Everton U23 sigurvegarar Lancashire Senior Cup

Mynd: Lancashire FA.

Sigurganga U23 liðs Everton heldur áfram en í kvöld mættu þeir Oldham í úrslitum Lancashire Senior Cup og unnu þann leik í vítaspyrnukeppni eftir að hafa verið 1-2 undir í hálfleik.

Everton komst reyndar yfir í byrjun leiks eftir vítaspyrnu sem Courtney Duffus sótti og Ryan Ledson skoraði úr en tvö mörk frá Oldham fylgdu í kjölfarið og útlitið því dökkt í hálfleik. Það batnaði þó þegar Tom Davies jafnaði fyrir Everton á 83. mínútu en bæði lið gerðu sitt besta til að stela sigrinum í lokin.

Vítaspyrnukeppni varð þó niðurstaðan og þar stóðu leikmenn Everton uppi sem sigurvegarar eftir 5 mörk í 5 spyrnum (Ledson, Jones, Walsh, Henen og Garbutt) og Everton U23 því sigurvegarar Lancashire Senior Cup.

Þetta er þriðji bikar þeirra á síðustu 10 dögum. Geri aðrir betur!

1 athugasemd

  1. Ari S skrifar:

    Vel gert drengir… sá fyrsti af mörgum hjá liðinu.

%d bloggers like this: