West Ham – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Stekelenburg, Holgate, Baines, Williams, Jagielka, Gueye, Schneiderlin, Davies, Barkley, Mirallas, Lukaku.

Fyrri hálfleikur svolítið svona stopp-start vegna aðhlynningar leikmanna West Ham en eftir það náði Everton undirtökum í leiknum, voru með boltann hátt í 70% hálfleiks en áttu einhvern veginn enga tilraun á mark allan hálfleikinn. Mjög bitlausir fram á við. Lukaku var næstum búinn stela boltanum af markverði eftir slæma sendingu varnarmanns West Ham úr horni en markvörður West Ham náði að bjarga sér (og varnarmanni sínum) fyrir horn. Ekki mikið meira markvert í sóknarleik Everton.

Vörn West Ham lokaði á allt og þeir spiluðu eins og útilið, sátu djúpir og biðu færis í skyndisóknum, kannski vegna þess að Everton hefur haft tangarhald á West Ham á þeirra heimavelli í um áratug.

Þeir áttu, þrátt fyrir rétt rúmlega 5 tilraunir að marki, aðeins einn bolta sem rataði á markið og það var langskot en helst að hættan frá þeim kæmi úr föstum leikatriðum.

Bæði lið að feila á sendingum þegar nálgaðist mark andstæðingsins.

0-0 í hálfleik.

Koeman gerði tvær breytingar á Everton liðinu í hálfleik — Barry og Lookman komu inn á fyrir Gana og Tom Davies — og Koeman skipti þar með yfir í 4-2-3-1. Barry ætlað að leysa af Gana sem var á gulu spjaldi og Lookman var líflegur á köflum í seinni hálfleik.

Leikurinn opnaðist nokkuð í seinni hálfleik og hraðinn jókst, en færin létu enn á sér standa. Lukaku var hársbreidd frá því að komast í dauðafæri þegar hann komst framhjá tveimur varnarmönnum en þriðji varnarmaðurinn náði að hreinsa.

Að öðru leyti var þetta meira af því sama og aðeins örfá skot frá Lookman sem brutu upp frústrerandi eftirmiðdag fyrir Everton. Mirallas var svo skipt út af fyrir Calvert-Lewin á 72. mínútu en sá síðarnefndi náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Everton átti að fá víti undir lokin þegar Collins hékk í skyrtunni á Williams sem var að reyna að skalla að marki en dómarinn lét það óátalið. Augljóst brot þar sem Collins djöflaðist í honum alveg heilu metrana. Svekkjandi.

0-0 niðurstaðan.

Einkunnir Sky Sports: Stekelenburg (7), Holgate (8), Jagielka (7), Williams (7), Baines (7), Gueye (5), Schneiderlin (7), Davies (6), Barkley (5), Mirallas (5), Lukaku (6). Varamenn: Barry (6), Calvert-Lewin (6), Lookman (7).

29 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Koeman búinn að fá nóg af Robles.

 2. Einar Gunnar skrifar:

  Menn verða nú að fara ná skoti á markið!

 3. Diddi skrifar:

  ekki ein marktilraun frá okkur í fyrri, halló 🙂

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ekki mikið varið í þennan fyrri hálfleik, vonandi verður sá seinni betri.

  • Diddi skrifar:

   getur allavega ekki verið verri, Barry inná núna í hálfleik og litli Lookman líka, verður fróðlegt 🙂

   • Diddi skrifar:

    almáttugur, ef ég væri Koeman, þá myndi ég raða þeim upp eftir leik fyrir framan áhangendurna og sparka í rassgatið á þeim eins fast og ég gæti

    • Diddi skrifar:

     Koeman sagði eftir leikinn að hann hefði gert 10 breytingar í hálfleik ef hann hefði mátt gera það, það segir allt um frammistöðuna

 5. Gunnþór skrifar:

  Er ekki að horfa en og aftur hvar er valencia.

 6. Diddi skrifar:

  Lukaku búinn að skora 25 mörk í vetur, 24 deild og 1 bikar. Þurfum að sýna honum og liðunum sem hafa áhuga á honum að hann hefur skorað 17 af þessum mörkum á Goodison, þannig að ef hann færir sig þá mun hann spila að hámarki 3 leiki á Goodison og þá er hann ekki svo merkilegur markaskorari eftir allt 🙂 Fín tölfræði til að nota í samningaviðræðunum 🙂

 7. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Það er sorglegt að sjá hvað sóknarleikurinn hjá okkur getur verið steingeldur þegar Barklay er ekki að spila vel.
  Við þurfum fleiri skapandi, fullmótaða leikmenn, ekki kjúklinga eins og Lookman og DCL, með fullri virðingu fyrir þeim. Þeir eru bara ekki tilbúnir í þessa deild en verða það örugglega eftir 1 til 2 ár, Everton getur bara ekki beðið eftir því.

 8. Elvar Örn skrifar:

  Sorglega döpur frammistaða í dag.
  Everton á Íslandi með fulltrúa í stúkunni þar sem dóttir mín hún Amanda fór á sinn fyrsta leik þökk sé klúbbnum hér heima að redda miðum.
  Held ég verði að bæta henni þetta upp með leik á Goodison í haust.

  Ekki hægt að benda á einn né neinn þar sem liðið var í heild að spila langt undir pari. Ungu strákarnir ekki að standa sig og alveg klárt að með þessi meiðsli margra manna Everton þá er hópurinn bara of þunnur.

  Af fréttum að dæma mun klúbburinn kaupa marga menn í sumar og liðið mun bara styrkjast næsta vetur.
  7 sæti og Evrópubolti klárlega lokaniðurstaða þessa tímabils sem verður að teljast ásættanlegt á fyrsta ári Koeman.
  Heimaformið frábært og þurfum að bæta okkur á útivelli.

 9. Elvar Örn skrifar:

  Þegar Lukaku og Barkley eru ekki að spila vel þá þarf klúbburinn að eiga sterka menn til að skipta þeim útaf en þannig er bara ekki staðan á hópnum eins og staðan er í dag.
  Held þó á sigur í dag hefði dugað skammt satt best að segja þar sem United og Arsenal er líklega of fjarri.

 10. RobertE skrifar:

  Já þessi leikur var ekki uppá marga fiska, tel jafntefli gott miðað við að Everton átti ekki skot á mark og West Ham ógnaði meira.

 11. Elvar Örn skrifar:

  Léttur heimaleikur framundan næsta sunnudag sem mun skila 3 stigum í hús 🙂

 12. Gestur skrifar:

  Mikið var ég nú heppinn að missa af þessum leik

 13. Ari S skrifar:

  Til hamningju Everton stuðningsmenn með titilinn í keppni varaliða (U-23) Virkilega björt framtíð hjá Everton, nýr eigandi, líklega nýr völlur og titill í keppni varaliða. Frábært 🙂

 14. Ari G skrifar:

  Bjartir tímar framundan hjá Everton 7 sætið og UEFA keppnin framundan. 7 sætið er ekki allslæmt gott að liðið taki stokkið í smáskrefum. Ef Everton kaupir einn frábæran markvörð og einn frábæran varnarmann og héldur sínum bestu leikmönnum og stjórann þá er framtíðin björt oft betra að kaupa fáa en mjög góða.

  • Orri skrifar:

   Sæll Ari G.’eg er bara þokkalega sáttur með Robba hann á bara eftir að verða betri,góðan varnarmann vantar okkur miklu frekar.

   • Gunni D skrifar:

    Og einn skapandi miðjumann. Nefni engin nöfn, en fyrsti stafurinn er Gylfi.

   • Ari S skrifar:

    Ég er algerlega sammála Orra. Ég er sáttur við Robba og það að fá betri markmann er alls ekkert auðveldur hlutur.

    Málið er að það er alls ekkert hægt að segja eða sanna hver sé betri en hann og EF svo er þá er sá maður barasata alls ekkert á lausu. Hans helsti kostur er að hann er stöðugt að bæta sig finnst mér og er öruggur í teignum. Hans mistök hafa að mig minnir oftar en ekki tengst röngum staðsetningum og ákvarðanatökum sem auðvelt er að laga hjá markmanni að mínu mati.

    Mín pæling er að það er miklu meiri þörf á klassa varnarmanni sem er miðvörður og þá helst einhvern sem getur fært sig til hliðar í annann hvorn bakvörðinn. Kær kveðja, Ari.

 15. Ari G skrifar:

  Þegar ég er að tala um markvörð er ég að tala um heimsklassa markvörð t.d. Donnarumma hjá Milan kostar mikið en ég er mjög kröfuharður PLÚS klassavarnarmann kosta saman 100 millur yrðum þá að sleppa að kaupa fleiri en mér er sama ef við höldum öllum hinum. Ef Lukaku fer fáum við alltaf góðan aukapening þá þurfum við T.d. Gylfa og Sóknarmann. Robbi er góður varamarkvörður en ekki heimsklassamarkvörður.

%d bloggers like this: