Man United vs Everton

Mynd: Everton FC.

Annað kvöld (þriðjudag), kl. 19:00, mætir Everton á Old Trafford til að eigast við Manchester United en með sigri gæti Koeman orðið fyrsti stjórinn í sögu Úrvalsdeildarinnar til að vinna þrjá leiki í röð á þeim velli. Með sigri gæti Everton jafnframt tekið af þeim 5. sætið en það þarf að hafa fyrir því — því United liðið hefur ekki tapað í ansi mörgum leikjum í röð og fá núna Zlatan og Herrera aftur úr leikbanni.

Meiðsladeildin hjá Everton lítur enn mjög illa út en Morgan Schneiderlin og Aaron Lennon verða frá, sem og Coleman, Bolasie, Funes Mori og líklega McCarthy líka. Líkleg uppstilling: Robles, Baines, Jagielka, Williams, Holgate, Gana, Davies, Mirallas, Barkley, Calvert-Lewin, Lukaku. Hjá United eru Juan Mata, Phil Jones og Chris Smalling frá en Paul Pogba tæpur.

Í öðrum fréttum er það helst að:

– Watford virkjuðu á dögunum söluklausu í samningi Tom Cleverley sem gerir það að verkum að hann verður leikmaður þeirra þann 1. júlí næstkomandi. Kaupverðið var ekki gefið upp en Cleverley kom á frjálsri sölu frá United sumarið 2014.
– Ungliðinn Tom Davies (18 ára), sem hefur staðið sig frábærlega á tímabilinu í aðalliðinu, samdi við Everton til fimm ára.
– Everton U18 töpuðu fyrir Aston Villa U18, 1-0.
– Einnig var Lukaku valinn leikmaður mars mánaðar.

En United menn næstir, um kvöldmatarleytið á morgun. Leikurinn er í beinni á Ölveri.

4 Athugasemdir

 1. Gunnþór skrifar:

  Eru menn alveg orðlausir eftir síðasta leik. Held því miður að við náum ekki að vinna í kvöld,jafntefli Er ólíklegt því miður.

 2. Diddi skrifar:

  nú hlýtur þolinmæði Koemans gagnvart Barkley að vera á þrotum. Kæmi mér ekki á óvart að hann setti hann útúr liðinu eftir hörmulega og heimskulega frammistöðu í derbyleiknum. Það er átakanlegt að horfa á þennan dreng sem er búið að hypa upp sem næsta Gazza. Hann mun aldrei ná Gazza nema ef hann verður fyllibytta þegar hann þroskast og verður stór. Ég segi það enn og aftur að ef spurs kæmu með 30 millj tilboð í hann myndi ég bíta af þeim höndina.

  • Gunnþór skrifar:

   Diddi ég held að ég laumist á barkley út vagnin þinn og þá er ég ekki að segja að hann sé lélegur heldur þurfum við einfaldlega meiri gæði í hans stőðu.

 3. Gestur skrifar:

  Já maður er alveg orðlaus eftir vægasagt lélegan leik á laugardaginn.Ætluðu leikmenn ekki að spila fyrir Coleman og berjast og klára þessa grýlu. Lukaku þráir þessa stóru leiki í meistaradeildinni en getur ekki nýtt sér stóra leikinn í Liverpool borg. Og einnig fannst mér vanta einhvern leiðtoga, miðjan var sundurtætt allan leikinn. Davies er bara 18ára og þarf reyndari mann sér við hlið ef hann á að spila það sem hann var settur. Ég er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld og spái 1-3 fyrir Everton. Jakielka, Gana og Mirallas með mörkinn.

%d bloggers like this: