Man United – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Skemmtilegur og opinn leikur, nokkuð um færi og hálffæri. Sigur virtist í höfn fram á lokamínútu en síðustu andartökin afdrifarík.

Uppstillingin: Robles, Baines, Williams, Jagielka, Holgate, Barry, Davies, Gana, Barkley, Mirallas, Lukaku. Varamenn: Stekelenburg, Valencia, Calvert-Lewin, Lookman, Pennington, Kenny, J. Williams.

Allt annað að sjá til Everton í fyrri hálfleik en í tja… bara öllum síðasta leik og þeir uppskáru eftir því. United fengu reyndar tvö dauðafæri í byrjun leiks, fyrst Zlatan en Williams blokkeraði hann og hitt endaði í rangstöðu (og reyndar vel varið hjá Robles).

Everton óx inn í leikinn eftir það og fengu horn á 20. mínútu sem Jagielka skoraði úr. Williams vann skallaeinvígi í horninu og framlengdi á Jagielka upp við mark, sem var með bakið í markið. Marcus Rojo var að djöflast í bakinu á honum allan tímann en Jagileka nýtti styrkinn og stóð fastur — náði skoti á mark, gegnum klofið á De Gea og inn. Jagielka allan tímann með bakið í markið og gerði vel að ná skoti á mark. Staðan orðin 0-1 Everton og allt vitlaust á vellinum — Everton megin allavega, þar sem áhorfendur létu vel í sér heyra.

Mirallas gaf kjánalega aukaspyrnu á 30. mínútu sem United voru næstum búnir að skora úr — skotið beint úr aukaspyrnu var varið af Robles en United skutu frákastinu í slá. Herrera átti svo langskot á 38. mínútu sem Robles varði glæsilega í horn.

0-1 í hálfleik.

United sterkara liðið í seinni hálfleik og lögðu allt kapp á að jafna. Eftir því sem leið á hálfleikinn urðu þeir þó meira og meira direct og fóru að dæla boltum inn í teig á Zlatan og Fellaini, en Everton varðist vel og kom þeim boltum frá að mestu. United áttu reyndar skalla í slá eftir aukaspyrnu á 55. mínútu þegar Young sendi fyrir og Pogba skallaði í slána. Þar skall hurð nærri hælum.

Róaðist leikurinn eitthvað eftir það en United voru líklegri að bæta við. Mirallas svo skipt út af fyrir Pennington á 66. mínútu.

Zlatan átti skallamark á 71. mínútu en dæmdur rangstæður. Erfitt að segja hvort það hafi verið rétt — sýndist það vera tæpt, en held að línuvörður hafi verið að gefa merki um að Zlatan hafi verið að koma úr rangstöðunni, ekki endilega það að hann hafi verið rangstæður þegar sendingin kom. Gildir einu — ekkert mark.

Lukaku fékk svo flott færi stuttu síðar þegar hann fékk langa sendingu fram og sneri á Rojo og komst alla leið upp að endamörkum en skotið varið í horn. Við höfum séð hann skora með sama hætti, til dæmis nýverið gegn Sunderland, en í þessu tilfelli hefði hann átt að gefa á Barkley sem var á auðum sjó hinum megin.

Barkley skipt út af fyrir Calvert-Lewin á 80. mínútu og sókn United varð stöðugt örvæntingarfyllri. Það leit út fyrir að vörn Everton héldi þó, alveg þangað til á síðustu mínútu Fergy-time þegar United fengu eitthvert skítavíti þegar Williams handlék boltann þegar hann ætlaði að reyna að skalla frá. Zlatan öruggur á punktinum og reddaði stigi fyrir United. Williams út af með rautt og missir því af leiknum við Leicester.

Ótrúlega svekkjandi jafntefli niðurstaðan og Koeman aðeins hársbreidd frá því að verða fyrsti stjórinn í Úrvalsdeildinni til að sigra United þrisvar í röð á heimavelli. Hrikalegt að missa niður sigur á síðustu andartökunum enda hefði Everton komist upp í 5. sæti, upp fyrir United og Arsenal.

Einkunnir Sky Sports: Robles (7), Baines (8), Jagielka (8), Williams (7), Holgate (8), Barry (8), Davies (7), Gueye (8), Barkley (7), Mirallas (7), Lukaku (7). Varamenn: Calvert-Lewin (6), Pennington (6). United menn í 6-um og 7-um en enginn einn sem stóð upp úr.

24 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Jæja Diddi ekki fer Koeman eftir þínum ráðum.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Robles með tvær klassa vörslur í fyrri hálfleik.
    Maður spyr sig, hvar voru þessi tilþrif um helgina?

  3. Gestur skrifar:

    Ég ætla að vona að þeir sem eru ánægðir með Lukaku hafi séð síðustu tvo leiki.

  4. Gunnþór skrifar:

    Eruð þið ekkert að grínast með sóknarleikinn í kvöld hvar er valencia?

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta var svekkjandi…….aftur.

  6. Elvar Örn skrifar:

    Agalegt að tapa þessum leik,,,með jafntefli.
    Vorum ansi nálægt því að hanga á þessu.

    Af hverju að breyta í 3ja manna vörn þegar við vorum annars að verjast frekar vel?

    Sjöunda sætið greinilega eitthvað sem virðist bara vera okkar og skilar vonandi evrópusæti, sigur í þessum leik hefði opnað þetta nokkuð fyrir Everton en svo sem ekkert meira en það.

    Samt sem áður allt annað að sjá liðið í dag miðað við um liðna helgi.

    Ekki neitt voðalega jakvætt að missa Williams í næstu 3 leiki með þau meiðsl sem eru hjá varnarmönnum Everton. Geri ráð fyrir því að Pennington spili í miðverði í næsta leik.

    Leicester með 5 sigra í röð held ég en Everton með 6 heimasigra í röð þegar liðin mæta næsta sunnudag, 3 stig og ekkert annað takk fyrir.

    Er enn svekktur að missa þetta á seinustu mínútu framlengingar, djöfull.

  7. Holmar skrifar:

    Margt jákvætt við þetta annars ákaflega svekkjandi jafntefli. Menn voru að stíga upp sem voru andlega fjarverandi um helgina. Williams með hörkuleik alveg þangað til hann ákvað að fara að spila handbolta, Robles með nokkrar frábærar vörslur, Jagielka góður og miðjan mun þéttari.

    Sammála Elvari, fannst undarlegt að skipta í 3 manna vörn. Var ekki að virka vel um helgina og vörnin hafði verið fín fram að því. Skildi heldur ekki alveg að setja Calvert-Lewin inná. Finnst Valencia hafa komið vel inn og gert vel í að taka við löngum boltum og halda boltanum innan liðsins.

    Lukaku fannst mér enn aftur fremur slappur gegn þessum topp 6 liðum, þarf að sýna meira í svona leikjum ef hann telur sig of stóran fyrir okkar lið. Svo var leiðinlegt að sjá hann sussandi á Williams. Maður spyr sig hvernig andrúmsloftið er í kringum hann. Vil auðvitað ekki missa þennan mann, en þeir segja víst að engin geti verið stærri en klúbburinn. Verður að viðurkennast að hann fékk svo sem ekki mikla aðstoð eða úr miklu að moða en fannst hann nokkrum sinnum kominn í stöður sem hann hefði gert meira úr gegn minni liðunum. Hélt þó að það vantaði ekkert upp á sjálfstrausið hjá honum.

    1 stig á Old Trafford, maður hefði tekið því fyrir leik, en djöfull er þetta svekkjandi!

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég skil ekkert í Koeman að setja DCL inn á en ekki Valencia.
    DCL átti ekkert erindi inn á völlinn í kvöld en Valencia hefur verið að spila vel og verið ógnandi fram á við þegar hann hefur komið inn á af bekknum.
    Mér fannst líka skrýtið að hann skyldi taka Barklay út af því hann var að spila vel og var eiginlega sá eini hjá okkur sem var líklegur til að láta eitthvað gerast.
    Lukaku var mun betri en í síðasta leik, enda varla annað hægt.
    Annars var allt annað að sjá til liðsins í kvöld og algjörlega óskiljanlegt að menn skyldu ekki getað drullast til að sína þessa baráttu gegn the shite.

    • Orri skrifar:

      Sæll Ingvar.Við verðum að gera betur en þetta svo verði eitthvað gaman af þessu.

  9. Ari G skrifar:

    Frábær leikur hjá Jagielka er vaknaður aftur maður leikins. Mér er sama um þótt það vanti Williams héld að Everton geti varla klúðrað 7 sætinu úr þessu. Þurfum að treysta á ungu strákana bara betra. Hvar er Lookman miklu betri en Lewin heillar mig ekki baun. Everton góðir í fyrri hálfleik en mega teljast heppnar á að ná stigi ef maður tekur allt inn í reikninginn. Miklu betri leikur en á móti Liverpool sérstaklega varnarleikurinn. Vonandi fer Koeman að spila 4-4-2 úr þessu spila skemmtilegast þannig og henda ungu strákunum inn.

  10. marino skrifar:

    svo gerir lukaku 3 a moti burnley og blöðin blása, sorry strákar er bara kominn með uppí kok af þessu lukaku rugli fer hrillilega i mig þessi maður drullu latur vill fa stoðuguan striker og stóla meira a liðið i heild ekki bara hann over and over erum að hafa okkur að fiblum með hann

    • marino skrifar:

      eða endalausar stjornur i kringum hann og backup striker sem getu eitthvað a moti topp 7

  11. Ari S skrifar:

    Það talar enginn um vörsluna hjá Williams… ef hann hefði ekki gert þetta (þ.e. varið með hendinni í lokin) hefði Robles sennilega varið þetta, hann var tilbúinn fyrir aftan. Þetta var vanhugsað hjá Williams og það hefði eitthvað verið sagt ef að þetta hefði verið Pennington. Williams var klaufi og Robles hefði verið skotið, mitt mat.

    Kær kveðja, Ari.

    • Diddi skrifar:

      Williams er bara skussi, feitur ofmetinn skussi. Fáránleg kaup á sínum tíma að mínu mati

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Robles var aftur kominn í myndastyttuleikinn sem hann var í á analfield þegar skotið kom, hann hefði aldrei varið það.
      Mitt mat 🙂

      • Ari S skrifar:

        Já og Williams var svo frábær í þeim leik, sry ég var búinn að gleyma því Ingvar 🙂

    • Finnur skrifar:

      Erfitt að segja. Grunar að Robles hafi ekki séð boltann þar sem Williams stóð fyrir honum.

      • Ari S skrifar:

        Ergo, Williams átti að drulla sér frá. (afsakið orðbragðið)