Leicester vs. Everton

Mynd: Everton FC.

18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar verður leikin nánast í heild sinni á morgun, annan í jólum, en á dagskrá eru 8 leikir. Sá leikur sem við höfum þó mestan áhuga á er viðureign Everton og Leicester sem hefst klukkan þrjú.

Leicester eru núverandi Englandsmeistarar og hafa staðið sig með prýði undanfarið í Meistaradeildinni en átt arfaslakt tímabil í deild: Einn sigur í ágúst (Swansea heima), einn í september (Burnley heima), einn í október (Crystal Palace heima) og svo einn í desember (City heima). Athygli vekur að City liðið er eina liðið sem er ofar en 16. sæti sem Leicester menn hafa unnið í deild á tímabilinu og sitja þeir fyrir vikið í 15. sæti, aðeins þremur stigum frá Sunderland sem eru í fallsæti. Leicester hafa aðeins unnið einn af síðustu 8 leikjum en árangur þeirra á heimavelli í Úrvalsdeild er samt eftirsóknarverður: aðeins eitt tap í 20 og þremur leikjum.

Leiceister náðu reyndar 6 stigum af Everton á síðasta tímabili á leið sinni að titlinum en þess má geta að þetta eru einu sigrar Leicester á Everton í 13 leikjum og Everton hefur aðeins tapað tveimur af síðustu 13 leikjum gegn ríkjandi Englandsmeisturum (unnið 6 og gert 5 jafntefli). En á móti kemur að Everton hefur aðeins unnið tvo af útileikjum tímabilsins (Sunderland og West Brom).

Úr meiðsladeildinni er það að frétta að Jagielka er komin aftur úr banni en McCarthy verður frá í 2-3 vikur (meiðsli á lærvöðva) og Stekelenburg er metinn tæpur. Líkleg uppstilling: Robles (mögulega Stekelenburg), Baines, Williams, Jagielka, Coleman, Gana, Barry, Valencia, Lennon, Barkley, Lukaku.

Leicester menn eru með þrjá í banni: Jamie Vardy, Robert Huth og Christian Fuchs en að auki er miðjumaðurinn Danny Drinkwater tæpur vegna meiðsla á hné.

Í öðrum fréttum er það helst að viðræður standa yfir um að bæta samning Lukaku við félagið og liklega gera hann að launahæsta leikmanni klúbbsins. Af ungliðunum er það svo að frétta að Everton U23 töpuðu 2-1 fyrir Athletic Bilbao í Premier League International Cup. Callum Connolly skoraði mark Everton.

En, Leicester menn næstir. Leikurinn er því miður ekki í beinni.

1 athugasemd

  1. Orri skrifar:

    Vid viljum sigur I dag.

%d bloggers like this: