeppni og deildarbikarkeppni. Ég hlakka til skemmtilegra hluta og gott væri að stjórnin myndi kynna hvenær haustferðin verði farin. Spennandi tímar 😉

  • Gunnþór skrifar:

   Þá er líka gott að fara að byrja mótið.leiðinlegt að vera rasskeltir á heimavelli.

   • Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það er ekki leiðinlegt, það er skammarlegt og þá skiptir engu máli hver mótherjinn er. Ef menn vilja láta taka sig alvarlega þá er nú lágmark að drullast til að standa sig á heimavelli.
    Ég átti svo sem von á tapi en ekki svona ræfilslegri frammistöðu.
    Við áttum ekki einu sinni skot á markið og það sem verra er, Everton hefur ekki átt skot á mark andstæðinganna í 180 mínútur.
    Það er ekki í lagi.

 10. Gunnþór skrifar:

  Svo er það evrópa á fimmtudag veit ekki hvað maður á að segja um það ??????

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Það er vonandi að menn mæti vel stemmdir í þann leik.
   Ég vona að Koeman hætti að reyna að troða öllum þessum tíum í byrjunarliðið og setji kantmenn á kantana og DCL fremstann.
   Williams og Martina á bekkinn og Kenny í hægri bakvörðinn.
   Ég myndi stilla liðinu svona upp:
   Pickford
   Kenny
   Keane
   Jagielka
   Baines
   Gana
   Davies
   Mirallas
   Gylfi
   Lookman
   DCL
   Rooney og Schneiderlin þurfa líka að prófa bekkinn og átta sig á því að þeir eru ekki öruggir um sæti í byrjunarliðinu.

   • Gunnþór skrifar:

    Líst mjög vel á þetta hjá þér nema vill hafa schneiderlin með gana fyrir mirallas.

 11. marino skrifar:

  það jakvæða er að moshri er með bein i nefinu og mun rekann ef svona heldur áframm
  enn innilega vonandi að þetta lagist

  • Gunnþór skrifar:

   Já já þetta mun verða svona í vetur en það kostar að byggja upp nýtt lið bara að menn missi ekki hausinn líka.

 12. Ari G skrifar:

  Sá ekki leikinn var í ferðalagi. Megum ekki missa okkur þótt Everton byrji illa mátti alveg búast við því mjög erfiðir andstæðingar í byrjun. Kannski var ég of bjartsýnn að Everton mundi ná 4 sætinu. En ég hef fulla trú á Everton ennþá. Kannski er bara gott að Everton fær gott spark í rassinn þá munu þeir rísa upp og berjast áfram að ná markmiði sínu 4 sætinu sem verður auðvitað mjög erfitt en mótið er ekki búið ennþá.

%d bloggers like this: