Mynd: Everton FC.
Everton staðfesti nú rétt í þessu kaup á Davy Klaassen, 24ra ára fyrirliða Ajax en hann er sókndjarfur miðjumaður sem hefur skorað 16 sinnum í hollensku deildinni á tímabilinu og átti sinn þátt í að koma liði sínu, Ajax, í úrslit í Europa League. Hann á 14 landsleiki að baki með Hollandi og hefur skorað fjórum sinnum með landsliðinu.
Hann kom upphaflega úr hinni frægu Ajax akademíu og spilaði sinn fyrsta leik með þeim aðeins 18 ára gamall. Hann hjálpaði þeim að vinna hollenska titilinn tímabilin 2011/12, 2012/13 og 2013/14 en á síðastnefnda tímabilinu skoraði hann 11 mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Hann var þá valinn Dutch Football Talent of the Year. Hann skoraði átta mörk árið 2014/15 og var svo kjörinn fyrirliði Ajax tímabilið á eftir (skoraði þá 13 mörk og átti 8 stoðsendingar). Í kjölfarið var hann kjörinn hollenski fótboltamaður ársins, og fetar þar í fótspor ekki minni manna en Ruud Gullit, Marco van Basten, Dennis Bergkamp og Ronald Koeman.
Klaassen kostaði 27M evra, skrifaði undir 5 ára samning og sagði við þetta tilefni: „I’m an attacking midfielder player who likes to get in the box. I also like to be aggressive on the field and press all the time. I like to score and create goals and I like to win.“
Leiðtogi á velli:
Glefsur úr tímabilinu 2015/16:
Glefsur úr tímabilinu 2016/17:
Við bjóðum Davy Klaassen velkominn!
Ég verð að klípa mig. Tveir menn keyptir sama daginn, mig hlýtur að vera að dreyma.
Þetta byrjar frábærlega. 2 mjög efnilegir leikmenn sem eiga 10-12 góð ár eftir stórkostleg kaup. Vonandi verður Michael Keane næstur einn gullmoli aftur. Svo Sandro. Hef miklar efasemdir um leikmennina hjá ítalsku liðunum góðir vill halda mig við Sandro, Keane og Gylfa.
Veisla veisla nú erum við að tala saman ???
Loksins, loksins erum við farnir að sýna að okkur er alvara, nú er bara að vona að þetta hafi áhrif á Lukaku og hann snúi af villu vegar og skrifi yndir langtímasamning. Þessi Niang er drengur sem Moyes reyndi að fá og vorum við næstum búnir að landa honum þegar hann fór svo til Milan, smá töffarastælar í honum en vonandi að Koeman takist að koma smá viti í kollinn á honum. Átti nokkra fína spretti með Watford þegar ég sá til. Enn er ég samt hræddur um að sala leikmanna verði aðeins til að jafna útlagða peninga en sjáum til. Koma svo 🙂
Gaman að sjá fréttir þess efnis að nýji Everton leikvangurinn verður notaður sem aðal-íþróttaleikvangur fyrir Commonwealth Games í Liverpool borg árið 2022 ef Liverpool heldur mótið það árið (ef ég skil þetta rétt).
Um ýmsar greinar er að ræða þar með talið frjálsíþróttir og hafa aðdáendur Everton lýst yfir miklum áhyggum að völlurinn yrði eins og hinn hræðilegi nýji West Ham völlur þar sem það er c.a. 1 kílómeter frá aðdáendum að vellinum (smá ýkjur samt).
Borgarstjóri Liverpool borgar hefur tekið það skýrt fram (sem og hönnuður vallarins) að sú breyting sem til þarf (verði af leikunum) muni ekki hafa áhrif á útlit vallarins við hönnun hans.
Sjá hér:
https://www.grandoldteam.com/2017/06/16/mayors-bramley-moore-dock-open-letter-evertonians/
Það er greinilegt að það verði af þessari byggingu og verður gaman að sjá teikningar af honum sem ég vona að verði í kringum áramótin.
Já og Gylfi,,,drífa sig að skipta yfir til Everton.
Ef að Ronaldo vil fara frá Real Madrid og hefur hug á að koma í enska boltann á ný… væri ekki tilvalið að fá hann til Everton? Við gætum skipt á honum og Lukaku?
Nei takk Ari vinur minn.
Ok 🙂
Ronaldo má koma líka, Lukaku þarf ekkert að fara til þess 🙂
🙂
Nú er ansi mikið fjallað um að Niang sé ekki á leiðinni til Everton. Ég er satt best að segja ekki viss með þann leikmann.
Nú eru aftur talað um að Gylfi sé enn í plönum Everton þar sem Koeman sé ansi áhugasamur að fá kappann til Everton. Líklegt að verðið yrði 35-40 milljónir punda sem ætti að teljast nokkuð eðlilegt miðað við markaðinn í dag. Spurning hvort það sé pínu háð því að Barkley verði seldur, kæmi amk ekki a óvart.
Mér er alveg sama þótt Niang komi ekki. Hefur hann sýnt eitthvað af viti nóg af góðum leikmönnum á markaðinum erum komnir með 2 mjög góða og unga. Þurfum að ákveða með Barkley og Lukaku sem fyrst þeir trufla leikmannakaup Everton. Drifa sig svo strax að kaupa Michael Keane og Sandro hik er sama og tapa.
Sandro Ramirez virðist vera kominn til Everton. Búinn að fara í medical og að sögn verður hann tilkynntur Officially hvað á hverju. Hann var alinn upp hjá Barcelona en var seldur til Malaga þar sem hann hefur relase klausu uppá rúmar 5 milljónir punda sem Everton er þá að nýta sér. Virðast ansi margir hrifnir af þeim leikmanni og ekki hátt verð og því ekki mikil áhætta.
Næstir þar á eftir sem sagðir eru líklegir eru Gylfi og Keane.
Gaman að heyra þetta með Sandro Ramirez, fór hann annar ekki frá Barcelona vegna þess að Suarez, Messi og Neymar spila svipaða st0ðu á vellinum og þeir?
…svipaða stöðu á vellinum og hann? (átti þetta að vera)
Komið á sky. Sandro Ramirez er að koma.
http://www.skysports.com/football/news/11671/10918912/everton-close-to-signing-malaga-striker-sandro-ramirez
Og nú komið á mbl.is að Sandro Ramirez sé að koma til Everton,,,næst verður það á Everton official síðunni.
http://www.mbl.is/sport/fotbolti/2017/06/18/spaenskur_landslidsmadur_a_leid_til_everton/