Burnley – Everton 2-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Stekelenburg, Oviedo, Williams, Jagielka, Coleman, Gana, Barry, Mirallas, Barkley, Bolasie, Lukaku. Varamenn: Robles, Deulofeu, Lennon, Cleverly, Valencia, Mori, Holgate.

Meistari Georg sá um skýrsluna í dag í fjarveru ritara. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir og gefum honum orðið:

Everton heimsótti fyrr í dag Burnley á heimavelli þeirra Turf Moor.

Leikurinn fór nokkuð vel af stað fyrir Everton og byrjaði þetta strax með stórsókn í byrjun leiks þegar Mirallas fær boltann í vítateig Burnley og nær skoti sem fór beint á Tom Heaton í marki Burnley.

Næst var það Bolasie sem átti ágætis tilraun þegar hann tók hjólhestaspyrnu sem fór fram hjá markinu. Lukaku átti svo stuttu seinna ágætist skot vel fyrir utan teig sem Tom Heaton varði í horn.

Barkley komst einnig nálægt því að skora þegar hann tók einn mann á og átti hörku skot sem Tom Heaton varði mjög vel.

Á þessum tímapunkti var Everton með boltann í kringum 70% og virtist bara vera eitt lið á vellinum. Burnley fer í eina af fáum sóknum sínum í fyrri hálfleik á 39 mínútu sem endar með því að Scott Arfield á skot sem á smá viðkomu í Ashley Williams sem varð til þess að Stekelenburg misreiknar boltann og nær þó að slá hann til hliðar, nema þar var mættur Sam Vokes sem var á undan Coleman í boltann og lagði hann auðveldlega í opið markið. Staðan 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik.

Seinni hálfleikur fór svipað af stað og sá fyrri þar sem Everton setti mikla pressu að marki Burnley. Eftir margar ágætis sóknir vinnur Gana boltann á miðjunni á 58. mínútu, sendir hann fram á Lukaku sem er við það að sleppa í gegn, en þá kemur Bolasie á mikilli ferð og hreinlega tekur boltann af Lukaku og klárar svo færið frábærlega, staðan 1-1.

Eftir jöfnunarmarkið hélt Everton áfram mikilli sókn og fann maður á sér að sigurmarkið væri handan við hornið, það var svo hins vegar algjörlega gegn gangi leiksins sem að Burnley menn ná að skora mark, en þá fór boltinn í gegnum marga leikmenn og endar boltinn hjá Jóhanni Berg sem á frábært skot sem fer í slána og lendir svo beint í löppunum á Scott Arfield sem þakkaði fyrir sig með því að leggja boltann í fjær hornið. Staðan 2-1 fyrir heimamenn í Burnley og markið kom þegar klukkan var að detta í 90 mínútur.

Everton reyndi í örvæntingu að jafna sem skilaði ekki árangri. Ótrúlegur sigur Burnley sem á einhvern ótrúlegan hátt náði að stela öllum 3 stigunum.

Tölfræði leiksins: Burnley átti 9 skot þar af 3 á rammann, Everton átti 20 skot þar af 8 á rammann. Everton var 66% með boltann á móti 34% hjá Burnley. Öll tölfræði var með okkar mönnum en eins frábær og fótbolti
er þá getur hann verið ótrúlega ósanngjarn, sem gerir í raun þessa íþrótt að vinsælustu íþrótt heims.

Næsti leikur er svo á móti West Ham á Goodison Park. Þar koma ekkert annað en 3 stig til greina.

26 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Komnir undir ekki gott er einhver að horfa.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Mér sýnist að Everton sé staðráðið í að eyðileggja enn eina helgina fyrir mér.
    Þetta er ekki búin að vera merkileg spilamennska í fyrri hálfleik.

  3. Gunnþór skrifar:

    Búnir að jafna vel gert klára þetta svo.

  4. Gunnþór skrifar:

    Hvað er í gangi. Þetta er alveg. ???

  5. Finnur skrifar:

    Flott skýrsla hjá Georgi. Eina sem ég hef við þetta að bæta er að ég skil ekki af hverju Arfield, sem skoraði sigurmarkið, skuli ekki hafa fokið út af með rautt. Braut illa á Coleman, og fékk gult. Braut svo á Barry (að mig minnir) og fékk mjög langt tiltal frá dómara – en fékk svo að brjóta af sér að vild eftir það. Þau hjá Sky bentu á þetta líka og við á pöllunum ekki síður, á meðan á leik stóð.

    • Ari S skrifar:

      Já ég frétti af þér á vellinum… samböndin maður.. verst að okkar lið skuli ekki hafa unnið fyrir þig Finnur… en já ég er sammála með Arfield og ótrúlegt að hann skuli ekki hafa fengið seinna gula spjaldið sitt… Kannksi var það ekki ástæðan fyrir því að Everton tapaði en mikið djöfulli var það svekkjandi að hann skuli hafa skorað síðan… argh…

  6. Steini skrifar:

    Hahahaha hefðuð átt að gera meira grín að því þegar Liverpool tapaði fyrir Burnley. Kveðja úr toppbaráttunni

  7. Gunnþór skrifar:

    Sæll Steini gaman að þú ert á lífi þú veist að það hefur enginn unnið neitt í okt þetta er langt maraþon hef lúmskan grun um að við munum enda fyrir ofan ykkur í vor.

  8. Diddi skrifar:

    ég vona að city sé búið að greiða fyrir Stones, hann átti skuggalega stoðsendingu fyrir southampton í dag 🙂

  9. Orri skrifar:

    Spyr sá sem ekki veit eru stjóra skiptin að virka vel hjá okkur ?????????????????????????????

  10. Finnur Thorarinsson skrifar:

    Ég er mjög sáttur. Allt annað t.d. að sjá vörnina miðað við á fyrri tímabilum — og Burnley fyrsta liðið til að ná að skora tvö mörk gegn Everton á tímabilinu í öllu keppnum.

    Hefðum getað endað með Frank de Boer en hann fór í staðinn til Inter og þeir eru við það að reka hann, miðað við þær fréttir sem ég las um helgina.

    • Orri skrifar:

      Sæll Finnur.Fannst þér vörnin góð í leiknum á móti Burnley ????????????????

      • Finnur skrifar:

        Ég var að tala um vörnina almennt á tímabilinu. Það er auðveldara að meta einstaka leiki þegar maður sér þetta frá öllum sjónarhornum í endursýningu og heyrir álit hlutlausra. Ég var á pöllunum á þessum leik og hef ekki náð að sjá neitt í sjónvarpinu um leikinn, þannig að ég eiginlega veit það ekki…

  11. Gunnþór skrifar:

    Já við skulum vera rólegir ennþá þó þetta sé hundfúlt en þetta er að spilast skringilega þessi blessaða deild þurfum styrkingu á vissum svæðum á vellinum og koeman mun pottþétt nota janúar í það og næsta sumar. Spurning um fyrirliðann hvort það þurfi að bekkja hann og leifa móra að koma inn eða hvað hvað segja menn? Fimm stig í efsta sæti er ekki langt á þessum tíma árs.

    • Finnur skrifar:

      Jagielka var slakur á móti City og maður átti von á svari frá honum í Burnley leiknum en hann var eiginlega bara slakur þar líka. Myndi ekki koma mér á óvart þó Mori fái tækifæri – fer líklega eftir frammistöðu hans á æfingum…

  12. Elvar Örn skrifar:

    Aðeins til að rifja upp, er Everton klúbburinn á leiðinni á einhvern leik á næstunni?
    Hvað með skipulagðar ferðir á Everton leik á vegum ferðaskrifstofu, eitthvað sem menn mæla með?

    • Hallur Jósepsson skrifar:

      Ég, haddi og öddi ættlum að vera á everton vs swansea og ættlum að sjá Leeds vs Newcastle lika.Ættluðum að hitta Evertonklúbbinn úti en það verður því miður ekkert af því

  13. Finnur skrifar:

    Við stefndum á Everton – Swansea… vorum komnir með 6 staðfesta farþega áður en við byrjuðum á þessu og fararstjóra og allt en svo þegar við báðum ferðaskrifstofuna um að taka frá sæti kom í ljós að þetta er einstaklega vinsæl ferðahelgi og þau gátu ekki tekið frá nein sæti. Þurfum að pæla í þessu – láttu vita ef þú/þið planið eitthvað.

  14. GunniD skrifar:

    Er að fara á Everton-liverpool í des með strákunum mínum. Eru einhverjir að plana ferð þá?

    • Elvar Örn skrifar:

      Er hægt að fá miða á þann leik?

      • Finnur skrifar:

        Ekki fyrir hóp. Mér hefur einu sinni tekist að fá miða á þann leik – held að ég hafi rétt náð að kaupa síðustu tvo miðana um leið og opnaði og svo var uppselt.