Everton – MFK Ružomberok 1-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Stekelenburg, Baines, Williams, Keane, Martina, Gana, Schneiderlin, Klaassen, Mirallas, Rooney, Calvert-Lewin. Varamenn: Pickford, Jagielka, Holgate, Barry, Davies, Lookman, Sandro.

Athygli vakti að enginn leikmaður sem Martinez keypti var í byrjunarliði Koeman gegn Ružomberok í dag. En Everton var klárlega sterkara liðið frá upphafi, miklu meira með boltann (80% eftir korter) og maður hafði á tilfinningunni að Ružomberok væru nokkuð slakari mótherjar en liðin sem Everton hefði leikið við á undirbúningstímabilinu.

Vörn Ružomberok er víst þekkt fyrir mistök og Everton liðið var ekki langt frá því að nýta sér það á 8. mínútu þegar miðvörður þeirra reyndi hreinsun út úr teig sem fór í vitlausa átt í sveig yfir eigin markvörð en markvörðurinn náði að slá boltann til hliðar áður en leikmaður Everton næði að pota boltanum í autt netið.

Calvert-Lewin bjó til mjög flott færi fyrir Rooney á 28. mínútu þegar hann náði boltanum af miðverði Ružomberok með því að skriðtækla boltann áður en boltinn fór út af og náði að senda á Rooney í dauðafæri en Rooney úr jafnvægi og náði ekki góðu skoti. Örskömmu síðar var Klaassen kominn í dauðafæri eftir nett þríhyrningaspil við Rooney en skotið frá honum í hliðarnetið. Hefði líklega átt að gera aðeins betur þar.

Williams átti tvö „nervy moments“ þegar nokkrar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og Ružomberok fengu í kjölfarið ágætis skotfæri í fyrra skiptið þegar Williams sendi beint á sóknarmann Ružomberok en skotið, lágt skot utan teigs í vinstra hornið, var vel varið í horn af Stekelenburg.

Calvert-Lewen átti svo flott skot utan teigs eftir að hafa sólað varnarmann en skotið varið.

0-0 í hálfleik.

Everton átti eitt nervy moment í upphafi hálfleiks (þar sem leikmaður Ružomberok fékk óvænt skotfæri innan teigs en skaut nokkuð vel framhjá) en eftir það byrjaði Everton að þétta þumalskrúfuna. Klaassen átti skalla sem fór rétt framhjá og Mirallas átti flott skot að marki sem varnarmaður náði að skalla aftur fyrir áður en það rataði á rammann.

Mark Everton lá í loftinu… En það voru þó leikmenn Ružomberok sem voru næstum búnir að skora næst. Voru reyndar rangstæðir eftir aukaspyrnu í aðdragandanum en samt. Stekelenburg vel á verði og varði skotið í slána. Vann fyrir kaupi sínu þar.

Varnarmaðurinn Kupec átti að fá seinna gula spjaldið sitt eftir nákvæmlega eins brot á nákvæmlega sama manni (Calvert-Lewin) en dómarinn lét tiltal nægja.

Calvert-Lewin var stuttu síðar skipt út af fyrir Sandro Ramirez (á 62. mínútu) og var þeim báðum vel fagnað og Ramirez kom með góða innspýtingu í leikinn. Rooney þar með færður á hægri kant og Ramirez upp á topp.

Mark Everton kom loksins á 64. mínútu eftir hornspyrnu. Varnarmenn Ružomberok hreinsuðu boltann út úr teig beint á Baines sem hlóð í þrumuskot vinstra megin á markið en boltinn breytti um stefnu af varnarmanni og fór í hitt hornið. Smá heppnisstimpill á markinu en staðan orðin 1-0 fyrir Everton.

Mirallas fékk svo kjörið tækifæri til að skora af stuttu færi á 70. mínútu en aðeins frábær markvarsla frá markverði Ružomberok kom í veg fyrir mark.

Tvær skiptingar í lokin: Lookman inn á fyrir Mirallas á 82. mínútu og Davies inn á fyrir Klaassen á 86. mínútu en þrátt fyrir góða tilburði tókst Everton ekki að bæta við.

Ružomberok líklega sáttir við 1-0 tap á útivelli með heimaleikinn eftir. Nú er bara að klára þetta á þeirra heimavelli.

25 Athugasemdir

 1. Gestur skrifar:

  Flott uppstilling

 2. RobertE skrifar:

  Rooney virkaði þreyttur í þessum leik, allaveganna þegar leið á fyrri hálfleikinn og eins í seinni hálfleik, spurning um að láta hann byrja og taka útaf í hálfleik eða setja hann inná á 60.mín. Annars fínn leikur, Klaassen virkar hress, Keane flottur í vörninni og Mirallas hraður eins og alltaf. Svo er alltaf gaman þegar Baines skorar.

 3. Einar G skrifar:

  Horfði á seinni hálfleik hér í Hollandi eftir ábendingu frá Sigurgeiri Ara, takk fyrir það ?. Þó ég hafi aldrei verið mikill Rooney aðdáandi þá leið mér vel að sjá hann í bláu. Þessi seinni hálfleikur var ekkert spes en það lifnaði aðeins yfir þessu með innkomu Sandro lýst vel á hann. Held að þetta verði bara fínt season… er það ekki? Stefni á fertugsferð í vor og vona að okkar menn verði í topp 4 baráttu.. ?

  • Jón Ingi skrifar:

   Fannsr nýju mennirnir ekki sýna neitt sérstakt, gaman að sjá gömlu kempuna Baines bjarga leiknum með góðu marki. Mirallas sýndi líil tilþrif. Vonandi sýndi þessi leikur ekki við hverju má búast miðað við öll kaupin í sumar.

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta hefði nú mátt vera betra, vonandi dugar þetta.

 5. Finnur skrifar:

  Einkunnir Liverpool Echo:

  Maarten Stekelenburg 7
  Cuco Martina 6
  Michael Keane 7
  Ashley Williams 6
  Leighton Baines 8
  Idrissa Gana Gueye 8
  Morgan Schneiderlin 7
  Kevin Mirallas 5
  Davy Klaassen 7
  Dominic Calvert-Lewin 6
  Wayne Rooney 7

  Varamenn:

  Sandro Ramirez 7
  Ademola Lookman 6

 6. Diddi skrifar:

  Ekkert breyst hjá okkur, punktur. Leikmenn hafa hækkað í verði og þessir leikmenn sem við höfum keypt eru bara mcgeadyar og cleverlyar nútímans, menn sem kostuðu 10 millur fyrir 3 árum kosta í dag 20-25 millur. Keane, þessi stórkostlegi miðvörður var hluti af vörn í fyrra sem fékk á sig 55 mörk…….vá frábært 🙁 Klaasen er ekki með skrokkinn í úrvalsdeildina enda voru ekki margir á höttunum eftir honum. Af hverju halda menn að við höfum fengið þessa menn og engin önnur lið hafi verið á eftir þeim ? Þetta eru bara meðalmenn. Góðir leikmenn kosta í dag 60-100 milljónir. Ég held mig enn við það að okkar frábæri klúbbur verður á núlli hvað leikmannakaup varðar hér í haust. OOOg Mirallas á 6 góða leiki á tímabili (þegar hann vill) og því miður er hann búinn að eyða einum þeirra á undirbúningstímabilinu 🙁 Neikvæður? Nei bara raunsær 🙁 Ég á enn von um að við töpum fyrir slóvökunum úti þannig að við þurfum ekki að eyða orku í skitna Evrópudeild !

  • RobertE skrifar:

   Tjaa Diddi, Leicester voru ekki með neina 60-100 milljón punda menn en samt unnu þeir deildina. Ef liðsandinn er góður þá getur allt gerst. En loksins er kominn leikmannahópur fyrir Evrópudeildina þannig Everton ætti að standa sig í deildinni líka, veit ekki með FA eða Carling, kannski stefnir Everton á bikar og gefur skít í deildina…mun allt koma í ljós.

   • Diddi skrifar:

    ekkert breyst hjá okkur þó að Leicester hafi unnið eða hvað?

    • Gunnþór skrifar:

     Diddi óttast að þú hafir hárrétt fyrir þér þetta var ekki sérstakt í gær en vona að klúbburinn taki tvo stóra í lokin.og þetta mun taka tíma að láta þetta smella og vonandi lifum við það af í þessari keppni og fleirum í vetur.

    • RobertE skrifar:

     Margt hefur breyst, enda hópurinn stækkað og ein deild bæst við. Það sem ég er að segja er að leikmennirnir geta kostað fúlgur fjár en samt vinnur liðið ekki neitt á tímabilinu. Getum tekið Real Madrid sem dæmi, 2004-2005 og 2005-2006 tímabilin. Rándýrir leikmenn en liðið vann engan bikar. Ef leikmennirnir ná saman og spila eins og ein heild þá getur liði unnið allt.

  • Elvar Örn skrifar:

   Já ekki besti leikurinn hjá okkur en voru menn í alvöru að búast við stórleik þegar liðið er á miðju Pre-Season?
   Everton betra liðið en hefðum hæglega getað fengið mark á okkur en líklega samt sanngjarn sigur Everton.
   Hrikalega gott að halda hreinu á heimavelli og er ég viss um að Everton munu spila betur eftir viku.

   Fannst nokkrir góðir kaflar í fyrri hálfleik og held ég að besti kaflinn hafi verið þegar Gunnþór tók 15 mínútna pissu-pásu, Halli BK getur staðfest það, hehe. Fannst menn ekki alveg hafa úthaldið í fullar 90 mín sem er líklega eðlilegt þar sem við erum á miðju undirbúningstímabili.

   Fannst reyndar helling hafa breyst, miklu hraðara spil við þeirra vítateig en ég hef áður séð hjá Everton og Klaasen t.d. klössum ofar en þessir menn sem þú nefnir Diddi. Þetta hraði reitarbolti var þó lítið sjáanlegur í seinni hálfleik en mér fannst Sandro koma t.d. ágætlega inn en hann er nú bara búinn að vera í um 10 daga í hópnum, hann smellur ekki inn í liðið bara 1,2 og þrír. Það þarf að gefa þessum mönnum tíma og er bara mikilvægt að þumbast gegnum þessa 3 og 4 umferð undankeppni Evrópu þar til við erum komnir í betri leikæfingu.

   Ég hef mikla trú á Keane og Pickford og er alveg viss að Rooney á helling eftir á tanknum. Ég er ekki í nokkrum vafa að Everton er með stærri og sterkari hóp en seinustu ár en það er ansi erfitt að komast ofar en 7 sætið þar sem liðin fyrir ofan okkur eru að kaupa líka.

   Fer ekki að styttast í árshátíð? Væri gaman að rökræða við ykkur félagana face to face.

   Já og annað, ég keypti „official membership“ og var að fá sent þetta flotta skýrteini og límiða og fleira. Verður gaman að sjá hvað þessi aðgangur skilar manni, þá helst spenntur hvort einfaldi kaup á miðum á leiki Everton.

  • Ari S skrifar:

   Þetta er bara minnimáttarkennd í þér Diddi, hættu þessu!

   kær kveðja, Ari.

 7. Elvar Örn skrifar:

  Gylfi spotted at a Hotel on Liverpool tonight, er þetta að gerast?
  Vonandi ekki á leiðinni til erkifjendana.

  Vonandi áreiðanlegar fréttir af þessu á morgun.

 8. Elvar Örn skrifar:

  REPORTS: Gylfi Sigurdsson has been spotted in The Titanic hotel this evening, the same place Lookman and Sandro met with club officials for talks.

  Also, Swansea boss Paul Clement was pictured with a Blue in Birmingham, he reportedly admitted Sigurdsson was on Merseyside for talks and didn’t travel with their squad.

  Er að finna út hvort það sé fótur fyrir þessu.

 9. Elvar Örn skrifar:

  Gylfi spilar ekki gegn Birmingham í dag skv official síðu Swansea. Ástæðan er þar tekin fram sem er jú umræða um mögulega sölu.
  Orðrétt svona:

  Gylfi Sigurdsson, however, will not feature as it was agreed between the club and player that he would sit this game out due to the current transfer speculation surrounding him.

  https://www.swanseacity.com/news/preview-birmingham-city-v-swans

 10. Ari G skrifar:

  Verum þolinmóðir með leikmannakaup Everton. Finnst Everton mjög skynsamir kaupa unga og mjög efnilega leikmenn ódýrt þurfum líka að hugsa um framtíðina. Þýðir ekkert að keppa við stærstu liðin kaupa leikmenn á uppsprengdu verði. Hef ekki séð Everton spila en liðið er núna í mótun og ekkert að marka liðið í dag. Trúi ekki öðru en að liðið komist áfram í Evrópukeppninni annar yrði svakalegt áfall. Hvaða leikmenn vilja menn hér annan en Gylfa? Vill ekki ruslið frá Arsenal of gamla leikmenn sem eru á síðasta snúning. Tel að Gylfi sé undantekning þótt hann sé of dýr sé hann þess virði.

 11. Finnur skrifar:

  Skv. þessari frétt bað Gylfi um leyfi til að tala við Everton:
  http://www.toffeeweb.com/season/16-17/rumour-mill/35265.html

 12. Gunnþór skrifar:

  Hvað er í gangi þetta er alveg þetta Gylfa mál af hverju er ekki búið að græja þetta mál eða snúa sér að őðru.

%d bloggers like this: