Chelsea – Everton 5-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Stekelenburg, Oviedo, Williams, Funes Mori, Jagielka, Coleman, Barry, Cleverley, Barkley, Bolasie, Lukaku. Varamenn: Robles, Holgate, Davies, Mirallas, Deulofeu, Lennon, Valencia.

Það kom svolítið á óvart að Koeman skyldi breyta skipulaginu á vörninni hjá Everton, sérstaklega í ljósi þess að vörnin var fyrir umferðina næst-nískasta vörnin á mörk í Úrvalsdelidinni. Hann stillti upp þremur miðvörðum (Mori, Jagielka og Williams) með Oviedo og Coleman sér við hlið. Þeir áttu örugglega að vera wingbacks en Everton liðið sat svo djúpt að þeir voru fimm í vörn á löngum köflum í fyrri hálfleik. Chelsea miklu miklu meira með boltann en Everton pressuðu vel á þá til að reyna að þvinga fram mistök og reyna svo að keyra hratt á þá. En þá taktík náði Chelsea að nýta sér tvisvar í röð á um 70 sekúndna kafla en þá missti leikmaður Everton boltann á miðjunni undir lítilli pressu og Chelsea menn nýttu sér í bæði skiptin skyndisókn til að skora og staðan orðin 2-0 áður en 20 mínútur voru búnar.

Chelsea voru nær því að bæta við nokkrum mörkum eftir þetta en Everton að minnka muninn en Moses átti til dæmis skot í stöngina í upplögðu færi.

Koeman brást við með því að skipta Mirallas inn á fyrir Oviedo eftir rúman hálftíma, og Mori fór þar með í vinstri bakvörð.

En færin létu enn á sér standa í fyrri hálfleik og ekki batnaði það þegar Chelsea náðu að bæta við marki rétt fyrir hálfleik. 3-0 í hálfleik.

Maður átti von á svari frá Everton í síðari hálfleik en það kom aldrei og skalli (rét framhjá) frá Mirallas eftir horn var eina tilraun á mark frá Everton í leiknum. Chelsea menn gengu einfaldlega á lagið, voru hreint út sagt miklu betri á öllum sviðum og bættu tveimur mörkum við: Hazard fjórða markinu eftir frábært einstaklingsframtak og Pedro skoraði það fimmta eftir 65 mínútna leik.

Í millitíðinni var Lennon skipt inn á fyrir Bolasie en hann hafði lítil áhrif á leikinn, líkt og í raun eiginlega allir leikmenn Everton. Ensku þulirnir sögðu að Chelsea líktust Barcelona í leiknum, sem er kannski ofsögum sagt, en þeir voru ekki að ýkja þegar þeir héldu því fram að fá lið í Úrvalsdeildinni myndu standast Chelsea snúning í þessum ham.

Chelsea að stimpla sig inn af alvöru í baráttunni um titilinn en þeir enda í efsta sæti eftir leiki dagsins. Everton áfram í sjötta sæti.

Einkunnir Sky Sports: Stekelenburg (5), Coleman (4), Williams (3), Jagielka (3), Oviedo (3), Funes Mori (3), Barry (3), Bolasie (3), Barkley (3), Cleverley (3), Lukaku (4). Varamenn: Mirallas (5), Davies (5), Lennon (5).

41 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    Moyes leg uppstilling, þrír miðverðir, vonandi þó 3-5-2 eða eitthvað í þá veruna en ekki að láta miðvörð vera í holding fyrst Gana er ekki með, breyting á spánni hjá mér, mesta lagi jafntefli…… þoli ekki svona hræðslutaktík 🙂

  2. Gestur skrifar:

    Ég held að með svona nálgun á leikninn geti Koeman alveg eins gefið hann fyrirfram. Everton á ekki einu sinni skot á markið í fyrri hálfleik.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta er algjör hryllingur á að horfa.????

  4. Gunnþór skrifar:

    Þetta er alltaf erfitt þegar gefin eru 2 mörk nýjan markmanni núna takk.

  5. Kiddi skrifar:

    Vá hvað þetta er skelfilegt, svo mikill getumunur á þessum liðum. Okkur vantar klárlega gæði í okkar lið, af hverju í ósköpunum var hann að skipta um markmann, sumt bara skilur maður ekki

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Takk fyrir Everton.
    Enn og aftur get ég treyst því að þessar ofmetnu prímadonnur rústi fyrir mér helginni.

  7. Gunnþór skrifar:

    Strákar mínir hvað er í gangi getið þið sagt mér það.

  8. Einar Gunnar skrifar:

    Ekki okkar dagur, það er öllum ljóst. En fjandakornið, við förum ekki að bjóða upp á fleiri svona leiki á þessari leiktíð. Þetta er botninn!

  9. Gestur skrifar:

    Sem betur fer er þessi leikur að vera búinn og þvílík niðurlæging, ég hélt að Everton væri aðeins lengra komnir í uppbyggingu á liðinu. En við eigum greinilega langt eftir í topp 6.

  10. þorri skrifar:

    eitt orð yfir þessum leik algjörhryllingur. Ég hef ekki séð ömulegri leik hjá okkar mönnum og vonandi er slæmi kaflinn kominn. Og við gefumst ekki upp

  11. Ari G skrifar:

    Hætti að horfa á leikinn þegar staðan var 4:0 vona að ég þurfi aldrei aftur hætta horfa á Everton í miðjum leik er orðlaus.

  12. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Við þurfum að versla í janúar og það nokkuð marga.
    Stekelenburg er ekki nógu góðu, Jagielka virðist á síðustu metrunum eða hreinlega búinn á því.
    Oviedo er ekki nógu góður, Barklay ekki nógu stöðugur, Coleman þarf samkeppni, sömuleiðis Lukaku.
    Mirallas er góður…..en bara stundum.
    Cleverly er ekki nógu góður og Enner Valencia, ja ég hreinlega veit ekki hvers vegna í ósköpunum hann var fenginn til félagsins, hann er ekki einu sinni betri en Kone.
    Við þurfum nýjan markvörð, hægri bakvörð, miðvörð, skapandi miðjumann, tvo nýja kantmenn og helst tvo framherja.

    Þetta er allavega mín skoðun.

  13. Gunnþór skrifar:

    Þetta er bara staðreynd Ingvar .

  14. Georg skrifar:

    Það verður að segjast að okkar menn mættu hreinlega ekki til leiks.

    Ég var reyndar pínu smeikur um leið og ég sá uppstillinguna, með 3 miðverði og 2 wing backs sem að Martínez notaði stundum sem mér fannst aldrei virka. Tilraun Koeman með þessu var að nota sömu taktík og Conte hjá Chelsea og mæta þeim þannig. Hinsvegar finnst mér alltaf best að liðið okkar spili sinn bolta í stað þess að reyna að breyta um taktík bara til að mæta taktíkinni hjá hinu liðinu.

    Það má segja að Chelsea sé á svakalegur skriði þessa dagana og unnu til að mynda Man Utd um daginn 4-0. Hinsvegar afsakar það ekki svona frammistöðu.

    Það virðist líka vera að ef við erum án Gana að það sé enginn sem kemur í staðinn. Hefði reyndar viljað hafa McCarthy heilann til að koma þarna inn en Cleverley finnst mér bara því miður ekki nógu góður. Leikmaður sem var mjög efnilegur á sínum tíma en hefur aldrei almennilega stigið upp. Besic og McCarthy væru alltaf á undan Cleverley ef þeir væru heilir en McCarthy er búinn að vera mikið meiddur á leiktíðinni og Besic er Búinn að vera með þrálát meiðsli síðan hann kom og aldrei náð almennilegu skriði með liðinu út af því.

    Finnst nokkuð ljóst að okkur vantar menn í nokkrar stöður, bæði til að auka breidd og gæði í liðinu

    Næsti leikur er á heimavelli gegn Swansea, það er leikur sem ég vill sjá okkar lið stíga upp og vinna sannfærandi.

  15. þorri skrifar:

    Ég hugsa að við þytftum einn sóknar mann til við bóta.Og svo mæti nota hinn vara markmaninn okkar meira . Og svo stöðuleika hjá okkar mönnum.Ef þetta mundi gerast þá held ég að þetta mundi lagast hjá okkur

  16. Georg skrifar:

    Svona til að hressa aðeins mannskapinn hér, þá mæli ég með að þið lesið þetta viðtal við eigandann Farhad Moshiri.

    Fullur stuðningur við Koeman, Koeman ræður leikmannakaupum algjörlega og nú eru ekki skuldir að stoppa okkur í því að fjárfesta í nýjum leikvangi þar sem hann hefur greitt þær upp.

    Framtíðin ætti því að vera björt og er þetta klárlega uppbyggingarverkefni næstu ára.

    http://www.skysports.com/football/news/11671/10649247/everton-owner-farhad-moshiri-to-back-ruthless-manager-ronald-koeman-in-transfer-market

  17. Elvar Örn skrifar:

    Þessi leikur var mesta skita Everton í háa herrans tíð. Vona að þeir rífi sig bara upp í næsta leik og þessi leikur hafi verið einsdæmi.

    Viðtalið við Fahrad Moshiri er að finna á hljóðskrá hér og er mjög áhugavert. Greinilegt að Everton mun bæta í hópinn í janúar og enn meir næsta sumar. Já og nýr völlur er greinilega í forgangi til að auka tekjur sem gefur meira svigrúm til leikmanna kaupa skv reglum, mjög áhugavert. Nóg til af pening segir kallinn.

    https://m.soundcloud.com/the-esk/moshiriwhite-71116

  18. Gunnþór skrifar:

    Þetta var nauðsynlegt að fá þetta beint í æð bræður .vitum reyndar að koeman á eftir að fara gríðarlega langt með þetta lið þegar hann verður búinn að vinna í því það tekur tíma og þolinmæði sem maður hefur ekki alltof mikið af.

  19. Steini skrifar:

    „Lukaku’s potential is greater and higher than Everton as a final destination,“

    – Ronald Koeman

    Takk Koeman fyrir að gera þetta landsleikjahlé bærilegra 😀

    • Diddi skrifar:

      ertu hræddur við Lukaku Steini ?? það má reyndar geta þess að það er búið að bera þetta til baka eins og flest blaðaviðtöl sem eiga sér stað í landsleikjahléum þar sem misskilningur virðist ævinlega ráða ríkjum, en það er gott að það þarf ekki mikið til að gleðja þig 🙂

      • Steini skrifar:

        haha ok hérna færðu bútinn beint úr viðtalinu við kallinn. Það er alls ekki búið að bera þetta til baka eins og þú orðaðir það. Eigandinn ykkur reyndi að segja að þetta væri ekki rétt en það er ekki svo 😀

        „Neen. Normaal gesproken niet. Als Romelu tot het einde van zijn carrière zou spelen bij Everton, dan weet ik dat hij wat heeft laten liggen. Zijn potentieel is groter en hoger dan Everton als eindbestemming.“
        Þú getur bara þýtt þetta og séð nkl hvað þetta þýðir.

        En það er ekkert við Everton sem hræðir mig sem poolara. Vinnum ykkur nánast alltaf en Lukaku í alvöru liði myndi hins vegar vera annað mál.

        • Elvar Örn skrifar:

          Það er fínt hjá þér Steini að núa okkur þessu eilítið um nasir, það er nú bara þannig sigling á Liverpool þessa dagana. Verður gaman að sjá Everton-Liverpool í desember, það eru bara 8 stig á milli liðanna.

          Everton byrjaði tímabilið mjög vel en svo komu bara alltof margir jafnteflis leikir í kjölfarið og kjánaleg tvö töp. Þessi leikur gegn Chelsea sá eini sem af er vetri þar sem Everton voru ömurlegir, vonandi bara einsdæmi og Swansea verði tekið í bakaríið næstu helgi. Eini leikurinn sem við höfum verið heppnir að mínu mati með úrslit var gegn Man City.

          Fyrir utan þennan leik gegn Chelsea þá er allt annar bragur á liðinu og Koeman kom bara frekar seint í sumar til liðsins en hefur breytt ótrúlega miklu á stuttum tíma, ekki kannski svo ólíkt Klopp í fyrra.

          Held að Everton séu raunsæir í 5-8 sæti í vetur en ég er alveg sannfærður að það verður þónokkur breyting á hópnum í Janúar og einnig næsta sumar.
          Nýr eigandi, nóg af pening, nýr völlur á leiðinni, útlitið er mjög bjart og ekki langt að líða að Everton trítlar upp fyrir Liverpool á töflunni.

          Það sem ég myndi reyndar vilja sjá er sameiginleg ferð íslensku Everton og Liverpool aðdáenda-klúbbanna á derby leik. Yrði magnað dæmi. Hvet stjórn Everton klúbbsins á Íslandi hér með að senda fyrirspurn á stjórn Liverpool klúbbsins á Íslandi hvað þetta varðar.

          • Finnur skrifar:

            Ég veit ekki… Mér fannst það eiginlega kómískt að það skyldi gleðja Steina að Koeman segði að Everton hafi leikmenn innan sinna raða sem eru nógu góðir fyrir risa í fótboltanum á borð við Barcelona. Það er bara jákvætt, alls ekki leiðinlegt og væri slæmt ef sú væri ekki raunin. Kannski Steini sé loksins að sjá ljósið eftir alla þessa bráðhollu lesningu sína á everton.is.

            Svo má líka benda Steina á það (enn á ný) að honum sé hollara að líta í eigin barm áður en hann opnar munninn því það er mjög stutt (2 dagar?) síðan ég sá fyrirsögn um að Coutinho sé að bíða tilboðs frá Barcelona. Ekki það að ég sé samt að hlaupa til og básúna því yfir á Koppinn samt. Álíka miklar ekki-fréttir ef þú spyrð mig.

            Hvað sameiginlega ferð varðar þá get ég bara svarað hvernig þetta er Goodison megin, því ég þekki ekki til hinum megin. Raunveruleikinn sem við búum við núna er að ársmiðasalan á Goodison Park hefur verið svo góð undanfarin ár að það er orðið erfiðara með hverju árinu sem líður að fá miða og allir leikir meira og minna uppseldir. Derby leikirnir eru allra allra erfiðustu leikirnar að ná miða á enda seljast þeir upp um leið — ég reyndi einu sinni að hringja um leið og miðasalan opnaði og fékk tvo miða og svo var allt uppselt — og ég er með kaupsögu á heimavellinum sem gefur mér forgang. Nú eru komnar fjöldatakmarkanir á miða per viðskiptavin, vegna ásóknar og það verður algjörlega borin von að fá miða í miðasölunni í útivallarstúkuna (þú þarft langa kaupsögu á ÚTIvallarmiðum á tímabilinu). Þannig að… skemmtileg pæling en mjög erfitt í framkvæmd. Þyrfti púsluspil á svörtum miðamarkaði og ég ætla að láta öðrum algjörlega um stressið við að skipuleggja svoleiðis.

          • Elvar Örn skrifar:

            Samt er málið svo Finnur að það er alltaf hægt að fá ferðaskrifstofu til að græja svona dæmi fyrir okkur. Þeir hafa verið að redda miðum á þennan leik og boðið í pakkaferð og virðast eiga auðveldara með að redda miðum en margur annar.

            Það sem ég var að benda á að það væri bara svakalega gaman ef hægt væri að fara í sameiginlega ferð þar sem aðdáendur Everton og Liverpool á íslandi væru saman. Ég amk tæki þátt allan daginn í svoleiðis ferð.

            Væri klárlega gaman að fá skoðun stjórnar Liverpool klúbbsins á Íslandi á þessari tillögu.

        • Finnur skrifar:

          Já, já, allt í góðu með það. Ég bendi samt á að við höfum verið milligöngumenn um ferðaskrifstofu-miða og að þú ert að tala um fortíðina. Ég fékk á dögunum skeyti frá Everton þar sem reglurnar voru hertar til muna hvað miðakaup varðar og greiðslusögu kaupenda. Ástæðan: skortur á lausum miðum enda er uppselt núna á gott ef ekki alla leiki Everton bæði heima og heiman og sala ársmiða hefur auk þess þrengt verulega að lausasölunni. Ef þú ert að tala um Anfield þá má vel vera að ferðaskrifstofurnar hafi einhver sambönd þar — hef ekki fylgst með því.

  20. Steini skrifar:

    „Svo má líka benda Steina á það (enn á ný) að honum sé hollara að líta í eigin barm áður en hann opnar munninn því það er mjög stutt (2 dagar?) síðan ég sá fyrirsögn um að Coutinho sé að bíða tilboðs frá Barcelona. “

    Það er nefnilega grundvallarmunur á þessum tveimur atriðum. Annað er slúður og búið til til þess eins og fá click en hitt er þjálfari liðs að segja að Everton sé í raun og veru ekki nógu gott fyrir leikmann innan sinna raða. Lukaku hlýtur sjálfur að hugsa , af hverju í andskotanum ætti ég að vera áfram ef þetta er hugsunarháttur þjálfarans!
    Djöfull yrði ég brjálaður ef Klopp segði slíkt um einhvern af sínum mönnum.

    • Finnur skrifar:

      Þér er frjálst að lesa í þessi ummæli Koeman eins þú vilt, blása upp það sem hentar og draga úr öðru sem lítur ekki jafn vel út fyrir þig. Ég er ekki sammála túlkun þinni en mér satt best að segja gæti ekki verið meira sama. Ég veit líka að það fær þig ekkert ofan af henni því þig langar mjög að þessi draumur þinn verði að veruleika — enda er hér afar góður leikmaður á ferð sem getur og hefur skorað mikið af mörkum fyrir Everton.

      • Steini skrifar:

        Hvað lest þú út úr ummælunum þá? Ef ég mætti spyrja?

        Lukaku’s potential is greater and higher than Everton as a final destination,“

        Gerir frekar lítið úr klúbbnum með þessu.

        • Finnur skrifar:

          Uhhhh, nei. Alls ekki. Viðtalið sýnir glögglega (þú last það, ekki satt?) að blaðamaðurinn spyr hvort það sé ekki margt líkt í fari Lukaku og hollensku goðsagnarinnar Kluviert. Koeman játti því og bætti við að Lukaku hefði svo mikinn potential að hann gæti mögulega leikið á endanum fyrir Barcelona, líkt og Kluivert (og Koeman). Það er engin vanvirðing við neinn klúbb að segja að einhver leikmaður þess sé nógu góður fyrir Barcelona, sem hefur borið höfuð og herðar yfir flest félagslið heims um áraraðir. Held að flestir myndu flokka það sem hrós. Þú kýst að líta á þetta sem neikvæðni — og það er þitt mál og ég held að öllum hér sé sama.

          Ef Lukaku hefði getu á borð við… segjum El Hadji Diouf og Koeman segði að honum væri ætlað eitthvað miklu stærra en Everton, þá jú… ég myndi taka undir með þér að hann væri að gera lítið úr Everton. En að halda því fram að Lukaku — sem var í harðri baráttu um markakóngstitilinn fram til loka síðasta tímabils og er enn aðeins 23ja ára — sé nógu mikið efni til að leika einn dag fyrir besta félagslið heims… þar er hann augljóslega að upphefja og hvetja leikmanninn til dáða, en ekki gera lítið úr félaginu. Annað er útúrsnúningur að mínu mati og nægir að benda á að stuðningsklúbbar Everton víðs vegar hafa tekið undir með Koeman, sbr http://www.bbc.com/sport/football/37939697. Held að þetta sé því aðeins minni stormur en þú varst að vonast eftir í þessu glasi sem þú heldur á…

          Þú minntist eitthvað á að „verða brjálaður“… Læt nægja að segja að ef það er ekki augljóst þá gæti munurinn á okkur tveimur að þessu leyti verið sá á ég ekkert erfitt með að viðurkenna að Barcelona er betra félagslið en Everton í augnablikinu. Enda eru ekki mörg lið undanfarið sem hafa veitt Barcelona alvöru keppni og þitt lið er ekki þar á meðal, sbr. Champions League ævintýrið um árið. Bara mitt kalt mat, sorry.

          > Það er nefnilega grundvallarmunur á þessum tveimur atriðum. Annað er slúður og búið til til þess eins og fá click

          Nei, Steini minn. Það er nákvæmlega enginn munur á þessu. Báðar fyrirsagnirnar, eins og þær voru settur fram eru click-bait. Þú ættir að fletta upp hugtakinu confirmation bias — gætir lært eitthvað. Eða ekki. Algjörlega þitt val, þitt líf. Bara tillaga. Eini munurinn á þessu tvennu er sá að þú vilt mjög heitt að annar leikmaðurinn fari til Barcelona en hinn verði áfram þar sem hann er. En það er eitthvað sem allir vissu áður en þessi umræða byrjaði og því engin ástæða til að halda henni áfram.

          • Steini skrifar:

            Veistu þetta er bara alveg rétt hjá þér. Eg er að láta hvað ég þoli ekki everton blinda mig.

          • Elvar Örn skrifar:

            Hehe, en Steini má samt ekki eiga síðasta orðið, varð að skella inn svari hér af þeim sökum.
            Væri nú vel til í að fá nýja frétt efst á síðuna (t.d. Swansea-Everton) í stað núverandi Chelsea 0-5 tap ef einhver vildi vera svo vænn (nei ég er ekki að krefjast þess eða frekjast, bara ósk).

            Þessi leikur getur verið mjög mikilvægur móralskt fyrir okkar lið. Sigur gegn Swansea setur tapið gegn Chelsea í aðeins meiri móðu en önnur úrslit gegn Swansea dregur verulega úr bjartsýninni verð ég að segja.

            Lukaku með tvö mörk er það eina sem ég veit. Já og mig dauðlangar að sjá Deulofeu fá séns sem kantari á móti Bolasie á hinum kantinum með Lukaku frammi.

          • Finnur skrifar:

            Um… Svolítið langt í Swansea leikinn… 🙂 Eitthvað annað að frétta? Ég er alveg til í að koma einhverju á framfæri ef einhver lumar á smá pistli…

          • Diddi skrifar:

            Hallur frændi er á leiðinni til Everton (skúbb)

        • Finnur skrifar:

          Takk fyrir það, Diddi. Svolítið stuttur pistill, en vel þeginn samt. ;D

          PS. Ég veit annars allt um Hadda og Hall og félaga. Reddaði þeim miðum á völlinn. Eins gott að þeir öskri sig hása. 🙂