Henry Onyekuru keyptur – STAÐFEST

Mynd: Sky Sports.

Uppfært 30. júní 2017: Everton staðfesti í dag kaupin á Henry Onyekuru. Velkominn Henry!

Sky Sports greindu frá því að Everton hefðu fest kaup á Henry Onyekuru, tvítugum sóknarmanni frá KAS Eupen í Belgíu. Hann var markahæsti maður belgísku efstu deildarinnar á síðasta tímabili og átti einnig í viðræðum við Arsenal og West Ham en ákvað að semja við Everton.

Hann skrifaði undir 5 ára samning og er kaupverðið er 6.8M punda að sögn Sky en Everton hefur ekki staðfest það. Hann og mun vera í láni hjá Anderlecht næsta tímabil þar sem hann er ekki kominn með atvinnuleyfi í Bretlandi.

Hér er myndband af síðasta tímabili kappans (hann leikur í treyju númer 21).

Skv. frétt frá BBC stóðst hann í læknisskoðun hjá Everton í gær en samningar eru ekki frágengnir.

10 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Sá líka einhvern halda því fram að þetta væri sjoppað. 🙂

 2. Ari G skrifar:

  Glæsileg kaup enn aftur. Leikmenn keppast um að spila eða skrifa undir hjá Everton. Er viss um að Everton verði mun sterkari þegar Lukaku er farinn og markaskoruninn dreifist á fleiri. Vonandi verður Barkley áfram hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Hef smá áhyggjur af að Sandro skrifi ekki undir það kemur í ljós vonandi strax eftir euro21. Michael Keane næstur vonandi þá fer þetta að líta miklu betur út. Framtíðin er björt sumir vilja fara og aðrir jákvæðari koma í staðinn með Everton andann.

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Miðað við þett Youtube myndband þá er þetta leikmaður sem fær fólk til að standa upp úr sætinu um leið og hann fær boltann.
  Hlakka til að sjá hann á næsta ári, held að hann verði í uppáhaldi hjá mér, svo lengi sem hann notar ekki hvert tækifæri til að tala um að hann vilji fara í „stærra“ félag eins og sumir eru búnir að gera síðustu fjögur árin.

  • Ari S skrifar:

   Ingvar núna hættuð við líka að tala um það. Það er fyrsta skrefið.

 4. Finnur Thorarinsson skrifar:

  Nokkrir punktar um leikmanninn frá einum sem þekkir hann vel:
  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/henry-onyekuro-models-himself-thierry-13251622

%d bloggers like this: