Everton – Yeovil Town 4-0

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir deildarbikarleikinn við Yeovil: Stekelenburg, Oviedo, Funes Mori, Williams, Holgate, Gueye, McCarthy, Bolasie, Barkley (fyrirliði), Lennon, Lukaku. Varamenn: Robles, Baines, Jagielka, Gibson, Cleverley, Mirallas, Kone.

Williams byrjaði sinn fyrsta leik með Everton í byrjunarliðinu og Lukaku átti einnig með sinn fyrsta leik í byrjunarliðinu á þessu tímabili. Barkley var fyrirliði í leiknum — fyrsta skiptið sem hann leiðir klúbbinn í keppnisleik. Gott mál.

Aðeins tveir leikir voru sýndir í beinni í kvöld enda aðeins um 2. umferð deildarbikarsins að ræða þannig að maður þurfti að láta sér nægja að hlusta á beina lýsingu af Everton síðunni. Og skv. henni hljómaði þetta eins og algjör einstefna. Everton mun meira með boltann í fyrri hálfleik (65%) og með öll færin (3 skot á mark — ekkert frá Yeovil).

Eitt færi Everton endaði með marki frá Aaron Lennon eftir góðan undirbúning hjá Lukaku og McCarthy en sá síðarnefndi hljóp upp að endalínu, fékk boltann frá Lukaku og gaf hann fyrir á Lennon sem þurfti bara að pota inn af stuttu færi.

Stuttu síðar átti Yannick Bolasie að fá víti þegar hann var felldur inni í teig, en dómarinn ekki sammála.

1-0 í hálfleik.

Tvöföld skipting á 66. mínútu: McCarthy og Holgate út af fyrir Gibson og Cleverley.

Pressan jókst frá Everton eftir því sem á leið og hún skilaði loks marki frá Ross Barkley beint úr aukaspyrnu af löngu færi á 69. mínútu. Staðan orðin 2-0 fyrir Everton.

Barkley var svo skipt út af fyrir Kone á 79. mínútu og fyrirliðabandið þar með til Cleverley. Kone beið hins vegar ekki boðanna heldur var búinn að skora mark innan við fimm mínútum síðar og svo annað mark rétt undir lok leiks.

Staðan 4-0 fyrir Everton, enginn meiddur (svo vitað sé) og Everton áfram í bikarnum. Biðjum ekki um meira.

Helstu atriði:

13 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Hægt að hlusta á lýsingu hér:
  http://www.evertonfc.com/listenlive

 2. Eiríkur skrifar:

  Ánægjulegt að sjá Kone með eðlilegan háralit 🙂 virkar í formi.

 3. Elvar Örn skrifar:

  Þakka Kone fyrir að troða sokk uppí okkur hér.
  Barkley on fire, kapteinn I leiknum, skoraði og maður leiksins.

 4. Finnur skrifar:

  Drátturinn í 3. umferð kominn:

  Everton v Norwich City
  Nottingham Forest v Arsenal
  Leeds United v Blackburn Rovers
  QPR v Sunderland
  West Ham v Accrington Stanley
  Southampton v Crystal Palace
  Swansea City v Manchester City
  Fulham v Bristol City
  Bournemouth v Preston North End
  Tottenham v Gillingham
  Derby County v Liverpool
  Northampton v Manchester United
  Brighton v Reading
  Newcastle United v Wolves
  Stoke City v Hull City
  Leicester City v Chelsea

 5. Georg skrifar:

  Góður sigur á Yeovil. Gott að vinna sannfærandi sigur og flott fyrir Williams, Bolasie og Lukaku að fá 90 mínútur. Gaman fyrir Barkley að vera fyrirliði, sem er eitthvað sem mönnum dreymir um þegar menn ertu uppaldir.

  Hef trú á að þetta sé tímabilið sem að Barkley springur almennilega út. Tel að Koeman geti hjálpað honum mikið enda strax farinn að láta Barkley vita hvar hann getur bætt sig sbr. það sem Barkley ræddi um eftir leik, þá var hann alveg meðvitaður að það væru vissir hlutir í hans leik sem má bæta

  Kone kom með ótrúlega flottar innkomu með 2 góðum mörkum. Ekki að það sé mikið að marka að skora 2 gegn ekki stærra liði en gott að sjá að hann er sjálfur ennþá hungraður að fá að vera áfram. Þetta breytir þó ekki minni skoðun að við verðum að fá annan framherja

  Flott að fá Norwich í næstu umferð og þá sértaklega flott að fá heimaleik.

 6. Georg skrifar:

  Hér er svo aðeins lengra highlights af leiknum https://youtu.be/YNXqax7kXXA

  Við hefðum átt að skora fleiri í þessum leik og þá sérstaklega Lukaku

 7. Gestur skrifar:

  Nú berast fréttir af einn einum seinagangi Everton manna

 8. Elvar Örn skrifar:

  Koeman að gefa það út að Everton sé ekki að fara að kaupa Hart, áhugavert.

  • Finnur skrifar:

   Þetta var mjög afdráttarlaust á blaðamannafundinum áðan. Þar gáfu svör Koeman til kynna að það er ekki og *var aldrei* áhugi á því að fá Hart til liðsins. Athyglisvert miðað við allar sögusagnirnar í blöðunum hingað til.

  • Gestur skrifar:

   Er þetta ekki leið til að lækka verið á Hart?

%d bloggers like this: