Tilboð til stuðningsmanna Everton

Mynd: Everton FC.

Everton hefur hleypt af stokkunum nýrri tegund af meðlimaáskrift og er þar ýmislegt athyglisvert að finna, fyrir okkur sem fylgjum Everton að málum.

Meðlimaáskriftin inniheldur nú aðgang að beinum útsendingum á leikjum Everton á undirbúningstímabilinu, sem við höfum þurft að kaupa sérstaklega. Nú gefst okkur kostur á því að borga örlítið meira og fá aðgang að þessu sömu leikjum og fáum að auki aðgang að leikjum í Premier League 2. Einnig sýnum við með þessu stuðning okkar í verki og gerumst formlegir stuðningsmenn Everton ytra.

Frá og með síðasta miðvikudegi er hægt að kaupa Everton Official Membership fyrir 25 pund og hér er heildarlisti yfir það sem við fáum í staðinn:

– Forgangur þegar kemur að kaupum á miðum á heimaleiki Everton í Úrvalsdeildinni (meðan birgðir endast).
– Ókeypis aðgangur að beinum útsendingum á netinu á völdum leikjum á undirbúningstímabilinu (til samanburðar má geta þess að kostnaðurinn við að kaupa aðgang að beinum útsendingum á undirbúningstímabilinu er 4 pund per leik).
– Ókeypis aðgangur að beinum útsendingum á netinu á völdum Premier League 2 leikjum Everton U23 á komandi tímabili.
– Ókeypis aðgangur að sérstöku On Demand myndefni sem er uppfært vikulega.
– Möguleiki á að móta ákvarðanir og atburði klúbbsins í framtíðinni með því að láta skoðun sína í ljós í lokuðum könnunum.
– Aðgangur að reglubundnum og lokuðum keppnum.
– „Welcome“ pakki með meðlimakorti, Everton rúðulímmiða og ýmsu fleiru.

Og þegar við heimsækjum England:

– Ókeypis aðgangur að heimaleikjum U23 ára liðs Everton sem og kvennaliðsins.

… og margt fleira…

4 Athugasemdir

 1. Ari S skrifar:

  Your order is confirmed, thanks for purchasing!

  Your order (xxxxxxx) has been completed.

  Kær kveðja, Ari

 2. Eiríkur skrifar:

  Gekk frá mínu á fimmtudaginn 🙂 Bara snilld.
  Nú verður nóg að gera að skoða nýju mennina.
  Svo er bara að gera betur á komandi tímabili enn því seinasta.

  Kveðja
  Eiríkur

 3. Finnur skrifar:

  Var að klára mína pöntun. Get ekki beðið eftir beinu útsendingunum. 🙂

 4. Einar Gunnar skrifar:

  Frágengið 😉

%d bloggers like this: