Lukaku til United – STAÐFEST

Mynd: Everton FC.

Þessar fregnir hafa verið að birtast á öllum miðlum en þó að klúbburinn hafi ekki staðfest þær (uppfærsla: staðfest 10. júlí) þá er líklega ekki eftir neinu að bíða með að tilkynna það formlega hér:

Lukaku var handtekinn fyrir óspektir í Los Angeles í gær.

En svona að öllu gamni slepptu (hann var reyndar handtekinn), þá bárust þær fregnir í gær á Sky Sports að Lukaku hefði klárað læknisskoðun hjá United eftir að klúbbarnir gerðu með sér samkomulag um kaupin. United greiðir, skv. fréttum, 75M punda og allt að 15M punda að auki, sem fer eftir árangri Lukaku og United með Lukaku innanborðs. Kaupverð upp á 90M punda myndi, eitt og sér, gera Lukaku að dýrasta leikmanni heims en að auki er talað um að samningurinn hafi hljóðað upp á það að Wayne Rooney fari í hina áttina á frjálsri sölu. Ekki slæmt fyrir leikmann (Lukaku) sem kostaði Everton 28M punda árið 2014.

Það er eftirsjá af Lukaku og mörkum hans en ef ummælum hans að dæmi við Sky á undanförnum klukkutímum er augljóst að hann gæti lært eitt og annað af Michael Keane hvernig maður kveður samstarfsmenn og liðsfélaga sína af virðingu.

Talið er að Everton muni nú fá til liðs við sig annað þekkt nafn í framlínuna og að auki eru sögusagnir um Gylfa nú að gerast enn háværari.

Við uppfærum þessa frétt þegar meira er vitað.

49 Athugasemdir

 1. Elvar Örn skrifar:

  Þetta er frétt frá BBC og þar er sagt að United hafi samþykkt tilboðið (skringilega orðað) en Everton hafnað. Hef hvergi séð að Everton hafi tekið tilboði í Lukaku.
  Er sjálfur enn að vona að ekkert verði af sölu sérstaklega í ljósi þess hve Everton hefur styrkt liðið mikið að undanförnu.

  Er til í Gylfa, Rooney og Giroud.

 2. Diddi skrifar:

  Mér finnst óþarfi að lesa spekulasjónir hér á þessari síðu, það er nóg af helv. slúðrinu annars staðar. Það er margtekið fram á mörgum síðum að Everton hafi ekkert tilboð samþykkt. Vinsamlegast skrifið fréttir af staðfestum samningum frá official síðunni okkar. Það er allt í lagi að menn velti fyrir sér ýmsum möguleikum hér og fabúleri um það en svona frétt vil ég ekki sjá hér.

  • Finnur skrifar:

   Þá… þarftu ekki að lesa hana.

   Þó að einhvers misskilnings virðist gæta um þennan díl (hvar sem hann liggur — þarf ekki endilega að vera hjá Sky) þá hefur gefist vel að draga línuna við það sem Sky Sports og/eða BBC segja að séu staðfestar fregnir. Þetta er í fyrsta sinn í sumar sem það klikkar, svo ég muni.

   Sumt af því sem er sagt staðfest á Sky/BBC tekur nefnilega nokkra daga fyrir klúbbinn að staðfesta formlega og fréttin þar með orðin old news þegar klúbburinn loksins staðfestir.

   • Diddi skrifar:

    þegar ég sé svona fyrirsögn þá les ég fréttina Finnur og mér finnst að þetta eigi ekkert að vera slúðurmiðill, ég les nógu mikið af slíku á netinu þú fyrirgefur en allt í lagi ef það er eitthvað issjú fyrir þig þá skal ég hætta að koma hérna inn

    • Diddi skrifar:

     eeeeeen fréttin breytist ekkert við það

     • Finnur skrifar:

      Hversu oft á undanförnum vikum/mánuðum finnst þér að fréttir hafi birst hér á þessari síðu sem flokkast sem slúðurfréttir?

      Mér finnst þessi síða hafa gert bara nokkuð vel í að vera ekki að eltast við slúðrið heldur sneiða markvisst hjá því — og þó að ein frétt sleppi í gegn sökum þess að nokkuð áreiðanlegir miðlar hlupu á sig (eða fengu vitlausar/misvísandi upplýsingar) þá hefði ég haldið að menn ættu að geta séð í gegnum fingur sér með það, ekki satt?

     • Diddi skrifar:

      voðalega eru menn viðkvæmir 🙂 já haltu bara áfram að slúðra hérna, ég fer þá bara inná áreiðanlegri miðla

     • Finnur skrifar:

      Hahaha! Góður. 🙂

     • Diddi skrifar:

      😉

     • Ari S skrifar:

      Veriði vinir, strjúkið kviðinn og elskið friðinn

 3. Teddi skrifar:

  Bless Diddi.

 4. Eiríkur skrifar:

  Verður þetta ekki eitthvað Lukaku -Rooney díl dæmi.

 5. Gunnþór skrifar:

  Hann er að fara í man utd það er klárt.

  • Orri skrifar:

   Sæll gunnþór.Er það alveg klárt að hann sé að fara þangað ertu með staðfesta frétt um það ?????????????????

 6. Gunnþór skrifar:

  Það er klárt las það í the sun??

  • Orri skrifar:

   Þá er það öruglega frágengið.

   • Ari S skrifar:

    Nei Orri láttu ekki Gunnþór og gulu pressuna plata þig. Gunnþór ertu í vinnu hjá gulu pressunni??? Ha ha

    • Orri skrifar:

     Sæll Ari.Það sem í Sunn stendur er alveg 100% rétt.

     • Ari S skrifar:

      Sæll Orri minn,

      Allir íbúar Liverpool borgar eru hættir að lesa The Sun. Þetta er blaðið sem að laug því að heiminumn að fólk væri að ryðjast inn á völlinn til að stela af líkunum 96 sem lágu þar. Þetta er mesta srorprit sem á Englandi er. Ekkert að marka það rusl. en hisn vega getur vel verið að lukaku sé að fara og þá er SUN ekki fyrst með fréttirnar. SUN er eins gul pressa eins og mögulegt er.

     • Orri skrifar:

      Sæll Ari.Við Gunnþór tökum mikið mark á Sun og treystum þeim í einu og öllu.

     • Ari S skrifar:

      Já núna veit ég að þú ert að grínast… afsakið hvað ég er seinn að fatta það.

 7. Ari S skrifar:

  Diddi, ekki fara, ég er sammála þér við eigum ekki að vera með slúður hérna. Bara FRÉTTIR að mínu mati.

  Kær kveðja, Ari

 8. GunniD skrifar:

  Anda rólega…..

 9. Gestur skrifar:

  Menn eru ornir mjög spenntir

 10. þorri skrifar:

  Getur einhver félagi minn sagt mér hvort everton menn séu að vinna í að ná í Gylfa

 11. Eirikur skrifar:

  Hann kemur ef Barkley fer.

 12. Eirikur skrifar:

  Hlakka til að fá mynd með mér, Gylfa og Rooney á Goodison í vetur?

 13. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég sé þetta alveg fyrir mér. Lukaku skorar í fyrstu þremur leikjunum hjá manure og svo kemur landsleikjahlé. Hann mætir í viðtal hjá einhverju belgísku blaði þar sem hann verður spurður um hitt og þetta varðandi hans feril. Hann mun svara eitthvað á þá leið að hann sé tilbúinn til að spila með þeim allra bestu eins og Real Madrid, Barcelona, AC Milan eða Bayern München, en muni fyrir kurteisis sakir klára tímabilið með manure.
  Til hamingju manure menn, þessi rasshaus er ykkar höfuðverkur núna.

 14. Eiríkur skrifar:

  Er þetta ekki það sem flestum finnst um brotthvarf Lukaku.
  https://www.nsno.co.uk/everton-news/2017/07/lukaku-interview-shows-evertonians-dont-care-hes-gone/

 15. Diddi skrifar:

  hvaða lið er þetta United sem hann er að fara til, er það Leeds, Sheffield, Newcastle eða jafnvel West ham…….átta mig ekki á þessu 🙂

 16. Albert Gunnlaugsson skrifar:

  Þetta er bara æðislegt.. Náum að mjólka pening út úr Utd.. endalaust heheheheh

 17. Diddi skrifar:

  hvar er Steini ?

 18. þorri skrifar:

  Þetta er frábært að vita að Lukkó sé farinn frá okkur.ég vona að Barkley fari ekkert og Gylfi komi.Ég held að þeir munu ná nokkuð vel saman.Eru menn ekki sammála með þetta. Svo hlakka mig bara til þegar enskiboltinn byrjar það verður gamann

 19. þorri skrifar:

  sjái þið þetta ekki barkley verður hjá okkur og Gylfi kemur þetta verður alveg frábært eru menn ekki sammála mér í þessu

  • Diddi skrifar:

   nei Þorri, ég er ekki sammála þér. Við höfum ekkert að gera með Barkley þegar við erum komnir með Gylfa, Rooney og Claasen að mínu mati.

  • Orri skrifar:

   Ég er þér ekki sammála Þorri.

 20. marino skrifar:

  jæja draumurinn minn er að rætast lukaku burt og liðsheild inn nu kannski hætta þessar endalausu dælingar a húðlatan mann sem getur bara skorað a litlu liðin og hverfur i þeim stóru kannski faum við mann sem skiptir virkilega máli þegar á reynir
  sá i echo að everton hefði aðeins endað með 6-9 man ekki allveg stig án marka frá lukaku en ammt i 7sæti sem sannar margt með ágæti hanns hann lúkkar fltt a móti hull og wba burnley enn a moti liverpool muniði það eða a old trafford þegar hann sussaði i willams þegar hann reyndi að berja lukaku aframmég seigi BURTMEÐANN 🙂 no regrets

 21. þorri skrifar:

  er ekki um að gera að hafa breiddina í lagi líka.í lagi strákar. það verður að vera maður til staðar ef einhver meiðist ekki sat

 22. Ari S skrifar:

  Lukaku sendir okkur Instagram skilaboð…

  „I want to say a big thank you to all the people involved at @everton.is. I want to thank the fans for your support throughout the 4 years we’ve spend together. You guys helped me through all my games and I can proudly say it was an honour to play in front of you. To the staff at the the stadium and trainingground thank you for making me feel home from the first day i walked in. To my teammates it was great to play with you guys. To technical staff thank you for helping me become a better player. Working with you guys has been a pleasure and i’ll take ur advice throughout the rest of my career. Thank you everton football club.“

 23. Ingvar Bæringsson skrifar:

  „To the staff at the the stadium and trainingground thank you for making me feel home from the first day i walked in.“

  Hann gat nú samt varla beðið eftir að komast burt og notaði hvert tækifæri sem gafst til að láta alla vita af því.

  Hann getur tekið sína kveðju og troðið henni þversum upp í trompetið á sér.

  • Orri skrifar:

   Góðan dag Ingvar.Þú orðar þetta ansi pennt ég er ánægður með þig.

 24. Eirikur skrifar:

  Athyglisverð greining á Lukaku og því sem hugsanlega verður á nýju tímabili.
  http://www.skysports.com/football/news/15134/10941531/how-ronald-koeman-improves-everton-without-romelu-lukaku

 25. Gestur skrifar:

  Ekki græt ég

 26. Diddi skrifar:

  mér væri sama þótt þessar 15 milljónir kæmu aldrei til greiðslu
  https://www.clubcall.com/manchester-united/everton-to-benefit-from-united-success-1856573.html

%d bloggers like this: