Josh Bowler keyptur – STAÐFEST

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti í dag kaup á Josh Bowler, sem er 18 ára gamall örvfættur kantmaður (getur spilað á báðum köntum), fyrir það sem talið er 1.5M punda í upphafi og allt að 4.25M punda (árangurstengdar) skv. Sky Sports – en báðar tölurnar eru óstaðfestar af klúbbnum.

Bowler kemur frá QPR og er talinn mikið efni en hann skrifaði undir 3ja ára samning (til sumars 2020). Hann fer til liðs við Everton U23 hópinn, núverandi Englandsmeistara, og það er sérstaklega gaman að sjá að verið er að styrkja innviðina; ekki bara í aðalliðinu, heldur einnig í unglingastarfinu.

Bowler sagði við þetta tilefni: „I’m a direct player, I feel like I can bring excitement in the final third and this is the perfect place for me to continue my education and development.“

Bowler er áttundi leikmaðurinn sem Everton fær til liðs við sig, þar af fjórði leikmaðurinn sem bætist í hóp Endlandsmeistaranna (hinir voru: Nathangelo Markelo, Boris Mathis og Anton Donkor — sá síðastnefndi kemur að láni). Velkominn Josh Bowler!

Comments are closed.