MFK Ružomberok vs Everton (seinni leikur í Evrópukeppninni)

Mynd: Everton FC.

Seinni leikurinn í undankeppni Europa League er á heimavelli Ružomberok klukkan 18:45 í dag. Everton er með eins marks forskot í viðureignina og héldu hreinu á heimavelli og nægir því jafntefli til að komast áfram. Mörk á útivelli telja tvöfalt (ef markatalan er jöfn að leikslokum) og ljóst að Ružomberok koma til með að sækja til að freista þess að jafna muninn. Koeman hefur gefið það út að Everton muni ekki leggja höfuðáherslu á að verja þetta litla forskot enda myndi eitt mark frá Everton í kvöld líklega gera vonir þeirra, um að komast áfram, að engu.

Koeman sagði einnig að Pickford myndi byrja í markinu enda er hann einn af þeim leikmönnum sem hafa lítið fengið að spila og þarf að koma í leikform fyrir komandi tímabil. Rooney glímdi við smávægileg meiðsli í nára en er orðinn heill. Funes Mori, Bolasie, Coleman og Barkley eru frá vegna meiðsla. Að öðru leyti er líklegt að uppstillingin verði svipuð og í síðasta leik: Pickford, Baines, Williams, Keane, Martina, Gana, Schneiderlin, Klaassen, Mirallas, Rooney, Sandro.

Leikurinn byrjar kl. 18:45 og er sýndur í beinni á Ölveri! Koma svo!

Comments are closed.

%d bloggers like this: