Hull vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Síðasti deildarleikur Everton á árinu 2016 er gegn Hull en leikið verður annað kvöld klukkan 20:00 í 19. umferð.

Hull er eins konar jójó lið Úrvalsdeildarinnar, búnir að falla úr Úrvalsdeildinni nokkrum sinnum undanfarin ár en yfirleitt stoppað stutt við í B deildinni. Þeir komust upp síðast með því að vinna sér sæti gegnum playoffs eftir síðasta tímabil en eru sem stendur á botni Úrvalsdeildarinnar, með 12 stig eftir 18 umferðir og -25 í markatölu. Þeir unnu fyrstu þrjá leiki sína á þessu tímabili, gegn Leicester, Swansea og Exeter (í EFL bikarnum, þar sem þeir eru komnir alla leið í undanúrslitin) en, fyrir utan EFL bikarinn, hefur þeim gengið herfilega síðan og næsti deildarsigur þeirra var ekki fyrr en í nóvember (gegn Southampton). Það er eini sigur þeirra í deild frá nánast upphafi tímabils.

Úr meiðsladeildinni er það að frétta að Stekelenburg, McCarthy, Oviedo, Besic og Bolasie eru meiddir og verða ekki með. Uppstillingin ræðst náttúrulega af því hvort Koeman sömu leikaðferð og gegn Leicester en hann hefur gefið það út að hann kjósi 3-5-2 þegar andstæðingurinn spilar með tvo frammi. Við skjótum á að hann fari aftur í fjóra í baklínunni og líkleg uppstilling því: Robles, Baines, Funes Mori, Williams, Coleman, Barry, Gana, Mirallas, Barkley, Lennon, Lukaku.

Þetta er næstsíðasti leikur Gana Gueye áður en hann heldur í Afríkukeppnina en hann gæti misst af allt að 6 leikjum Everton, ef landslið hans, Senegal, fer alla leið og Everton vinnur FA bikarleik sinn í þriðju umferð. Ef Senegal kemst ekki upp úr riðlakeppninni þá gætum við séð Gana aftur með Everton í fjórðu umferð FA bikarsins.

Það er skarð fyrir skildi en maður kemur í manns stað og ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá meira af Tom Davies, sem nokkrir hafa kallað eftir.

Þess má líka geta að leikmannaglugginn opnar brátt en framherjinn Ademola Lookman hefur verið mjög sterklega orðaður við Everton. Koeman staðfesti að áhugi á leikmanninum er til staðar og BBC greindu frá því að beðið væri þess að glugginn opni til að staðfesta kaupin. Frétt BBC um kaup á leikmönnum hefur yfirleitt verið það næsta sem maður kemst að fá staðfestingu á kaupum því þeir velta sér mun minna upp úr orðrómum en sumir aðrir fjölmiðlar. Hér að neðan má sjá kappann á velli:

En, munum leikinn við Hull annað kvöld. Leikurinn verður sýndur í beinni á Ölveri.

17 Athugasemdir

 1. þorri skrifar:

  er leikurinn við Hull annaðkvöld ekki á gamlársdag

  • Finnur skrifar:

   Everton á fyrsta leik umferðarinnar, kl. 20:00 á morgun. Restin af umferðinni er kl. 15:00 á gamlársdag.

 2. þorri skrifar:

  æltar einhver að kikja á leikinn í ölver á morgun

 3. Diddi skrifar:

  tel afar líklegt að við skítum á okkur í þessari viðureign og mætum með hangandi haus eins og í flestum leikjum undanfarið. Hræðist þá hugsun að ófríðasti striker í enska boltanum skorar gegn okkur. Hull sýndi það gegn mancity að þeir eru skipulagðir og geta varist mjög vel og einnig að þeir eru skeinuhættir framávið. En djöfull hrikalega andstyggilega vona ég að við vinnum samt 🙂

  • Orri skrifar:

   Helviti eru menn svartir.

   • Diddi skrifar:

    ég sagði bara að hann væri ófríðastur, minntist ekki einu orði á að hann væri svartur 🙂

    • Orri skrifar:

     Eg Skil felagi.

    • Orri skrifar:

     En ertu ekki bjartur fyrir leikinn.

    • Orri skrifar:

     Eg er bjartsyn fyrir leikinn Sem eg horfi a med Ara vini okkar.

     • Ari S skrifar:

      Já ég er bjartsýnn líka. Ekki síst vegna þess að yfirleitt þegar Diddi spáir slæmu gengi okkar manna þá fer yfirleitt vel. ég er búinn að sjá í gegnum þetta Diddi minnn 😉

      Hlakka til að fá þig í heimsókn Orri minn 🙂

      Annað hvort fer leikurinn 0-1 eða 0-3 fyrir okkur. Lukaku með tvö eða fleiri … (EF við vinnum 0-3)

     • Diddi skrifar:

      Ari er meðetta ?

     • Gunnþór skrifar:

      Stundum held ég að Ari haldi með öðru liði en við?en það er gott að vera bjartsýnn Ari minn.

     • Ari S skrifar:

      Aðalástæðan fyrir bjartsýni minni Gunnþór minn og tuði í garð ykkar svartsýnu er sú að ég veit hvað svartsýni og neikvæðni getur haft slæm áhrif á fólk. Og ég hef mikla trú á ykkur Gunnþór og Gesti sérstaklega um að þið getið bætt ykkur. Ingvar Bæringss hefur lagast mikið.

     • Orri skrifar:

      Hvar er Spain Fra Ingvari.

 4. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Hull hefur ekki enn haldið hreinu á tímabilinu og bara unnið 1leik af 16.
  Og þá kemur aumingjagóða Everton í heimsókn. Ætli þetta fari ekki 1-0 fyrir Hull en vonum það besta.

%d bloggers like this: