Everton – Leicester 1-2

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Robles, Baines, Funes Mori, Williams, Holgate, Coleman, Barry, Davies, Barkley, Valencia, Lukaku. Varamenn: Hewelt, Jagielka, Deulofeu, Kone, Mirallas, Cleverley, Oviedo. Hefðbundin uppstilling gegn Leicester, að manni sýnist, 3-5-2.

Það verður annars engin formleg leikskýrsla fyrir þennan leik þar sem hann var hvorki sýndur á Ölveri né á netinu.

En miðað við það sem þulirnir sögðu í útvarpslýsingunni var Everton liðið óheppið að vera ekki komið yfir í fyrri hálfleik enda búið að leika betur, vera mun meira með boltann og fá nokkur góð færi, þar af Lukaku tvö mjög góð.

Lukaku náði hins vegar að skora á 63. mínútu eftir góðan undirbúning frá Deulofeu en Leicester svöruðu með tveimur mörkum og lokuðu sjoppunni. Everton úr leik í FA bikarnum.

14 Athugasemdir

 1. Elvar Örn skrifar:

  Leikurinn er hvergi sýndur, punktur. Eini sénsinn væri ef einhver aðdáandinn væri að streama leiknum á facebook eða álíka, hehe.
  Hægt að hlusta á audio á evertonfc.com en sú síða hefur legið niðri í nokkurn tíma en var að koma aftur inn nú í þessu. Hægt er að hlusta á audio einnig á youtube (er að hlusta þar sjálfur núna).
  Vonast bara til að hann verði sýndur síðar í dag á EvertonTV, tékka á því ef Everton vinnur.

 2. Teddi skrifar:

  já já, komið mark í þetta!

 3. Teddi skrifar:

  Ansi vel svarað hjá Leicester. 🙁

 4. Marínó skrifar:

  Æjj er koeman rétti maðurinn?

 5. Gestur skrifar:

  Þá er þetta búið

 6. Elvar Örn skrifar:

  Ég hlustaði á lýsinguna og virtist Everton vera að spila nokkuð vel, en breytir nú litlu þegar liðið tapar.

  Ljósið í myrkrinu fyrir mig var að fá Deulofeu inná í hálfleik og eiga að sögn nokkra öfluga spretti og jú stoðsendingu á engan annan en Lukaku. Koeman verður að gefa Deulofeu meiri séns, hann er ekki markahæstur hjá U-21landsliði Spánar ever svona bara „af því bara“.

  Everton verður að fá einhvern í janúar glugganum sem getur leyst Barry af hólmi, hann er kominn á tíma kallinn.
  Þegar Kone er hent inná til að reyna að ná að bjarga jafntefli á seinustu 10 mínútunum þá fer smá vindur úr manni. Alveg klárt að við þurfum annan sóknarmann líka.

  Væri huggun að ná sigri næstu helgi gegn Man.City en myndi ekki veðja á það, hmmm.

 7. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Jæja, þá er bara að halda þessu sjöunda sæti.

  • GunniD skrifar:

   Fjandinn hafi það, það vantar bara smá stöðugleika og þá er hægt að blanda sér í pakkann þarna fyrir ofan. Þessi 6 efstu eru ekkert að fara að vinna alla leiki. 9 stig eru reyndar ansi mikið en það eru 18 leikir eftir.

 8. Finnur skrifar:

  Koeman mjög ósáttur við liðið eftir leikinn og krafðist þess að kaupa fleiri leikmenn í glugganum…
  http://m.bbc.com/sport/football/38543677

 9. Orri skrifar:

  6 nóv 1965 tapaði Everton 1-2 fyrir Leicester í 1 deild.

 10. Gestur skrifar:

  Everton þarf að losa sig við Barkley

%d bloggers like this: