Everton – Crystal Palace 1-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Stekelenburg, Oviedo, Williams, Jagielka, Coleman, Gueye, Barry, Cleverley, Barkley, Bolasie, Lukaku. Bekkurinn: Robles, Mirallas, Lennon, Valencia, Funes Mori, Davies, Holgate.

Everton byrjaði leikinn af krafti fyrir framan fullan leikvanginn á Goodison Park, greinilega staðráðnir í að bæta fyrir óvænt tap gegn Bournemouth í síðustu umferð.

Everton liðið sterkara fyrsta korterið en þáttur Palace manna fór vaxandi um tíma eftir það. Ekki reyndi þó mikið á markverðina fyrsta hálftímann.

Everton greinilega að reyna sendingar fram, meira „direct“ en oft áður, og dagskipunin að keyra hratt á Palace vörnina. Palace menn á móti sífellt að reyna að fara með Zaha upp hægri kantinn og senda boltann á Benteke í framlínunni. Oviedo var reyndar í smá vandræðum framan af með Zaha og náði sér í spjald fyrir óþarfa peysutog á honum.

En það var Everton sem komst yfir með frábærri aukaspyrnu frá hægri eftir að Delany hafði gerst sekur um háskaleik gagnvart Jagielka rétt utan teigs. Lukaku tók skotið lágt yfir vegginn á nærstöng sem markvörðurinn var ekki að verja og veggurinn hoppaði ekki þannig að boltinn endaði í netinu. 1-0 Everton.

Þulirnir vildu reyndar meina að Palace menn hefðu átt að fá aukaspyrnuna þar sem Jagielka hefði snert boltann með hendi, sem er algjörlega fáránleg afstaða þar sem Jagielka var að bera hönd fyrir höfuð sér vegna háskaleiksins. Dómarinn hefði þó átt að dæma óbeina aukaspyrnu. En, markið stóð engu að síður.

1-0 í hálfleik.

Palace menn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og ekki höfðu liðið nema um 5 mínútur af seinni hálfleik þegar þeir höfðu jafnað og það kom eiginlega eins og þruma úr heiðskýru lofti. Ekkert að gerast þegar allt í einu kom há fyrirgjöf inn í teig og Benteke skallaði á fjærstöngina og inn. 1-1.

Everton hefði átt að komast strax yfir aftur þegar Bolasie skildi varnarmann Palace eftir í rykinu og komst upp að marki. Sendi til hliðar á Gueye sem var mættur fyrir framan markið en skotið frá honum, með markvörð vitlaust staðsettan, fór í lappirnar á varnarmanni Palace, því miður.

Palace menn skoruðu svo nákvæmlega eins mark á 56. mínútu og Benteke skoraði áður en það var dæmt af vegna rangstöðu — sem við fyrstu sýn virtist vera rangur dómur. En endursýning sýndi að rangstæður maður reyndi að skalla (þó hann hafi ekki náð því) og því rétt að dæma markið af (hafði áhrif á markvörð).

Puncheon bjargaði stuttu síðar á línu eftir hornspyrnu Everton og skalla frá Barry sem hefði annars endað í netinu. Palace menn sluppu með skrekkinn.

Palace menn áttu í kjölfarið allt of góðan kafla eftir þetta og maður hafði það á tilfinningunni að þeir ættu mark inni. En Koeman skipti inn Mirallas fyrir Barkley á 76. mínútu og Funes Mori fyrir Oviedo fjórum mínútum síðar og það jafnaði leikinn aftur.

Everton reyndi mikið að komast aftur yfir í lokin en tókst ekki og í raun hægt að segja að hvorugt liðið hafi gert nóg til að vinna leikinn. 1-1 jafntefli því niðurstaða.

Einkunnir Sky Sports: Stekelenburg (5), Coleman (6), Jagielka (6), Williams (6), Oviedo (6), Cleverley (6), Barry (6), Gueye (7), Bolasie (7), Lukaku (7), Barkley (5). Varamenn: Mirallas (5), Funes Mori (5).

18 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Þetta er ekki boðlegt. Það klárt.

  2. RobertE skrifar:

    Gat Everton ekki klárað þennan leik í fyrri hálfleik, leyfðu Palace að komast í sókn eftir sókn í seinni hálfleik og ég beið eftir öðru og þriðja marki frá Palace.

  3. þorri skrifar:

    frábær fyrri hálfleikur en hrikalegur seinni hálfleikur hjá okkar mönnum. heppnir að tapa ekki leiknum

  4. ólafur már skrifar:

    alveg ótrúlegt ef við ætlum okkur eitthvað í þessari erfiðu deild þá verðum við að vinna þessa leiki hélt að við værum búnir að læra það og já John Moss dómari átti slakan dag eða bara allt tríóið

  5. Elvar Örn skrifar:

    Þökkum Cleverley fyrir seinasta leik sinn í Everton treyju, shocking.
    Mirallas eða Deulofeu hefði ég viljað sjá í byrjunarliðinu.

    Flottur fyrri hálfleikur og hefðum átt að klára lekinn þá, agalega dapur seinni hálfleikur en komu til baka á seinustu 10 mínútum.

    Heppnir að annað mark þeirra var dæmt af.

  6. ólafur már skrifar:

    sammála þér Elvar

  7. Ari G skrifar:

    Bolasie bestur í liði Everton. Cleverley hvað var hann að gera á vellinum hrein hörmung að sjá hann í liði Everton vill skila honum aftur til föðurhúsanna. Því miður verður Everton ekki í toppbaráttu þetta tímabil nema þá verður Koeman að henda burtu þá sem standa sig ekki. Frammistaðan var ekki boðleg fyrir aðdáendur Everton í seinni hálfleik.

  8. Diddi skrifar:

    ég þor(r) i ekkert að tjá mig hérna Þorri 🙁

  9. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Fyrri hálfleikur var allt í lagi en sá seinni alger ræpa
    Koeman hlýtur að hafa fengið höfuðhögg fyrst hann valdi Cleverly í byrjunarliðið.

  10. Finnur skrifar:

    Varðandi Cleverley: Nú sá ég ekki Bournemouth leikinn en Toffeeweb höfðu þetta um málið að segja í leikskýrslu þeirra um leikinn í gær:

    „Tom Cleverley, who was arguably the best player in blue last weekend when he came on in the second half at the Vitality Stadium, was drafted in for this match at the expense of Kevin Mirallas, with Koeman seemingly sacrificing either width or further attacking options in favour of greater energy in the middle of the park.“

    Sé ekkert að því að breyta byrjunarliðinu eftir tap og um leið verðlauna góða frammistöðu með sæti í byrjunarliðinu… Svo má deila um hvort hann hafi nýtt tækifærið…

    • Diddi skrifar:

      svo má benda á að þó Cleverly hafi verið áberandi bestur í leiknum gegn Bournemouth þá þýðir það ekki að hann hafi verið góður, enginn í þeim leik náði neinum hæðum í gæðum 🙂 Að mínu mati á hann aldrei að byrja leik fyrir lið eins og Everton 🙂

      • Elvar Örn skrifar:

        Sammála Diddi

      • Finnur skrifar:

        Sé ekki hverju það breytir að aðrir hafi verið svo slakir að Cleverley var bestur í síðasta leik – það væri óeðlilegt að verðlauna ekki góða frammistöðu af bekknum með sæti í byrjunarliðinu eftir tapleik. Annað myndi senda hálf skrýtin skilaboð til leikmanna. Það að aðrir leikmenn hafi verið óvenju lélegir eru rök fyrir því að skipta fleirum út úr byrjunarliðinu – ekki rök fyrir því að velja ekki Cleverley í næsta leik.

        • Diddi skrifar:

          Finnur, Cleverly er ekki og verður aldrei góður þó að hann líti út fyrir að vera það með bunch af aumingjum við hliðina á sér 🙂

  11. Ari G skrifar:

    Cleverly hefur aldrei heillað mig frá því hann kom til Everton getur átt sæmilega leiki inná á milli en ég tel að Everton hafi meiri metnað og þurfi ávallt að velja bestu leikmennina en samt hvíla þá stundum til að hleypa fleirum að t.d. þessa ungu sérstaklega. Höfum engan alvöru leikmann í stöðu Barkleys og Lukaku til að leysa þá af mín skoðun. Koeman hrósaði leikmönnum fyrir síðasta leik finnst það í lagi til að rífa menn upp ekki rakka þá niður þótt þeir hafi verið lélegir í seinni hálfleik í gær.

  12. gestur skrifar:

    Mikið svakalega ætlar Everton að vera óheppnir að finna varamann fyrir Lukaku, maðurinn sem Martinez keypti gæti komist í liðið innan tíðar. Ekkert annað en að skila þessum Enner.

  13. þorri skrifar:

    sælir höfðingjar á ekki að hittast á ölver á morgun? Hann er örugglega sýndur þar er það ekki annars? ég er mjög spenntur fyrir þessum leik. Eru ekki allir heilir hjá okkur? maður hefur ekkert fylgst með hver staðan er á liðinu