Aðalfundur og árshátíð um helgina! Lokafrestur!

Mynd: Everton FC (af Dixie Dean veislu-salnum á Goodison)

Við minnum á aðalfundinn sem haldinn verður núna á laugardaginn. Hann byrjar klukkan 15:00 á Ölveri, svo horfum við saman á Everton mæta Middlesbrough strax að loknum aðalfundi og um kvöldið er árshátíð klúbbsins í veislusal á Hverfisgötu 33 (fyrir ofan Kryddlegin Hjörtu).

Rétt að minna á að ef einhver vill koma með tillögur að lagabreytingum eða bjóða sig fram í stjórn þá er tækifæri til þess á aðalfundi (lagabreytingar þarf að auglýsa fyrir fund). Við óskum annars eftir að sjá sem flesta félagsmenn á fundinum.

Árshátíðin verður haldin um kvöldið og matseðillinn er klár — þriggja rétta veislumáltíð fyrir aðeins 6500 kr. Þetta er sama verð og í fyrra, sem þá var þó bara tveggja rétta. Matseðillinn lítur svona út:

Forréttaplatti
Ólívur, rautt pestó, ætiþistlar, grafinn lax,
parmaskinka, súrdeigsbrauð.

Aðalréttur
Black and White: Nautalund og kjúklingalæri.
Svartrót, sætar kartöflur, ferskur aspas, blómkál, demi glace.

Eftirréttur
Champions League súkkulaðikaka.

Þetta er einkasamkvæmi og leyfilegt að mæta með eigið vín. Gaman væri ef einhver væri til í að undirbúa tölu og/eða koma með skemmtiatriði. Hafið endilega samband ef svo er. Húsið opnar kl. 20:00.

Athugið að frestur til að skrá sig er til hádegis á morgun (fimmtudag).

Okkur þætti vænt um ef þið væruð til í að fylla inn í formið hér að neðan, hvort sem ætlunin er að mæta eður ei.

5 Athugasemdir

  1. Albert Gunnlaugsson skrifar:

    Mæti á allt 🙂 Borgar maður á staðnum, eða leggja inn?

    • Finnur skrifar:

      Endilega leggið inn á reikning félagsins fyrir laugardag:

      Reikningsnúmer: 331-26-124
      Kennitala félagsins: 5110120660

      Upphæð: 6500.

  2. Diddi skrifar:

    rautt pesto á ekki að sjást á árhátíð Everton klúbbsins 🙂