Everton – Tottenham 1-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin komin: Stekelenburg, Baines, Funes Mori, Jagielka, Holgate, Guyey, Barry, McCarthy, Mirallas, Barkley, Deulofeu. Sem sagt, Coleman og Lukaku frá vegna meiðsla. Varamenn: Robles, Kone, Lennon, Cleverley, Oviedo, Davies, Galloway.

Everton fékk óskabyrjun á leiknum þegar Wanyama hjá Tottenham felldi Mirallas utan við teig á 5. mínútu, svolítið langt frá marki. Barkley tók háa spyrnu í sveig á fjærstöng. Mirallas gerði sig líklegan til að skalla en náði ekki til boltans. Jagielka sömuleiðis en þetta var nóg til að setja Lloris úr jafnvægi og boltinn endaði í markinu þar sem Lloris hafði ekki nægan tíma til að bregðast við. 1-0 Everton.

Everton endurtók næstum því leikinn með nákvæmlega sama hætti á 15. mínútu. Aftur brot frá Wanyama á Mirallas, aukaspyrnan há inn í teig en nú náði Jagielka að skalla og Lloris varði meistarlega með því!

Everton mikið betra liðið í fyrri hálfleik, beittari og pressuðu vel sem gaf Tottenham mönnum lítinn tíma að hugsa — alltaf mættur Everton leikmaður í tæklingu. Tottenham menn virkuðu ekki í góðu leikformi, Kane fékk enga hjálp frá samherjum og því lítið að frétta hjá Tottenham fyrir framan mark Everton.

Rétt fyrir hálfleik komst Deulofeu í dauðafæri þegar hann stakk miðvörð Tottenham af og komst þannig inn í sendingu aftur á markvörð, var einn á móti markverði með mann í bakinu en Worm varði glæsilega frá honum úr þröngu færi. Þar hefði staðan átt að vera 2-0 fyrir Everton.

Annað var bara hálffæri: Skot frá Deulofeu inann teigs og skalli frá Barkley. Tottenham með eitt skot fyrir utan teig sem var beint á Stekelenburg og það var að ég held eina skot Tottenham á mark í fyrri hálfleik.

Ekki bætti úr skák fyrir þá heldur að markvörður þeirra, Hugo Lloris, fór meiddur út af á 35. mínútu. Ekki vitað af hverju en Worm inn á í staðinn. Ekki góðar fréttir fyrir Tottenham stuðningsmenn.

1-0 í hálfleik.

Ekkert að frétta þangað til á 60. mínútu að Tottenham jöfnuðu. Höfðu lítið sem ekkert, eiginlega ekkert ógnað marki fram að því. Erik Lamela með markið úr skalla eftir háa fyrirgjöf frá hægri.

Þetta gaf leikmönnum Tottenham aukið sjálfstraust og þeir komust mun meira inn í leikinn. Koeman hafði sagst hafa áhyggjur af því að menn væru ekki 100% fit, nefndi 70% tölu í þeim efnum og það hugsaði maður að boði ekki gott fyrir lokin.

Kone inn á fyrir Deulofeu á 68. mínútu og Lennon inn á fyrir Mirallas á 76. mínútu. Í millitíðinni átti Mori langskot að marki á 71. mínútu en rétt framhjá.

Það dró af Everton eftir því sem leið á leikinn og Tottenham menn að vaxa meira og meira inn í leikinn í lokin, komnir með undirtökin á 80. mínútu og mark þeirra virtist liggja í loftinu. Þeir fengu eitt point blank skot upp við mark þar sem Stekelenburg bjargaði málunum með glæsilegri vörslu. Þeir fengu svo aukaspyrnu á hættulegum stað sem fór rétt yfir.

Stekelenburg reddaði okkar mönnum svo aftur þegar skot kom frá Lamela upp við mark, breytti um stefnu af Barry og Stekelenburg rétt náð að verja í slá og yfir.

Cleverley inn á fyrir Barry á 84. mínútu. En þetta síðasta færi Tottenham reyndist síðasta almennilega færið í leiknum og 1-1 jafntefli því niðurstaðan.

Slæmt að hafa ekki stungið þá af í fyrri hálfleik en jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða. Byrjunin á Koeman tímabilinu lofar góðu — verður gaman að sjá liðið á fullum styrk í topp leikformi.

Einkunnir Sky Sports: Stekelenburg (8) Holgate (6) Funes Mori (6) Jagielka (7) Baines (7) Gueye (8) Barry (6) McCarthy (7) Mirallas (6) Barkley (7) Deulofeu (7).  Varamenn: Kone (5) Lennon (5) Cleverley (5). Tottenham menn með nokkrar sjöur, aðrir lægra. Stekelenburg maður leiksins. 

10 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  miðað við liðin í dag þá er þetta því miður tapbyrjun hjá okkur 🙂

 2. Gunnþór skrifar:

  Verður erfitt

 3. Eiríkur skrifar:

  1-0 strax fyrir okkur Barkley 🙂

 4. Eiríkur skrifar:

  Sé að meistari Finnur hefur gleymt Jags í byrjunarliðinu 🙂

 5. Diddi skrifar:

  Idrissa Gana er hrikalega góður á miðjunni, hann er algjör brimbrjótur 🙂 Flottur fyrri hálfleikur hjá okkur, erum að pressa hitt liðið í staðinn fyrir í fyrra voru hin liðin alltaf að pressa okkur 🙂

 6. RobertE skrifar:

  Maður sá bara að allur vindur var úr Everton rétt eftir 70. mín, verða að bæta þolið svo um munar ef þetta á að ganga í haust/vetur/vor

 7. Gunnþór skrifar:

  Sammála bæta standið og fá fleiri leikmenn var ekki sáttur með þá sem komu inná. Sammála didda fannst nýi leikmaðurinn lofa góðu.

 8. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Mér fannst okkar menn spila vel í dag, en það var greinilegt að það vantar nokkuð upp á að menn séu komnir með 100% þol eins og Koeman kom inn á um daginn. Þessi Idrissa Guye átti mjög góðann leik og er greinilega hörkuleikmaður, eins var Stekelenburg góður.
  Ég var virkilega ánægðurmeð að það er búið að berja bölvað tippy tappy ruglið úr leikmönnunum og gott að sjá menn pressa til að vinna boltann aftur og það var skemmtileg tilbreyting frá síðustu tveimur tímabilum að vera ekki með lífið í lúkunum í hvert sinn sem okkar menn þurftu að verjast.

  Ég held, miðað við þennann fyrsta leik, að framtíð Everton sé björt og þegar Koeman og félagar eru búnir að ná mönnum í almennilegt form og komnir fleiri nýir leikmenn þá verði Goodison aftur það óvinnandi vígi sem það var og leikir gegn Everton verða ekkert tilhlökkunarefni fyrir önnur lið, sama hvort leikið sé á Goodison eða ekki.

 9. Finnur skrifar:

  Stekelenburg í liði vikunnar að mati BBC:
  http://m.bbc.com/sport/football/37077569

%d bloggers like this: