Idrissa Gana Gueye keyptur

Mynd: Everton FC.

Everton tilkynnti í dag um kaup á miðjumanninum Idrissa Gana Gueye frá Aston Villa fyrir 7.2M punda en þetta er leikmaður sem var um það bil eini ljósi punkturinn við síðasta tímabili hjá Aston Villa. Everton fékk veður af klausu í hans samningi um afslátt ef Villa myndi falla niður um deild og nýttu sér hana (þess má geta að Villa menn borguðu 9M punda fyrir hann á sínum tíma).

Idrissa Gana Gueye er kannski ekki mjög þekkt nafn en hann er 26 ára varnarsinnaður miðjumaður frá Senegal og sá eini sem skákaði honum í tölfræði hans stöðu á síðasta tímabili var N’Golo Kante (þegar horft er yfir allar deildir Evrópu). Eða eins og Koeman orðaði það: „He was one of the players last season with the best record in interceptions and pressing in midfield. We need this kind of quality and I’m happy to have him joining our Club.“

Idrissa Gueye skrifaði undir fjögurra ára samning (til júní 2020).

Velkominn til félagsins, Idrissa Gueye.

4 Athugasemdir

 1. RobertE skrifar:

  En að selja Lukaku og Stones og stela Pogba frá United, yrði fréttnæmt.

 2. Ari S skrifar:

  Góð kaup og ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að Idrissa Gana Gueye sé leikmaður sem er meira virði en 7.2 milljón punda. Ég þekki hann ekki mikið en það er gaman að skoða tölurnar hans (statistikina hjá honum). Það er alltaf gaman að fá góða leikmenn í hópinn okkar 🙂

 3. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég sá einhversstaðar tölfræðina hans síðasta tímabil og miðað við hana er þetta frábær leikmaður.
  Vonandi að þetta séu fyrstu kaupin af mörgum (já ég veit, ég er gráðugur).

 4. Finnur skrifar:

  Skv Liverpool Echo var Steve Walsh sá sem gerði útslagið þegar kom að kaupunum á Idrissa:
  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/how-everton-new-man-steve-11696160

%d bloggers like this: