Barry seldur til West Brom

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti í dag sölu á miðjumanninum Gareth Barry til West Brom eftir fjögurra ára veru hjá Everton. Hann kom upphaflega á láni frá Manchester City en skrifaði undir samning við Everton sumarið 2014. Barry, sem er 36 ára, lék 154 leiki með Everton og skoraði í þeim 5 mörk.

Það er eftirsjá að Barry, en skiljanlegt að hann vilji fara þar sem ekki er lengur hægt að tryggja honum fast sæti í liðinu eftir kaup sumarsins (og uppgang Tom Davies). Maður hálfpartinn vonaði þó að hann væri til í eins og eitt ár í viðbót í ljósi álagsins sem gæti fylgt Europa League, en skiljanlega telur hann sig enn hafa eitthvað reglulega fram að færa í aðalliði í Úrvalsdeildinni, þó samkeppnin hafi reynst honum of mikil hjá Everton.

Við óskum Barry alls hins besta hjá West Brom og þökkum honum dygga þjónust við klúbbinn. Kaupverðið var ekki gefið upp.

1 athugasemd

  1. Ari G skrifar:

    Takk Gareth Barry. Þú varst frábær hjá Everton.

%d bloggers like this: