VIP stúkan í Keiluhöllinni – hætt við

Mynd: Keiluhöllin.

Uppfært 29. september: Vegna skorts á þátttöku fellur niður ferðin í VIP stúkuna í Egilshöll sem auglýst var hér að neðan. Þetta var stuttur frestur sem við gáfum ykkur og því miður völdum við leik sem óvenju margir Everton stuðningsmenn geta ekki sótt sökum anna. Viðbrögðin sem við fengum frá ykkur bentu hins vegar til þess að áhugi er fyrir því að reyna aftur síðar. Þið megið því alveg stinga upp á leik og ef við náum lágmarksþátttöku (eigum við að segja 10?) þá erum við til í að kanna hvort VIP stúkan sé laus fyrir okkur. Okkur langar að prófa þetta þannig að endilega hafið samband!

 

Keiluhöllin hafði samband við okkur til að bjóða Everton stuðningsmönnum í VIP stúkuna í Keiluhöllinni, Egilshöll, næstkomandi föstudag (30. sept) til að horfa á Everton – Crystal Palace kl. 18:30 (leikurinn byrjar kl. 19:00).

Aðgangseyrir er 3.500 kr. en innifalið í því verði er sæti í VIP stúkunni, bjór og gos (frí áfylling af hvoru tveggja). Snakk og hnetur einnig ókeypis meðan á leik stendur og fingramatur í hálfleik. Gildir 30 mínútum fyrir leik allt til leiksloka.

VIP stúkan rúmar 23 manns og gott að panta fyrirfram (í síma 511-5300 milli kl. 09.00 – 16.00 alla virka daga).

4 Athugasemdir

 1. Elvar Örn skrifar:

  Djöfull hefði ég átt að vera í rvk þessa helgi.

 2. Gunni Gunn skrifar:

  Hefði verið game en er að fara í bústað!

 3. Einar G skrifar:

  Asskotinn, er erlendis þessa helgi, einmitt þegar Everton er á föstudagskvöldi…

 4. Finnur skrifar:

  Þetta byrjaði með trukki en menn hafa verið að heltast úr lestinni einn af öðrum þannig að við þurftum að hætta við, eins og fram kemur hér að ofan. Allavega þrír úr Everton hópnum til dæmis á leið í bústað akkúrat þessa helgi. Ekki endilega vinsælasta bústaðarhelgin, hefði maður fyrirfram talið. Skondið. 🙂

  En, við ætlum að reyna aftur síðar og ef þið að norðan viljið nýta ykkur þetta með okkur þá bara hafið samband og við sjáum hvort við getum fengið stúkuna.

%d bloggers like this: