Everton vs. Arsenal

Mynd: Everton FC.

Við fáum risaleik annað kvöld kl. 19:45 þegar Everton tekur á móti Arsenal, liðinu í öðru sæti í deild, á heimavelli Everton, Goodison Park. Arsenal liðið hefur verið á blússandi siglingu undanfarið, þrír sigrar í röð (markatala: 11-3) og liðið taplaust í 14 leikjum í röð í deild (og unnið bróðurpart þeirra). Eina skiptið sem þeir hafa hikstað eitthvað af viti frá upphafsleik tímabilsins er í deildarbikarnum nýverið gegn Southampton, þar sem töpuðu 0-2 á heimavelli — en spiluðu reyndar ekki með sitt sterkasta lið. Árangur þeirra er enn glæsilegri þegar litið er til þess að Santi Cazorla, Per Mertesacker, Aaron Ramsey og Danny Welbeck séu meiddir en varnarmaðurinn Shkodran Mustafi bættist víst við þann lista eftir síðasta leik.

Á móti kemur að Everton liðið er enn taplaust á heimavelli — en það er fátt um fína drætti að öðru leyti og við skulum alveg horfa framhjá úrslitunum undanfarið. 🙂 Þetta verður… eitthvað.

Hjá Everton er meiðslalistinn óbreyttur: Yannick Bolasie og Mo Besic eru frá en aðrir heilir. Líkleg uppstilling: Stekelenburg, Baines, Williams, Funes Mori/Jagielka, Coleman, Barry, Gueye, Mirallas, Barkley, Lennon, Lukaku.

Þau hjá BBC tóku saman tölfræði Romelu Lukaku en þar kemur fram að hann hefur skorað — eða átt stoðsendingu — í 12 af síðustu 15 mörkum Everton í deildinni og skorað 28% af mörkum Everton frá áramótum 2013/14. Tölfræðin hjá Alexis Sanchez er hins vegar enn betri: 18 mörk í síðustu 26 leikjum og 8 stoðsendingar — sem talnaglöggir lesendur sjá að er mark eða stoðsending per leik.

Dómari leiksins verður Mark Clattenburg, sem dæmdi síðast leik hjá Everton í 2-0 sigri á einmitt Arsenal á Goodison Park á síðasta tímabili. Við skulum vona að það sé happamerki. Leikurinn verður sýndur í beinni á Ölveri.

Af ungliðunum er það að frétta að Everton U23 unnu Leicester U23 4-1 með mörkum frá Callum Connolly, Oumar Niasse, Harry Charsley og Courtney Duffus.

10 Athugasemdir

 1. RobertE skrifar:

  Ætti jafnvel að ná seinni hálfleik, langt síðan maður hefur náð leik.

  En Arsenal vann Everton á Goodison 19. mars 2016, 0-2 og Clattenburg dæmdi þann leik. Everton hefur ekki unnið Arsenal síðan 2014.

  http://www.11v11.com/teams/everton/tab/opposingTeams/opposition/Arsenal/

  Arsenal hefur alltaf haft tök á Everton, þoli það ekki.

 2. Diddi skrifar:

  Við vinnum þennan leik 2 -0! Ég vil Barkley við hlið Gana á miðjunni, Mirallas og Lennon á köntum og Deulefeu aftan við Lukaku hinn lata ?

 3. Gunnþór skrifar:

  Diddi minn þessir þrír síðastnefndu eru allir menn sem við þurfum að losa út og fá betri leikmenn inn í staðinn.

  • Diddi skrifar:

   við verðum að nota þá, það eru engir aðrir komnir í staðinn 🙂

 4. Gunnþór skrifar:

  Það er að segja fyrir utan lukaku.

 5. marino skrifar:

  daginn kæru everton menn 🙂 jæja þa er maður nu orðinn mun rolegri enn a laugardag 🙂 þetta lukaku bull i manni er bara það að auðvitað myndi eg vilja jafn goða gæja i kringum hann enn shitt hvað það skín i gegn að hann eigi að gera allt gefið bara a lukaku er sennilega fyriskipun, ætla taka sensinn og bjóða 2 arsenal monnum hingað heim að horfa það verður eitthvað 🙂
  er buinn að tippa a að við munum þurfa að kveljast 3 leiki i viðbót svo vinnum við 31 jan sma boost faum inn nytt bloð auka boost og verðum óstoðvandi frammá vor
  vona að það se rangt og við vinnum alla fra og með nu og frammá vor hehe ÁFRAM EVERTOOON

 6. Elvar Örn skrifar:

  Ég vil gefa Deulofeu svona 6-7 leiki til að efla kappann, hef trú á honum og getur bæði skorað og dælt inn sendingum á Lukaku. Mirallas hefur verið full dapur (var góður í fyrstu leikjunum samt) og það má þá alveg gefa Lennon séns.
  Vil ekki sjá 3 varnasinnaða miðjumenn inná í einu eins og í seinasta leik þar sem við höfum líklega 5 sóknarþenkjandi aðila sem geta verið í holunni fyrir aftan Lukaku (þ.e. Barkley,Mirallas,Deulofeu,Lennon eða Valencia).
  Held að þrátt fyrir slaka frammistöðu Jagielka að þá söknum við fyrirliðans og spurning að hvíla Williams sem hefur verið dapur í seinustu leikjum og vera þá með Funes Mori í miðverði með Jagielka.
  Held að gegn Arsenal geti nýst vel að hafa fljóta menn eins og Deulofeu, Lennon og Valencia en innkoma Valencia var góð í seinasta leik.
  Everton taplausir á heimavelli á þessari leiktíð svo óþarfi að vera smeykur.

 7. Elvar Örn skrifar:

  Hinn 19 ára gamli framherji Everton Dominic Calvert-Lewin er sagður vera í leikmannahóp Everton í kvöld, áhugavert ef svo er.

 8. Orri skrifar:

  Ef við komum ákveðnir í leikinn er ég ekki hræddur. 2-0 fyrir Everton.

 9. Gunnþór skrifar:

  Orri þú last rétt í þetta við komum ákveðnir til leiks og unnum reyndar 2-1☺

%d bloggers like this: