Everton vs Sunderland

Mynd: Everton FC.

David Moyes og lærisveinar hans hjá Sunderland mæta á Goodison Park á morgun kl. 15:00 í 26. umferð ensku Úrvalsdeildarinnar. David Moyes tapaði sínum fyrsta leik á Goodison Park eftir að hann fór til United og hann vill örugglega forðast þau örlög líka með Sunderland. Sjáum hvað setur en klúbburinn rifjaði upp fimm skemmtilega leiki við Sunderland gegnum árin.

FA bikarhelgin um síðustu helgi gaf Koeman tækifæri til að fara með Everton í æfingabúðir til Dubai þar sem hópurinn var hristur saman og stífar æfingar tóku við, þar með talið einn formlegur æfingaleikur við kínverska félagið Shenzhen (sem fór 4-0 fyrir Everton).

Lukaku fór ekki með hópnum í æfingabúðirnar til Dubai en hann flaug til Belgíu til að ráðfæra sig við lækni vegna meiðsla á ökkla sem virðast vera minniháttar því Koeman sagðist búast við að hann yrði heill fyrir leikinn gegn Sunderland og McCarthy og Mirallas sömuleiðis en þeir misstu af síðasta leik (við Middlesbrough).

Dominic Calwert-Lewin, Besic og Bolasie eru því þeir einu sem eru frá. Líkleg uppstilling: Robles, Baines, Funes Mori, Williams, Coleman, Gana, Schneiderlin, Davies, Lookman, Barkley, Lukaku.

Af ungliðunum er það að frétta að:

– Miðjumaðurinn Joe Williams framlengdi samning sinn við Everton til júní 2020.
– Everton U18 töpuðu 0-2 fyrir Blackburn en unnu svo West Brom á útivelli 1-3 með mörkum frá Daniel Bramall, Ryan Harrington og Korede Adedoyin.
– Everton U23 töpuðu hins vegar fyrir Norwich U23 1-0 í Premier League Cup en ef þeir vinna næsta leik sinn í þeirri keppni eru þeir öruggir áfram. Þeir unnu hins vegar Southampton U23 2-0 (sjá vídeó) í Úrvalsdeild U23 og eru því enn með gott forskot í fyrsta sæti. Mörk Everton skoruðu Liam Walsh og Kieran Dowell.

En, Sunderland næstir kl. 15:00. Leikurinn er því miður ekki sýndur í beinni útsendingu.

9 Athugasemdir

 1. RobertE skrifar:

  Súrt með Bolasie að vera frá út 2017 og mun kannski ekki ná sama formi og hann var í.

  En ég vona auðvitað eftir 3 stigum í þessum leik, 3-0 fyrir Everton.

 2. GunniD skrifar:

  Skildusigur!!

 3. Teddi skrifar:

  Moyes kemur, sér, og sigrar 0-1 með marki Defoe.

  Góðar stundir.

 4. Ari S skrifar:

  Defoe er góður karakter, vonandi skorar hann ekki. Við vinnum 1-0 með sjálfsmarki frá Lescott.

  Góðar stundir.

 5. Orri skrifar:

  Góðan dag félagar.Ég held að við höfum sigur í þessum leik það verður hart á því en ég spái 2-0 og málið dautt.

 6. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Það væri alveg týpískt Everton að tapa þessum leik en ég held samt að við vinnum í dag 3-1.

  • Orri skrifar:

   Sæll Ingvar.Ég hugsaði það sama og en ég held að við séum sammt með þetta.

   • Diddi skrifar:

    held að Moyes kenni okkur varnarleik í dag og helv. hann Defoe nikki inn einu úr skyndisókn ;(

%d bloggers like this: