Chelsea – Everton 2-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Jagielka, Williams, Keane, Holgate, Davies, Gana, Gylfi, Rooney, Sandro. Varamenn: Stekelenburg, Lennon, Martina, Besic, Calvert-Lewin, Lookman, Kenny.

Sem sagt, þrír miðverðir með Baines og Holgate sem wingbacks.

Everton erfitt mjög uppdráttar í fyrri hálfleik og greinilegt hvort liðið var að spila sinn þriðja leik á 6 dögum og hvort liðið hafði hvílt. Gylfi skapaði eitt flott færi í byrjun, þar sem hann stal boltanum á vinstri kanti og sendi frábæra sendingu fyrir mark en enginn mættur á fjærstöng til að pota inn. En þessu utan var þetta mestmegnis sóknarbolti hjá Chelsea og lítið að gerast framávið hjá Everton, sem réðu lítið við framlínu Chelsea. Willain var sérstaklega öflugur og setti varnarmenn Everton oft undir töluverða pressu.

Chelsea réðu lögum og lofum á miðjunni en vörn Everton hélt framan af, alveg þangað til á 26. mínútu að Fabregas skoraði eftir flott samspil í gegnum vörn Everton.  Morata bætti svo við öðru marki þegar hann skallaði inn á 40. mínútu. Chelsea menn brutu reyndar á Idrissa Gueye í aðdragandanum og vörn Everton vildi meina að Morata hafi verið rangstæður í þokkabót, en markið stóð. 2-0 í hálfleik.

Koeman gerði eina breytingu í hálfleik: Besic kom inn á í staðinn fyrir Davies, sem hafði átt tiltölulega dapran leik í fyrri hálfleik. En það var annars ekki margt jákvætt við seinni hálfleikinn, annað en að Everton náði að halda hreinu. Chelsea mun beittari í sínum aðgerðum, fengu fleiri færi og voru nær því að bæta við en Everton að minnka muninn.

Everton átti samtals fjögur færi í seinni hálfleik, það fyrsta sköpuðu Gylfi og Rooney með flottu samspili þar sem sá síðarnefndi setti svo Sandro inn fyrir vörn Chelsea í dauðafæri en skotið frá honum arfaslakt og blokkerað af varnarmanni í horn. Williams átti tvö færi, eitt skot og einn skalla eftir frábæra fyrirgjöf frá Gylfa stuttu síðar — fínar afgreiðslur frá Williams í bæði skiptin en rétt yfir/framhjá í báðum tilfellum. Miðvörður Everton þar með með flestar tilraunir Everton á markið í leiknum, sem segir ákveðna sögu. Gana átti svo skot á mark sem var vel varið í horn á 86. mínútu en í millitíðinni hafði Koeman skipt Calvert-Lewin inn á fyrir Sandro og Jagielka út af fyrir Lennon.

 

2-0 lokastaðan og kannski ekki við öðru að búast við að mæta á heimavöll Engladsmeistaranna eftir strangt prógram undanfarna daga, erfitt ferðalag og langan meiðslalista. Og Hibbert búinn að leggja skóna á hilluna.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Baines (7), Keane (5), Williams (5), Jagielka (5), Holgate (6), Davies (6), Sigurdsson (6), Gueye (6), Rooney (6), Ramirez (6). Varamenn: Besic (7), Calvert-Lewin (6), Lennon (n/a).

40 Athugasemdir

 1. Eiríkur skrifar:

  Væntanlega Holgate í wingback, enn hvar eru Mirallas og Schneiderlin? Meiddir veit það einhver.

 2. Ari G skrifar:

  Schneiderlin er í leikbanni vegna rauða spjaldsins. Veit ekkert um Mirallas.

  • Diddi skrifar:

   sagður vera óánægður og óvíst um framtíð hans. Hann er bilaður 🙂

 3. Gestur skrifar:

  Þunn skipaður bekkur í dag

 4. Ari S skrifar:

  Þetta er lið sem við töpuðum 5-0 fyrir á síðasta tímabili. allt er betra en það. Við vinnum 0-1 (mín spá)

 5. Ari S skrifar:

  Mér finnst eiginlega Chelsea allt of góðir fyrir minn smekk. Voru rétt í þessu að skora fyrsta markið eftir að hafa sundurspilað Everton liðið og staðan er 1-0.

 6. Ari S skrifar:

  Ef ég skelli mér í neikvæða klúbbinn í smá stund.

  Þetta stefnir allt í annað 5-0 nú er staðan orðin 2-0 og áfram heldur sundurspililð. 40.mín.

 7. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta er algjör hryllingur á að horfa??

  • Ari S skrifar:

   Það getur samt hellingur gerst ennþá. Við skulum ekki gefa upp vonina um að þetta breytist aðeins í síðari hálfleik. Það er alltaf von.

 8. Gestur skrifar:

  Agalega lélegur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum, við erum ennþá langt frá þeim bestu.

  • Ari S skrifar:

   Síðast þegar ég vissi þá voru Chlesa besta liðið. ÖLL önnur lið voru slakari ein þeir. Við erum greinilega langt frá Chelsea í getu. Það er nóg í bili fyrir mig. Bara pæling.

   • Gestur skrifar:

    Þetta var betra í seinni hálfleik en okkur vantar nokkra góða leikmenn sem fara að koma inn. Hvernig líst mönnum að fá Vardy?

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

     Vardy er of gamalt one season wonder.

     • Gestur skrifar:

      Er það, þarf hann ekki bara nýja áskorun

     • Ari S skrifar:

      Vardy er flottur, hann myndi fara strax í liðið og mjög fljótlega byrja að skora. Já sammála það verður gaman að fylgjast með glugganum síðustu daga.

 9. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Eitthvað verður að gera í leikhléinu ef menn ætla að reyna að fá eitthvað út úr þessum leik.
  Þetta myndi ég gera.
  Útaf með Holgate og Williams, inn með DCL og Martina, og jafnvel Lookman fyrir Sandro eða Gylfa.

  • Ari S skrifar:

   Tókstu virkilega ekki eftir því hvað Tom Davies var alakur í fyrri hálfleiknum?

 10. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta var algjör hryllingur á að horfa og engu líkara en Moyes hefði stillt upp liðinu.
  Furðulegt að breyta ekki um taktík í hálfleik þar sem það var ekkert að gerast fram á við og varnarleikurinn svo lélegur að chelski menn löbbuðu í gegn þegar þeim sýndist.
  Ég vona að þetta sé í síðasta skipti sem Koeman reynir þessa taktík því hún er engan veginn að virka og þar að auki finnst mér þetta frekar huglaust og aumingjalegt.

 11. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég er að horfa á ítalska boltann á Sport TV.
  Það væri nú reynandi að krækja í Belotti.

 12. Gunnþór skrifar:

  Sá ekki leikinn held að það sé aðeins of mikið að hafa 3 kjúllana alla í starting og svo er schneiderlin lykilmaður í þessu liði og erfitt að fylla hans skarð.

 13. Gestur skrifar:

  Það verður spennandi að sjá hvaða framherja við fáum, Everton þarf að fá góðan framherja og líka miðjumann.

 14. Gestur skrifar:

  Ég tel að varnaleikurinn sé minni áhyggjur en sóknarleikurinn,
  þar er Everton ennþá óskrifað blað. Þó að Gylfi hafi verið keyptur
  á þessa mikla upphæð á hann eftir að sanna sig og komast í
  leikform sem fyrst. En það vantar góðan framherja í staðinn fyrir
  Lukaku og það hefur sést í þessum fyrstu fimm leikjum okkar,
  að okkur vantar beittan og öflugan framherja. Það verður gaman
  að fylgjast með glugganum á fimmtudaginn.

 15. þorri skrifar:

  sælir félagar ég sá leikinn.Og það sem vatnar að laga er vörninn numer 1 og að halda boltanum numer 2 vonadi fer þetta að lagast

 16. Diddi skrifar:

  Costa kominn á 6 mán lánssamningi en fer svo ti AM

  • Finnur Thorarinsson skrifar:

   Hvaðan hefur þú það?

   • Diddi skrifar:

    á ágætis vin á Hvammstanga sem er í góðum tengslum við einn í Grimsby sem þekkir mann á Eyrarbakka 🙂 Vittu til

   • Elvar Örn skrifar:

    Þessar fréttir eru jú að koma frá Spáni, mainly via Twitter. Áhugavert verð ég að segja. Þurfum permanent striker en á meðan við höfum ekki meira framávið þá gæti Costa hjálpað fram að áramótum.

 17. marino skrifar:

  ekkert að þessum leik og bara skiljanlegt ef eg ætti að velja tap timabilsins þa var það þetta vinnum allt hitt 🙂
  eeeennn eg er ekki að fila þetta með diego costa fynnst hann goður og myndi vilja hann heilt timabil enn a láni framm i jan er skomm fyrir klubbinn okkar að taka gaur sem er einganveigin i formi til að koma honum i form fyrir AM nett skomm ok gæti unnið 3-6 stig enn vill frekar spreða i mann sem er að koma fyrir allt timabilið vardy tld batsuhay hja chelski frekar

 18. Elvar Örn skrifar:

  Everton að kaupa Nikola Vlasic frá Hajduk Split sem er 19 ára kantmaður á um 8 milljónir punda.

  • Ari S skrifar:

   Þetta er „wonderkid“ sem að hefur verið þjálfaðuraf föður sinum í 15 ár. Faðir hans er fyrrverandi tugþrautarmaður (mikill fitness guru skilst mér) og Nikola á systur sem er góður hástökkvari, Blanka Vlašić að nafni.

   Égrakst á þessa grein sem var skrifuð fyrir þremur árum og þar kemur fram að lið eins og Tottenham, Chelsea, Real Madrid voru á eftir honum en Joško Vlašić (pabbinn) vildi ekki að hann færi í frá heimalandi sínu svona ungur og drengurinn gerði samning við Hadjuk Split árið 2014.

   Ég persónulega hlakka mikið til að sjá þennan gutta í Everton og þetta sýnir lík aða Everton er farið að berjast um leikmenn sem áður var talið ómögulegt fyrir félagið.

   Kær kveðja, Ari.

 19. Gestur skrifar:

  Ekki er nú hár standardinn á þeim leikmönnum sem Everton eru orðaðir við.

  • Diddi skrifar:

   bara svipaður og á þeim sem þegar hafa verið keyptir

   • Ari S skrifar:

    Ekki er nú hár standardinn í Neikvæða klúbbnum

   • Gestur skrifar:

    Nei það finnst mér ekki, það hafa verið keyptir góðir leikmenn í sumar. En það vantar alveg eitthvað frá Walsh, var hann ekki fenginn til að finna góða leikmenn. Allir þeir sem hafa verið keyptir hafa verið í uppáhaldi hjá Koeman.

    • Ari S skrifar:

     Getum við skipt þessu svona niður? Þ.e. Walsh fékk þennann og hinn og Koeman fékk þennann og hinn…? Á endanum hlýtur það að vera Koeman sem að stjórnar því hvaða leikmenn koma til félagsins þó að hann finni þá ekki beint fyrst sjálfur….

     Walsh er Director of Football hjá Everton en ekki bara scout eins og hann var hjá Leicester. Þeir (RK og SW) hljóta að fá til sín leikmenn sem að gþeim líkar báðum þó að Koeman sé sá síðasti sem að samþykkir. Þeir eru team. Ég held að systemið sé þannig þó ég viti ekki neitt um það.

     bara pæling. kv. Ari.

 20. Ari G skrifar:

  Við skulum ekki gagnrýna of mikið leikmannakaupinn hingað til. Fullt af ungum leikmönnum keyptir þurfum að hugsa líka um framtíðina. Hvaða leikmannakaup eru menn óánægðir með? Þetta er ekki flókið mál þurfum einn góðan varnarmann t.d. Ben Gibson og góðan sóknarmann 2 koma til greina frá Chelsea eða bjóða geðveika upphæð í Argentínumanninn hjá City. Króatinn er örugglega frábær kaup. Vill ekki sjá meiðslapésann frá Barcelona algjört rugl að leigja hann.

%d bloggers like this: