Everton U23 sigurvegarar Liverpool Senior Cup

Mynd: Everton FC.

Sigurganga Everton U23 á tímabilinu hélt áfram í dag en þeir voru að vinna sinn annan bikar á tímabilinu — sem varla er þó hafið. Þeir unnu, eins og fram kom hér, Supercup NI í síðasta mánuði og í dag tryggðu þeir sér sigur í Liverpool Senior Cup með 3-0 sigri á Prescot (sjá vídeó).

Þess má geta að Liverpool Senior Cup er fyrir liðin innan borgarmarka Liverpool (til dæmis: Everton, Tranmere og Liverpool) og liðin á nærliggjandi svæðum (eins og: Bootle, Southport, Kirkby Town, Burscough, Formby, Skelmersdale, Earles Town, Marine og fleiri).

Átta lið tóku þátt í ár en Everton mætti Widnes í fjórðungsúrslitum (8-0 sigur), Skelmersdale í undanúrslitum (4-0 sigur) og nú Prescot (3-0) í úrslitunum. Samanlögð markatala því 15-0 — geri aðrir betur. Everton liðið hefur oftast lyft þessum bikar frá stofnun keppninnar (árið 1883) eða 46 sinnum en Liverpool koma næstir (40).

Mörk Everton í leiknum skoruðu Ryan Ledson úr víti (sjá mynd), Courtney Duffus og Leandro Rodriguez.

Til hamingju Everton U23, vel gert!

2 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Flott hjá strákunum.

    Að öðru þá verður Besic frá í 6 mánuði eftir meiðslin sem hann hlaut í leiknum gegn United um daginn. Idrissa gæti því spilað meira í byrjun leiktíðar en maður gerði ráð fyrir.

    http://www.footballinsider247.com/everton-midfielder-posts-twitter-message-about-shattering-injury-blow/

  2. Finnur skrifar:

    Hægt er að sjá mörkin öll í bikar-sigrinum hér…