Dennis Adeniran keyptur – STAÐFEST

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti nú í morgun kaup á Dennis Adeniran eða Dennis Emmanuel Abiodun Bamidele Chij Adeniran eins hann heitir víst fullu nafni. Hann er 18 ára miðjumaður og enskur U18 ára landsliðsmaður sem kemur til Everton frá Fulham.

Kaupverðið var ekki gefið upp en Sky Sports segja að það gæti orðið allt að 4M punda (árangurstengt). Dennis skrifaði undir 4 ára samning, til júníloka árið 2021. Hann fer til liðs við David Unsworth og félaga í Everton U23 ára liðinu.

Sturluð staðreynd dagsins: Dennis er einn af 14 leikmönnum sem Everton keypti í þessum félagaskiptaglugga!

Comments are closed.

%d bloggers like this: