Nathangelo Markelo keyptur – STAÐFEST

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti í dag kaup á hollenska unglingalandsliðsmanninum Nathangelo Markelo frá hollenska liðinu FC Volendam en hann er 18 ára varnarmaður sem getur spilað stöðu miðvarðar, hægri bakvarðar og wingback.

Kaupverðið var ekki gefið upp en Nathangelo fer til liðs við David Unsworth og félaga með Everton U23 ára liðið. Hann skrifaði undir 3ja ára samning eða til sumars 2020.

Hér má sjá Markelo í leikjum með hollenska unglingalandsliðinu:

10 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Fer beint í B-lið Everton, sjáum hvað setur.

    En nú berast fréttir að Moussa Dembele framherji Celtic í skotlandi hafi verið á Finch Farm í gær. Hef séð þetta á nokkrum miðlum og einnig hafa einstaklingar fullyrt að hafa séð kappann á svæðinu. Dembele er bara 21 árs og kom frá Fulham fyrir um 400 þúsund pund fyrir einungis 1 ári og er talinn kosta 20-30 mills í dag. Svolítil áhætta miðað við svo ungan mann en hann skoraði reyndar ansi grimmt í vetur með Celtic og einnig staðið sig vel með yngri liðum Frakklands.

    Moussa Dembele and His agent were at Finch farm yesterday (reliable source).

  2. Ari G skrifar:

    Frábært að kaupa unga og efnilega leikmenn sem kosta lítið. Vitið þið hvað Barkley er óánægður með hjá Everton hefur ekki komið ennþá fram. Ef hann fer til Tottenham fær hann miklu minni spilatíma þar en hjá Everton. Var honum ekki boðið 100000 pund á viku? Vill hann spila í meistaradeildinni maður veit ekki hvað hann er óánægður með. Lukaku vill spila í meistaradeildinni en þótt hann fari til Chelsea fær hann aldrei að spila eins mikið eins og hjá Everton skil þessa menn ekki.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Veit ekki með þennan Dembele. Skoska deildin er ekki beint sú sterkasta. Þó svo að hann hafi skorað grimmt þar þá segir það ekkert, þetta er eins liðs deild. Gæðin þar eru lítil sem engin.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Sammála Pressunni:

    Sandro er nánast kominn og Gylfi er svo næstur og loks Keane.

    http://www.pressan.is/Forwarder/redirect.aspx?artId=98986

  5. Ari G skrifar:

    Héld að Everton eiga að fara að taka þetta rólegra í leikmannakaupum klára að kaupa Sandro og Michael Keane og slappa svo af og klára viðskiptin fyrst með Lukaku og Barkley. Ekkert vit að kaupa fleiri strax. Flott að kaupa þennan unga Hollendingin óvænt kaup 5 nýir með Sandro og Keane er flott byrjun.

  6. Gunnþór skrifar:

    Ari minn við þurftum lágmark 5 gæðakeikmenn til viðbótar við þessa sem eru komnir og orðaðir víð okkur.

    • Diddi skrifar:

      ég held einmitt að með því að kaupa strax gæti vaknað löngun hjá Lukaku að vera áfram. Mér er alveg sama þó Barkley fari. En Lukaku hlýtur að hugsa sinn gang og jafnvel ákveða að gefa okkur tækifæri þegar hann sér að það er verið að kaupa í alvörunni.

  7. Ari G skrifar:

    Ég er sammála Gunnþór ég átti við strax. Betra að klára söluna á Barkley og Lukaku áður en næstu leikmenn eru keyptir. En það þýðir ekki að eltast við of marga í einu magn tryggir ekki alltaf gæði. Svo er það spurning hvað eru gæðaleikmenn hvar eru mörkin?

  8. Elvar Örn skrifar:

    Sandro Ramirez verður tilkynntur sem nýjasti Everton leikmaðurinn í dag skv mörgum miðlum í morgun.

    Good morning blues….

    According to Liverpool Echo this morning Everton have completed the signing of Sandro Ramirez and will be announced today making him out third signing of the summer…….

    I expect big things from this guy he looks fantastic

    Ben