Everton – Watford 1-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Robles, Baines, Williams, Jagielka, Holgate, Gana, Schneiderlin, Davies, Barkley, Mirallas, Lukaku. Varamenn: Hewelt, Kone, Barry, Valencia, Besic, Pennington, J. Williams.

Leikurinn nokkuð líflegur þó að bæði lið væru komin í sumarfrí nú þegar — Everton búið að tryggja sér 7. sæti og Watford búið að tryggja sér veru í Úrvalsdeildinni að ári. Einu færin að heita má þó Everton megin. Barkley átti til að mynda flott skot innan teigs sem Gomez í marki Watford varði glæsilega og hann (Gomez) aftur að verki þegar Jagielka átti flott skot eftir horn. Að öðru leyti lítið um færi — Davies reyndar með eitt langskot, sem var ekki of erfitt fyrir Gomez. Watford klárlega fegnari með stöðuna 0-0 í hálfleik en þeir hefðu ekki getað kvartað mikið yfir því að vera tveimur mörkum undir á þeim tímapunkti.

Koeman skipti Valencia inn á fyrir Holgate í hálfleik og þó að Valencia hafi ekki skilað mjög miklu upp við mark þá kom hann með ágætis innspýtingu í liðið.

Schneiderlin var líklegastur til að skora í upphafi seinni hálfleiks þegar hann náði frákasti og skoti að marki með Gomez enn að stíga upp úr grasinu en Schneiderlin skaut því miður yfir. En mark Everton kom þó á 55. mínútu og virtist vera upp úr litlu sem engu. Jagielka gaf fram á Barkley sem fór hratt með boltann í átt að vítateig, sá að Gomez var illa staðsettur og þrumaði boltanum inn af löngu færi. 1-0 Everton.

Á 63. mínútu átti Lukaku klárlega að fá víti þegar hann var felldur inn í teig þegar hann náði frákasti á 63. mínútu og komst í færi upp við mark. Dómarinn, Kevin Friend, ekki á sama máli. Klárlega röng ákvörðun hjá honum.

Fimm mínútum síðar átti Schneiderlin frían skalla að marki en rétt yfir. Hefði getað gert betur þar. Hann sýndi hins vegar frábæra takta upp við mark Everton, innan við mínútu síðar, þegar hann skriðtæklaði fyrir skot sóknarmanns Watford alveg upp við mark og bjargaði þremur stigum.

Tvær skiptingar fylgdu í kjölfarið: Barry inn á fyrir Barkley (á 70.) og Kone inn fyrir Mirallas (á 86.) en aðeins mínútu síðar þurfti Robles að taka á honum stóra sínum til að verja frábærlega frá sóknarmanni Watford. Vann aldeilis fyrir kaupi sínu þar. Valencia, hins vegar, náði ekki að nýta sér dauðafæri á 89. mínútu þegar hann komst upp að marki Watford með varnarmann í sér og þurfti bara að „chippa“ boltanum yfir markvörð, Tom Davies style, en ákvað að skjóta í lappirnar á honum í staðinn.

En það kom ekki að sök: 1-0 lokatölur í dag og Everton þar með að bæta stigamet sitt á heimavelli í Úrvalsdeildinni sem er mjög góð framför. Nú þarf bara að hala inn fleiri stig á útivelli og þá er Meistaradeildin innan seilingar.

Einkunnir Sky Sports: Robles 6, Holgate 6, Williams 7, Jagielka 7, Baines 6, Gana 8, Schneiderlin 7, Davies 7, Mirallas 6, Lukaku 6, Barkley 8. Varamenn: Valencia 8, Barry 6. Sky völdu Enner Valencia mann leiksins, sögðu: „Enner Valencia brought pace and vigour to his side, which was somewhat lacking in the opening 45“.

Í lokin er gaman að segja frá því að 17 Íslendingar voru frá okkur á pöllunum í kvöld, þó að ekki væri um formlega ferð klúbbsins að ræða!

17 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    Mirallas heldur uppá nýja samninginn sem hann var að undirrita með því að láta reka sig útaf á 23. mín en við vinnum leikinn 3-1

  2. Gestur skrifar:

    Frábær árangur á heimavelli þetta tímabilið, klárlega eitthvað til að byggja á næsta tímabil. Nú er bara að tata Arsenal á sunnudaginn og klára tímabilið með stæl. Það er komin mikil spenna í mann að sjá hvaða leikmenn koma í sumar. Það var verið að tala um að nýji leikvangur Everton ætti að vera 50þús. manna völlur, finnst það aðeins of lítið en kannski er það nóg.

    • Finnur skrifar:

      Mér finnst aðalatriðið varðandi leikvanginn að stemningin sé góð; þeas. að hann virki aldrei hálftómur og að nægt landrými sé til að stækka hann þegar 50þ (eða hvar sem talan endar) verður of lítið. Mig minnir annars að ég hafi lesið 56þ einhvers staðar, en það gæti verið vitleysa.

  3. Gunnþór skrifar:

    Trúi ekki öðru en að 56 þús sé réttara sammála Gesti að mér finnst 50 þús aðeins of lítil stækkun

  4. Ari S skrifar:

    Þetta lítur vel út. Nýjasta er að Koeman er strax farinn að leitast eftir nýjum leikmönnum og fyrsta nafnið Sandro Ramirez hljómar vel. Eins er ég mjög ánægður með að Koeman skuli hafa sett Barkley afarkosti og að sá síðarnefndi verði að svara okkur fyrir sunnudag er bara mjög gott að vita.

  5. Diddi skrifar:

    nú þegar tímabilið er að enda þá væri fátt yndislegra en að sjá annaðhvort kane eða sanchez fara fram úr Lukaku í keppninni um gullskóinn

  6. Diddi skrifar:

    nú þegar tímabilið er að enda þá væri fátt yndislegra en að sjá annaðhvort kane eða sanchez fara fram úr Lukaku í keppninni um gullskóinn

    • Elvar Örn skrifar:

      101% ósammála þessu rugli í þér 🙂

      • Diddi skrifar:

        þér er alveg frjálst að vera það vinur en ef ég væri í sporum Koeman þá myndi ég leyfa ungum framherja að spreyta sig á móti arsenal og setja lukaku út úr liðinu ef hann skrifar ekki undir samning fyrir leikinn 🙂 svo einfalt er það nú

  7. Gestur skrifar:

    Gullskórinn er farinn!

    • Gunnþór skrifar:

      Menn eiga bara að einbeita sér að spila fótbolta og hafa þroska til að láta ekki umban rugla í kollinum á sér sem mun græða óheirilega peningaupphæð í sumar þegar lukaku verður seldur.

      • Diddi skrifar:

        nákvæmlega, hann hefur ekki haft áhuga á Everton í síðustu 5 umferðum eða svo, þannig að hann getur litið í eigin barm varðandi gullskóinn. Kane er reyndar vel að þessu kominn og ef maður skoðar tölfræðina hjá honum þá er furðulegt af hverju hann fær frið hjá tottenham, hann er mikið betri á öllum sviðum 🙂

        • Gunnþór skrifar:

          Diddi hann er bara heill fyrir liðið og ekki með glæpamann sem umba.