Middlesbrough – Everton 0-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Robles, Baines (fyrirliði), Funes Mori, Williams, Coleman, Gana, Schneiderlin, Davies, Lookman, Barkley, Lukaku. Varamenn: Stekelenburg, Jagielka, Holgate, Barry, Lennon, Valencia, Kone.

Missti af fyrstu mínútunum fyrri hálfleiks en eitthvað lítið um færi framan af, þannig að það kom ekki að sök. Everton stjórnaði fyrri hálfleiknum en Boro fékk þó sín færi. Leikurinn opnaðist nokkuð þegar hálftími var liðinn.

Þá áttu Boro menn sinn besta kafla í fyrri hálfleik og Coleman átti frábæra tæklingu inni í teig sem bjargaði Everton frá því að gefa þeim dauðafæri.

Stuttu síðar fékk Everton sitt besta færi í fyrri hálfleik þegar varnarmaður gaf beint á Tom Davies sem sendi stungusendingu á Lukaku — sem komst einn á móti markverði en Victor Valdez varði glæsilega.

Undir lok fyrri hálfleiks átti Lookman tvisvar gott færi upp við mark en skotin bæði blokkeruð — fyrst af markverði, svo varnarmanni.

0-0 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var ekki jafn góður hjá Everton og Boro ívið sterkari. Tvisvar í hálfleiknum hafði dómari þó ástæðu til að reka leikmann Boro út af að mati þular en sleppti því. Í fyrra skiptið klippti Clayton einn leikmann Everton niður að aftan frá og í seinna skiptið átti Gastón Ramirez ljóta tæklingu á Baines. Hefði verið gaman að sjá hvaða áhrif það hefði haft á leikinn.

Lítið var hins vegar að gerast í sóknarleik Everton þangað til á 60. mínútu þegar Lukaku var næstum búinn að setja Barkley í dauðafæri fyrir framan mark, en varnarmaður kom á hlaupinu og náði að sparka boltanum í burtu.

Koeman gerði sóknarskiptingu á 60. mínútu: Enner Valencia fyrir Idrissa Gana Gueye. Ætlunin greinilega að veita Lukaku meiri stuðning en það hafði ekki nægileg áhrif.

Middlesbrough fengu stuttu síðar horn og náðu skalla að marki en Baines skallaði frá á línu. Robles reyndar líklega með það allan tímann samt.

Lookman komst einn og óvaldaður í algjört dauðafæri upp við mark vinstra megin eftir mjög glæsilega stungusendingu frá Barkley en Victor Valdez varði stórglæsilega með fætinum. Besta færi Everton í hálfleiknum og Boro menn stálheppnir að lenda ekki undir. Þetta reyndist síðasta framlag Lookman til leiksins því honum var skipt út af fyrir Lennon á 73. mínútu. Barkley var síðan skipt út af fyrir Barry á 87. mínútu.

Rétt fyrir lokin var Middlesbrough liðið næstum búið að stela sigrinum þegar þeir áttu algjörlega frábæran skalla að marki — rétt undir slána en Robles svaraði í sömu mynt — með algjörlega frábærri vörslu og boltinn í horn. Lítið að gera hjá Robles að öðru leyti í leiknum en þegar á þurfti að halda var hann með einbeitinguna í lagi.

Stuttu síðar flautaði dómarinn þetta af og 0-0 jafntefli niðurstaðan.

Einkunnir Sky Sports: Robles (7), Coleman (6), Ashley Williams (7), Funes Mori (7), Baines (7), Davies (6), Gueye (6), Schneiderlin (6), Lookman (7), Lukaku (5), Barkley (5). Varamenn: Lennon (5), Barry (5), Valencia (5).

20 Athugasemdir

 1. Haraldur Anton skrifar:

  Það verður geggjað ef við vinnum ! Auðvitað þarf maður að stela leiknum.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Asskoti er þetta eitthvað skrappý og lélegt.

 3. Ari S skrifar:

  Við höfum ekkert við nýjan markmann að gera. Hann sýndi það og sannaði að hann er nógu góður fyrir okkur. Já ég er að tala um Robles. Kær kveðja, Ari.

 4. Gunnþór skrifar:

  Djöfull getur þetta Everton lið dottið niður á lágt plan. Þarna fór sénsinn að ná Evrópu 7 er okkar í ár.

 5. GunniD skrifar:

  Leikur markvarðanna…….

 6. Gestur skrifar:

  Það vantar allt power á bekkinn, mjög slappur bekkur
  Hvar var Mirallas?

 7. Diddi skrifar:

  komumst aldrei í gírinn 🙂

 8. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Svekkjandi ??

 9. Elvar Örn skrifar:

  Everton betri í dag en ekki góðir þannig séð. Fengum klárlega fleiri færi ein þeir en Robles átti eina svakalega markvörslu.
  Fyrir utan Mirallas, vantaði ekki McCarthy á bekkinn líka?

  9 leikir í röð án taps, svo þýðir ekki mikið að kvarta, þannig séð.
  Verður klárlega erfitt að nálgast liðin fyrir ofan okkur en það eru bara 9 stig í annað sætið samt sem áður.

  13 leikir eftir, allt getur gerst.

 10. Ari S skrifar:

  Ekki að það skipti nokkru máli en sennilega voru þeir báðir meiddir, Mirallas og McCarthy. Middlesborough voru að mér fannst í heildina betri en þá vantaði brodd frammávið.

  Traore svakalega hættulegur og yfirallt fannst mér Middlesborough liðið bara fínt en skoruðu ekki og sköðuðu í sjálfu sér engin sérstakleg færi.

  Og enn ein heimsklassamarkvarslan hjá Robles seint í leiknum var sennilega þeirra besta færi. Réttur maður á réttum stað á réttum tíma, það er góð markvarsla.

  Mér fannst Everton bara lélegir en að tala um 7. sætið sé okkar og við komumst ekkert ofar er bara svartsýni, við þurfum að sleppa henni hún er svo mikill óþarfi. Við munum komast ofar, ég lofa ykkur því kæru vinir.

  kv. Ari.

  • Ari S skrifar:

   á að vera þarna ofar… „og sköpðuðu í sjálfu sér engin sértstakleg færi“

  • Orri skrifar:

   Takk fyrir dating Ari.Vid Verdun ofar en I 7 saeti.

  • Gunnþór skrifar:

   Ari minn ég er ekki að segja að við endum í 7 sæti á næsta ári. En það er klárlega okkar á þessari leiktíð. Var pínu andleysi í liðinnu sem var áberandi í lok síðasta árs eins og við getum verið góðir ef við mætum brjálaðir til leiks.

   • Ari S skrifar:

    Gunnþór minn þú bara veist ekkert hvar við lendum og ekki ég heldur, klárlega hvað? 😉 Ég held við verðum ofar en 7. sæti í vor.

    Já sömuleiðis Orri minn, takk fyrir daginn 🙂

 11. Ari G skrifar:

  Hræðilegt að vinna ekki og öll liðin fyrir okkur vinna nema Tottenham er í sjokki. Ég var búinn að dreyma um 4 sætið en þetta verður ætíð erfiðara. Everton verður að vinna fleiri leiki á útivelli. Eigum 4 útileiki á móti 6 efstu liðunum gætum þess vegna tapað öllum. Ætla að halda mig niðri á jörðunni 13 leikir eftir vinnum 7 3 jafntefli 3 töp 24 stig plús 41 65 stig það dugar ekki því miður.

 12. þorri skrifar:

  sælir Félagar okkar menn voru svo sem ágætir.En þeir kluðuru 2 dauðafæru sem má ekki gerast.Ef Everton æltar að vera á topnum þá verðum við að nýta færinn sem við fáum. Hinns vegar er ég sammála um að Joel sé að standa sig vel.Og svo fanst mér varnar lína hjá okkur ekki góð í þessum leik hún var anis tæb. En vonandi er þetta að koma .KOMA SVO ALLIR ÁFRAM EVERTON

 13. Georg skrifar:

  Svekkjandi að ná ekki 3 stigum í þessum leik, sérstaklega með tilliti til þess að liðin fyrir ofan okkur voru að vinna (fyrir utan Tottenham). Lukaku og Lookman fengu bestu færi leiksins og var svekkjandi að ná ekki marki.

  Hinsvegar er verðugt að nefna Robles í markinu, sá hefur heldur betur vaxið í markinu og hefur hann bætt sig gríðarlega mikið. Hann fékk eitt alvöru skot á sig í leiknum sem hann varði glæsilega. Hann er búinn að halda hreinu í 6 af 10 leikjum sem hann hefur spilað í úrvalsdeildinni sem er besta % hlutafall markamanna í deildinni.

%d bloggers like this: