Everton vs. West Ham

Mynd: Everton FC.

West Ham menn koma í heimsókn á Goodison Park á sunnudaginn í 10. leik tímabilsins en leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður sýndur í beinni á Ölveri.

Það eru töluverðar andstæður í gengi West Ham og Everton á tímabilinu en okkar menn byrjuðu það afar vel, taplausir í 6 leikjum, þar af 5 sigrar en hafa síðan þá verið sigurlausir í síðustu 5 leikjum. West Ham menn, aftur á móti, byrjuðu deildina afleitlega, duttu úr Europa League í umspili og töpuðu fyrir Chelsea, City, Watford, West Brom og Southampton í fyrstu 8 leikjum sínum. Einu stigin þeirra í þeirri hrinu komu gegn Bournemouth (3) og Middlesbrough (1). Þeir náðu þó að rétta af skútuna í október með jafnteflisleiknum og hafa nú unnið síðustu þrjá leiki sína (Crystal Palace, Sunderland og Chelsea í deildarbikarnum). Everton hefur unnið 67 leiki gegn West Ham frá upphafi, tapað helmingi færri (29) og gert 38 jafntefli. Lukaku gæti með marki náð að skora í 7. leiknum í röð gegn West Ham og 9. mark sitt í 11 leikjum gegn þeim. Met Everton á Dixie Dean sem skoraði í 8 leikjum í röð gegn Bury á sjö ára tímabili.

Enner Valencia, lánsmaður West Ham, má ekki leika með Everton og Baines og McCarthy eru báðir frá vegna meiðsla í lærvöðva. Matthew Pennington, Tyias Browning, Darron Gibson og Muhamed Besic eru frá til lengri tíma. Líkleg uppstilling því: Stekelenburg, Oviedo, Williams, Jagielka, Coleman, Gana, Barry, Mirallas, Barkley, Bolasie, Lukaku.

Hjá West Ham eru Andy Carroll og Diafra Sakho tveir af fimm meiddum.

Nokkrar örfréttir í lokin:

 • Áhorfendur á vellinum koma til með að minnast Howard Kendall þegar líða tekur á leikinn.
 • Dr Keith Harris er kominn í stjórn Everton klúbbsins en hana mynda nú: Bill Kenwright (formaður), Jon Woods (varaformaður), Robert Elstone, Sasha Ryazantsev og prófessor Denise Barrett-Baxendale,
 • Everton U23 töpuðu fyrir Liverpool U23 2-0 á útivelli en Everton U18 sigruðu Middlesbrough 1-0 með marki frá Jack Kiersey.
 • Mikið var rætt í vikunni um að Rooney muni á endanum fara til Everton eftir að Leon Osman minntist á það við blaðamenn. Koeman sagðist vera jákvæður fyrir því. Ykkar skoðun á því?

West Ham næstir á sunnudaginn. Áfram Everton!

9 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  þessi leikur getur aldrei farið ver en illa fyrir okkur, stig fáum við sennilega bara eitt samt 🙂

  • Diddi skrifar:

   skil ekki alveg af hverju við létum Galloway fara í láni, hann sýndi það þegar hann spilaði með okkur að hann er ekkert síðri en Oviedo í vinstri bak 🙂 kannski hafa meiðslin haft áhrif á þessa ákvörðun, koma honum í form hjá WBA 🙂

  • Orri skrifar:

   Sammála.

 2. þorri skrifar:

  vonandi að þetta sé að koma hjá okkur. Og við vinnum þennana leik

 3. Gunnþór skrifar:

  Þurfum að styrkja liðið og losa okkur við ákveðna menn sem eru ekki að leggja sig nægilega fram fyrir liðið bæði varnar og sóknarlega.verðum að taka 3 stig úr þessum leik.

 4. Teddi skrifar:

  Sterkur jafnteflisfnykur sem finnst langar leiðir, því miður.

 5. þorri skrifar:

  eru menn klárir að mæta á ölver í dag og sjá okkar menn vinna ekkert annað en sigur kemur til greina á heimavelli í dag. Svo hefur Westham ekki heldur verið neitt sannfærandi en sem komið er.En komum og verum kátir í dag og svo ÁFRAM EVERTON

 6. Diddi skrifar:

  ég er svo spenntur fyrir þessum leik að ég fer frekar og syng í messu í dag 🙂 westham vélin er hrokkin í gang en okkar vél hikstar 🙂

 7. Diddi skrifar:

  varðandi Rooney, við eigum ekki að taka við útslitnum fyrrverandi leikmönnum sem fóru vegna þess að þeir töldu okkur ekki vera nógu góða fyrir sig, punktur 🙂

%d bloggers like this: