Treyjunúmerin tilkynnt

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti á dögunum treyjunúmer leikmanna og margt sem vakti þar athygli enda gefur það ýmislegt til kynna varðandi framtíð leikmanna á jaðrinum.

Sérstaka athygli vakti að Oumar Niasse, Aiden McGeady, Conor McAleny, Leandro Rodriguez og Luke Garbutt fengu ekki úthlutað númeri. Leandro Rodriguez virðist hafa verið færður aftur í akademíuna en nú veit maður ekki með ungu leikmennina (Conor og Luke), hvort málið sé að þeir fái bara ekki númer þar sem þeir verða sendir til annarra liða að láni en ljóst er að þetta boðar ekki gott fyrir þá Niasse og McGeady og er klárlega merki um að þeirra bíður nú leit að öðru liði til að spila með.

Deolufeo tekur annars við sjöunni af McGeady og Barkley og Oviedo skiptu um númer (Barkley nú nr. 8 en Oviedo númer 20). Besic skipti úr 17 yfir í 21 og Idrissa Gueye tók númer 21. Tom Davies, sem nýverið skrifaði undir 5 ára samning (til júní 2021) fékk númerið 26 og Kieran Dowell númerið 28.

Hér að neðan má sjá heildarlistann fyrir tímabilið, en fyrst rétt að geta þess að Everton U23 komust í úrslit Liverpool Senior Cup bikarkeppninnar eftir 4-0 sigur á Skelmersdale (sjá vídeó). Mörk Everton skoruðu Anthony Evans, Bassala Sambou og Luke Garbutt en leikmaður Skelmersdale skoraði einnig sjálfsmark í leiknum. Næsti leikur þeirra var svo 3-1 tap við Southport.

Númeralistinn:

1. Joel Robles
2.
3. Leighton Baines
4. Darron Gibson
5. John Stones
6. Phil Jagielka
7. Gerard Deulofeu
8. Ross Barkley
9. Arouna Kone
10. Romelu Lukaku
11. Kevin Mirallas
12. Aaron Lennon
13.
14.
15. Tom Cleverley
16. James McCarthy
17. Idrissa Gana Gueye
18. Gareth Barry
19.
20. Bryan Oviedo
21. Muhamed Besic
22. Maarten Stekelenburg
23. Seamus Coleman
24. Shani Tarashaj
25. Ramiro Funes Mori
26. Tom Davies
27. Tyias Browning
28. Kieran Dowell
29.
30. Mason Holgate
31.
32. Brendan Galloway
33.
34.
35.
36.
37.
38. Matthew Pennington
39. Conor Grant

18 Athugasemdir

 1. RobertE skrifar:

  Sorglegt að sjá tvistinn án nafns

  • Finnur skrifar:

   Nei, það er virðingarvottur við Chuck Norris Englands, Tony nokkurn Hibbert.

   • RobertE skrifar:

    Hefði verið gaman að sjá nafnið hans ennþá þarna þó svo hann sé farinn úr liðinu

 2. Elvar Örn skrifar:

  Er ekki bara verið að geyma tvistinn fyrir Ashley Williams? En skv. áreiðanlegum miðlum (s.s. skysports) þá er Everton að fara að hækka boðið í Williams úr 10 mills i 15 mills. Væri sterkt að fá hann til okkar held ég.
  http://www.skysports.com/football/news/11671/10522371/everton-prepare-new-offer-for-swanseas-ashley-williams?

  • Finnur skrifar:

   Ég væri kátur með það. Man eftir leikjum gegn Swansea þar sem hann var allt í öllu í vörninni hjá þeim og allavega einum leik þar sem hann átti mjög stóran þátt í að breyta stórtapi Swansea í 0-0 jafntefli.

   • Ari S skrifar:

    Ekki spurning, þetta er flottur leikmaður, ég er líka kátur með Williams. Fínn aldur, mikil reynsla. Sýndi góðan leik á EM í sumar.

 3. Eiríkur skrifar:

  Hvað segi þið sem fylgist með öllu í boltanum.
  Oumar Niasse hvað var það?

  • Finnur skrifar:

   Stundarbrjálæði, líklega. 🙂

  • RobertE skrifar:

   Var góður í Rússlandi, eins og Aiden McGeady, en var ekki að finna sig í ensku deildinni, væri alveg til í að gefa honum Niasse meiri tíma, kannski nær hann að spila vel með Lukaku, Barkley og Deulofeu. Annars mætti henda þessum Koné í burtu, helst langt.

  • Ari S skrifar:

   Það þarf nú ekkert að fylgjast með öllu í boltanum ( 😉 )til þess að svara svona spurningum. Örvæntingarkaup held ég.

  • Finnur skrifar:

   Það verður fróðlegt að lesa sjálfsævisögurnar því þetta var við hið dularfyllsta mál allt saman…

 4. Gunnþór skrifar:

  Benteke eru menn á einhverju þarna í liverpool.

 5. Ari S skrifar:

  Hvað er Hibbert að pæla?Ég er alls ekki ánægður með hann í dag. Hann var á launum siðustu þrú ár og lék að ég held innan við tíu leiki á þessum tíma með 4 milljónir á viku í laun frá félaginu. Hann fékk góðgerðarleik frá félaginu og félagið skuldar honum ekkert að mínu mati. Þó að hann hafi frétt uppsögnina á heimasíðu félagsins þá hefði hann betur látið þetta kjurt liggja að mínu mati. Kær kveðja, Ari.

 6. Eiríkur skrifar:

  Þarna er ég ekki sammál þér Ari, svona framkoma er ekki góð. Lágmark að tala við þessa stráka áður enn þetta er gefið út. Get ekki ímyndað mér annað enn að Hibbert hafi viljað spila alla leiki á þessum tíma, það er bara ekki hann sem að ræður því.
  Kurteisi kostar ekkert!

 7. Ari G skrifar:

  Alltaf erfitt að segja upp fólki en ég er sammála klúbbnum að segja upp Hibbert ekkert vit að halda honum á ofurlaunum til að sitja á bekknum. Hann getur ekki búist við að vera endalaust á samningi og hann á að vita að það hlaut að koma að þessu. Auðvitað átti hann að ræða við klúbbinn ef hann er ósáttur áður en hann rýkur í fjölmiðla. Hvernig staðið er að þessu er alltaf deilumál en hann var alltaf sannur Evertonmaður og til að loka málinu ætti hann og Pineer og Osman vera heiðursfélagar í fyrsta heimaleik Everton. Af hverju heyrist ekkert frá Pineer og Osman vegna þess að þeir sjá málin í réttu ljósu og vita að þeirra tími er búinn hjá Everton.

 8. Gunnþór skrifar:

  Sammála þetta er mjög kjánalegt hjá Hibbert.það þurfti engan geimvísindamann til að sjá að hann væri kominn á tíma og fengi ekki samning og að mínu mati er hann búinn að vera alltof lengi á samningi en það er annað mál.

%d bloggers like this: