Ružomberok – Everton 1-0

Mynd: Everton FC.

Everton gerði nákvæmlega það sem þurfti með 1-0 sigri á Ružomberok og 2-0 samanlagt. Baines kláraði fyrri leikinn fyrir um viku síðan og Calvert-Lewin þennan.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Williams, Keane, Jagielka, Schneiderlin, Gana, Klaassen, Davies, Rooney, Ramirez.

Everton stillti upp þremur miðvörðum með Baines og Davies sem wingbacks. Rooney og Ramirez frammi við. Rooney stundum í framlínunni, stundum aftar á velli.

Leikurinn í járnum í fyrri hálfleik og lítið um færi. Everton miklu meira með boltann en komust einhvern veginn aldrei upp úr þriðja gír og vörn Ružomberok hélt vel. Ružomberok fengu líka sín færi, til dæmis eitt hálffæri á 10. mínútu sem hefði getað orðið að dauðafæri upp við mark Everton ef Pickford hefði ekki verið vel á verði og kastaði sér á stutta fyrirgjöf frá hægri á fremsta mann Ružomberok.

Davies og Rooney áttu tvö skot í kjölfarið, Davies utan af hægri kanti (líklega fyrirgjöf) og Rooney með chip sem fór yfir markið.

Ekki mikið annað að frétta úr fyrri hálfleik. Staðan 0-0.

Ein breyting á liðunum í hálfleik – Ružomberok misstu mann í meiðsli rétt undir hálfleik og var honum skipt út af fyrir annan.

En seinni hálfleikur svipaður og sá fyrri — lítið að frétta báðum megin og nánast ekkert um færi. Koeman skipti Calvert-Lewin inn á fyrir Ramirez á 69. mínútu og sá átti eftir að skipta sköpum síðar meir.

Ružomberok blésu til sóknar strax í kjölfarið með því að skipta inn sóknarmanni, enda síðasti séns fyrir þá. Það var þó Calvert-Lewin gerði út um leikinn með því að skora eftir flotta stungu frá Klaassen sem setti hann inn fyrir. Calvert-Lewin ekki í vandræðum með að klára það færi í hliðarnetið fjær. Staðan 1-0 fyrir Everton og 2-0 samanlagt. Ružomberok þurftu þar með þrjú mörk þar sem 2-1 sigur hefði ekki nægt þeim til að komast í framlenginu.

Barry var skipt inn á fyrir Schneiderlin á 81. mínútu og Mirallas fyrir Rooney á 85. mínútu — og Everton kláraði þetta með sóma, lokaði á sóknartilburði Ružomberok og sigldi þessu í höfn.

Og brátt verður ljóst hvaða mótherja Everton þarf að sigra til að komast í riðlakeppni Europa League.

Ef einhver veit um einkunnagjöf leikmanna fyrir leikinn, látið þá vita.

14 Athugasemdir

 1. Halli skrifar:

  Èg fjölmennti à Ölver

 2. Halli skrifar:

  Ekki gòđur leikur en sigur samnt

 3. Finnur skrifar:

  Jæja, Ari S… ef Everton og FH lenda í sama riðli…. þá verður erfitt að velja hvorum megin á að sitja… 🙂

  • Elvar Örn skrifar:

   En það er einn leikur eftir hjá okkur til að komast í riðlakeppnina. Dregið a morgun.

   • Elvar Örn skrifar:

    Það er ein umferð eftir fyrir riðlakeppni og munum við keppa 17 og 24 ágúst í þeirri umferð. Að því loknu tekur við riðlakeppnin, ekki rétt Finnur?

  • Ari S skrifar:

   Ég var byrjaður að undirbúa það í huganum. Ennþá er möguleiki að liðin hittist. 🙂

 4. Elvar Örn skrifar:

  Ekki besti leikurinn frekar en sá fyrri en að vinna báða og halda hreinu í báðum á miðju undirbúningstímabili verður að teljast ásættanlegt.
  Vörnin mjög solid og Pickford flottur aftast en reyndi ekki mikið á hann þó.
  Calwert Lewin flottur í seinni og flott sending frá Klaasen a Lewin sem kláraði sannfærandi.
  Þrír dagar í seinasta leikinn á undirbúningstímabilinu gegn Sevilla og mætum svo Stoke viku síðar í fyrsta leik tímabilsins. Get ekki beðið.

  Já og það er nánast staðfest að Gylfi verður kynntur á morgun, eru menn ekki sáttir við það?

 5. Elvar Örn skrifar:

  Koeman sagði þetta um möguleg kaup á Gylfa eftir leikinn:

  „I was fully focused and concentrated on the game tonight and maybe we get some good news tomorrow.“

 6. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Gott að komast áfram en leiðinlegt að sjá hvað sóknarleikurinn er agalega hægur, vonandi að það breytist fljótlega.

  • Ari S skrifar:

   Sóknarleikurinn var hægur og það gæti verið skýringin að við vorum með forskot fyrir leikinn (1-0) og Koeman ákveðið að hafa frekar áherslu á varnarleikinn. Gekk svo sem upp og miðað við að þetta er á undirbúningstímabilinu þá sleppur þetta að mínu mati. Menn virkuðu ryðgaðir og Rooney vinur okkar þarf meiri leikæfingu t.d.

 7. Einar G skrifar:

  Náði að horfa á mest af leiknum og það sem mér fannst er að okkur klárlega vantar eh fyrir Williams. Eins mikill aðdáandi hans ég er þá er hann orðinn full hægur. Fannst vanta upp á samskipti í vörninni og þetta lið braut okkur upp full auðveldlega. Ég reyndar held að þegar Keane finnur sig og stillir sendingarnar á hæðina á Rooney þá gerist eitthvað stórkostlegt. Annars sá maður hellings pre season vesen, sem er fínt að sjá í keppnisleik og samt vinna. Ég er allavega bullandi bjartsýnn (að vanda). Það sem mér finnst líka best að Koeman er að raða framtíðar mönnum inn, þó að árangur þessa leiktíðar verði ekki fullkominn þá erum við að tala um topplið innan 3 ára. Það hefur ekki sést áður (síðan1984, þegar ég varð Everton maður). Eitt sem ég verð sð éta ofaní mig er að ég vildi ekki Rooney en obboðslega er gaman að sjá hann. Hann leggur sig allan fram.

 8. Elvar Örn skrifar:

  Everton mætir Hajduk Split frá Króatíu í næstu umferð forkeppni Evrópu deildar, þá væntanlega 17 og 24 ágúst.

%d bloggers like this: