Man City – Everton 1-1

Mynd: Everton FC.

Everton komst yfir í leiknum gegn Man City í dag, svolítið gegn gangi leiksins en City menn, þrátt fyrir að fá tvær vítaspyrnur rétt náðu að jafna undir lokin og taka stig. Þetta er stig sem við tökum fegins hendi, enda um að ræða einn erfiðasta útivöll í deildinni.

Uppstillingin í leiknum: Stekelenburg, Oviedo, Jagielka, Williams, Coleman, Barry, Gana, Cleverley, Deulofeu, Bolasie, Lukaku. Varamenn: Robles, Barkley, Mirallas, McCarthy, Valencia, Funes Mori, Holgate.

Fyrri hálfleikur var svolítið erfiður á að horfa. City menn dómineruðu boltann og Everton liðið lá djúpt. Of djúpt, að manni fannst. Reglulega komu sendingar fyrir mark sem City menn hefðu bara þurft smá heppni til að nýta sér og maður hafði á tilfinningunni að með svona áframhaldi væri þetta bara tímaspursmál hvenær markið kæmi. Everton sýndu City mönnum allt of mikla virðingu og virkuðu of ákafir þegar þeir unnu boltann og voru fyrir vikið fljótir að tapa honum aftur.

Besta færi Everton kom þegar Bolasie náði að snúa á varnarmann og komast upp í teig hægra megin. Hann sá Deulofeu á auðum sjó vinstra megin í teig, með aðeins markvörð fyrir framan sig. Bolasie reyndi „defence-splitting pass“ til vinstri en varnarmaður náði að komast í sendinguna, því miður. Eina skot á markið frá Everton kom úr aukaspyrnu frá Lukaku sem fór yfir.

City menn fengu gullið tækifæri til að komast yfir þegar Jagielka braut af sér inni í teig, felldi Silva upp við mark en Stekelenburg sá við de Bryune í vítinu og varði glæsilega.

0-0 í hálfleik.

Örlítið meira jafnræði með liðunum í seinni hálfleik þó City menn hefðu yfirhöndina. Lítið að gerast framan af og á 56. mínútu var Deulofeu skipt út af fyrir McCarthy. Og ekki nema tíu mínútum síðar hafði Everton náð yfirhöndinni. Gana sendi þá fram á Bolasie sem framlengdi í fyrsta á Lukaku sem tók sprettinn og komst upp að marki. Lék þar á síðasta varnarmanninn og setti boltann framhjá markverði. 0-1 Everton.

En rétt rúmum fimm mínútum síðar fengu City menn víri (á 70. mínútu). Aftur var Jagielka brotlegur inni í teig — og aftur varði Stekelenburg!! Alveg eins víti, hægra megin í auðveldri hæð fyrir markvörð, í þetta skiptið frá Aguero.

En City menn náðu samt að jafna aðeins tveimur mínútum síðar eftir fyrirgjöf frá vinstri og skalla frá Nolito sem var nýkominn inn á — hans fyrsta snerting. Og þar bjargaði City stigi því liðin náðu ekki að skapa sér almennileg færi, ef frá er talið langskot frá de Bryune á 80. mínútu — kom upp úr engu og Stekelenburg rétt náði að verja í stöng og út.

Bolasie var skipt út af fyrir Mirallas á 83. mínútu og Cleverley út fyrir Mori á 91. mínútu en lítið annað að frétta þess utan og jafntefli staðreynd.

Einkunnir Sky Sports:

Stekelenburg (9), Oviedo (5), Jagielka (6), Williams (8), Coleman (7), Barry (7), Gana (7), Cleverley (6), Deulofeu (6), Bolasie (6), Lukaku (7). Varamenn: Mirallas (6), McCarthy (6). Nokkuð betri einkunnir en City menn fengu — 6 á línuna fyrir utan tvo: De Bruyne og Silva sem fengu 8.

8 Athugasemdir

 1. Gunnþór skrifar:

  Erum við ekki í örugglega í sömu deild og city?

 2. Ari S skrifar:

  Gunnþór ekki þesssa minnimáttarkend, Manchester City voru ekkert svo góðir, bara mikið með boltann en hvað sköpuðu þeir?

  Manchester City voru meira með boltann í leiknum í dag, sérstaklega í fyrri hálfleiknum að mínu mati. Og stóran hluta af seinni hálfleiknum líka en samt sköpuðu þeir ekki mikið af færum. Einu alvöru markvörslurnar sem ég man eftir hjá Stekelenburg voru vítin sem hann tók mjög örugglega í dag.

  En okkar menn stóðu sig frábærlega í vörninni og miðað við að þetta var gífurlega mikilvægur leikur hjá okkur þá er ég sáttur í lokin, stig unnið að mínu mati.

  Maarten Stekelenburg var heimsklassamarkvörður fyrir fjórum árum og í dag þá sýndi hann og sannaði að hann er heimsklassamarkvörður á ný! Til hamingju með að hafa þennan snilling í okkar röðum Everton stuðningsmenn. annars var Jagielka fínn líka.

 3. Gunnþór skrifar:

  Hef sjaldan séð svona yfirspil í einum leik en flott stig klárlega.

  • Ari S skrifar:

   Rólegur með yfirlýsingarnar Gunnþór minn… haha En sáu ekki örugglega allir hversu mikið vörn okkar hefur batnað frá því á síðasta tímabili?

   Stekelenburg hefur sparað Koeman eða Everton félaginu nokkrar milljónir punda, nú þurfum við ekki að kaupa markmann alveg strax. Það er jákvætt.

   Yfirspilaðir já já mikil ósköp en hvar voru færin þeirra? Hvers vegna fengu þeir ekki mörk dauðafæri til að klára leikinn eftir þessa yfirspilun?

   Það er vegna þess að vörnin okkar var að standa sig og það vel. Ég tek það frá leinum í dag auk þess sem að stigið sem við fengum er eitt unnið stig.

   Kær kveðja, Ari.

 4. Orri skrifar:

  Ég sá ekki leikinn en ég er bara sáttur við að fá stig út úr þessum leik.Svo skulum við vona að það séu bjartir tímar famundan hj´okkar mönnum.

 5. þorri skrifar:

  ég sá leikinn ekki góður fyrrihálfleikur.En seinnihálfleikur var betri.Og er sáttur við leikinn miða við hvernig hann þróaðist og við getu þakka markmanni okkar hann var mjög góður í leiknum og að mínu dómi var með betri mönnum hjá okkur í gær

 6. Gestur skrifar:

  Flott úrslit

 7. Finnur skrifar:

  Stekelenburg, Williams og Lukaku í liði vikunnar að mati BBC:
  http://www.bbc.com/sport/football/37674215

%d bloggers like this: