Ademola Lookman keyptur

Mynd: Everton FC.

Everton staðfesti rétt í þessu kaup á Ademola Lookman frá Charlton. Hann er 19 ára enskur landsliðsmaður sem leikur á kantinum og skrifaði undir fjögurra og hálfs árs samning (til júní 2021). Hann kemur til með að leika í treyju númer 31.

Lookman sagði að félagið, saga þess sem og Ronald Koeman og það sem hann hefði gert með ungu leikmenn Southampton hefði verið það sem dró hann að félaginu. Hann byrjaði sinn feril með Waterloo FC áður en hann fór í akademíuna hjá Charlton, sumarið 2014. Hann var svo valinn í aðalliðið í nóvember 2015, rétt rúmlega 18 ára að aldri. Þegar uppi stóð og tímabilinu lauk hafði hann skorað 5 mörk í B deildinni. Charlton féllu það árið en hann var valinn EFL Championship Apprentice of the Year og komst í kjölfarið í enska unglingalandsliðið. Þegar Everton keypti hann hafði hann skorað sjö sinnum á tímabilinu.

Kaupverðið fékkst ekki uppgefið en upphæðir á bilinu 7.5M punda+addons (skv. Sky) og 11M punda (skv. BBC) hafa verið nefndar í blöðunum.

Hér er vídeóið af honum (sem við höfum linkað í áður):

Velkominn til félagsins, Ademola!

5 Athugasemdir

 1. GunniD skrifar:

  Þetta er bara dvergur.

 2. Elvar Örn skrifar:

  Alltaf gaman að fá nýja leikmenn og ég tel að Koeman sé ekki að borga um 10 millur fyrir 19 ára gutta nema það sé eitthvað spunnið í hann.

  Dominic Calvert-Lewin sem meiddist í seinasta leik gegn Southampton verður frá í 7-8 vikur, bætist á sjúkralistann, kræst.
  Kominn tími að Koeman drullist nú til að gefa Deulofeu séns,,nema hann ætli sér að selja kappann (vona ekki).

  Er 99% viss að Schneiderlin verði Everton maður innan skamms og geri ráð fyrir að Everton kaupi einnig miðvörð og jafnvel einnig sóknarmann.

  Leicester í bikarnum á laugardaginn, vona að maður nái honum einhvers staðar í beinni á netinu.

 3. Orri skrifar:

  Vid Verdun bara ad vona ad Hann eftir ad gera goda hja okkur.

%d bloggers like this: