Everton sigurvegarar Supercup NI mótsins

Mynd: Everton FC

Everton U21 árs liðið tók þátt í fjögurra liða móti U21 árs liða, svokallað Supercup NI, og gerðu sér lítið fyrir og unnu það mót.

Þeir mættu Espanyol U21 í undanúrslitum þann 21. júlí og unnu 1-0. Í hinum undanúrslitunum mættust Celtic U21 og Real Sociedad U21 og þar unnu Celtic 3-1.

Það voru því Everton og Celtic sem mættust í úrslitunum og leikurinn var fjörugur. Leikmenn Celtic vildu víti snemma leiks og það leit út eins og þeir hefðu nokkuð mikið til síns máls þó dómarinn væri þeim ósammála, en endursýning sýndi að dómarinn hefði haft rétt fyrir sér — og í raun átt að spjalda sóknarmann Celtic fyrir leikaraskap.

Everton komust svo 1-0 yfir stuttu fyrir lok hálfleiks þegar Charsley skoraði algjört draumamark utan teigs, boltinn í sveig yfir markvörðinn og algjörlega óverjandi.

Hagur Everton vænkaðist svo þegar leikmaður Celtic lét reka sig út af fyrir glórulausa tæklingu á Everton leikmann.

Everton fékk þó nokkur færi í viðbót án þess að takast að bæta við en eftirleikurinn var samt sem áður auðveldur og Everton sigraði því Supercup NI — og fengu ekki einu sinni á sig mark á leið sinni að dollunni.

Vel gert!

19 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Everton átti erfitt uppdráttar í þessum leik , amk í fyrri hálfleik, og Celtics mikið meira með botlann framan af. Stórglæsilegt mark hjá Everton kom gegn gangi leiksins í fyrri hálfleik sem virtist koma Celtics nokkuð úr jafnvægi.

    Markið má sjá hér og kom á 35:50 mínútu leiksins (ath að videoið er yfir 5 klst svo þið bara skrollið):
    https://youtu.be/VD-F7rV6JI0

    Everton börðust vel í seinni hálfleik og Celtics misstu síðan mann útaf, líklega um miðjan síðari hálfleik með ljótu broti. Eftir það var sigurinn nokkuð tryggur þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir Celtics en Everton fékk fjölmörg færi til að klára þennan leik.
    Flott hjá ungu strákunum að vinna þetta mót.

    • Finnur skrifar:

      Góð samantekt að vanda Elvar. Ekki alveg sammála með að Everton hafi átt erfitt uppdráttar. Fannst jafnræði með liðum lengst af en Everton aðeins betri á köflum og með betri færi. Einnig með hávaxna og tekknískari leikmenn sem voru stórhættulegir í hornum, aukaspyrnum og fyrirgjöfum.

      See what I did there? 🙂

      Betri linkur hér, annars (beint á markið):
      https://www.youtube.com/watch?v=VD-F7rV6JI0&t=3h34m25s

      Rauða spjaldið hér:

      • Elvar Örn skrifar:

        Bull er þetta Finnur 🙂 Everton var að skíta uppá bak nánast fyrsta hálftímann, hélt þeir myndu tapa þessu 3-0. Frábært mark og leikurinn snérist algerlega Everton í vil.

        • Diddi skrifar:

          það væri nú gaman að vita hvernig sjónvörp þið félagarnir eruð með, þau eru örugglega ekki eins 🙂

          • Finnur skrifar:

            Elvar er alltaf með lífið í lúkunum þegar Everton er án bolta. Líklega leyfar af Roberto Martinez tímanum. 😉

            Nei, ég segi svona. Við Elvar erum á algjörlega sömu línu og nánast alltaf sammála.

            … nema þegar hann hefur rangt fyrir sér. 🙂

          • Diddi skrifar:

            en sjónvarpstegundin Finnur ?? 🙂

          • Finnur skrifar:

            Sjónvarp? Hvað er það? 🙂
            Ég horfði á leikinn í Chromebook Pixel. 🙂

      • Finnur skrifar:

        Fyrir þau ykkar sem ekki vilja horfa á alla útsendinguna er hér skemmtileg þriggja mínútna úttekt á leiknum:
        https://www.youtube.com/watch?v=93yTV0R2wCI

        Og ef ég á að hraðsjóða þetta vídeó (og fréttina hér að ofan) niður í eina málsgrein þá sýnist mér þetta vera eitt „penalty scare“ (réttilega ekki dæmt), eitt færi hvorum megin vallar (færi Everton betra), eitt mark hjá Everton, eitt rautt spjald hjá Celtic og svo náttúrulega ein dolla sem fylgdi. 🙂

        Just leaving it out there… ;D

  2. Diddi skrifar:

    ég verð nú að segja að ef umræðan er ekki alveg á villgötum varðandi söluna á Stones og að arftaki hans verði Indi Martins og söluna á Lukaku og að arftaki hans verði Bony þá er ekkert að marka okkar Nil satis Nisi optimum 🙂 ég vil ekki Bony „með rassgatið út í öll loft“ í staðinn fyrir Lukaku 🙂

  3. Ari G skrifar:

    Ekkert hægt að gera í því ef Stones vill fara kostar 40-50 millur. Lukaku verður ekki seldur nema lágmark 60 millur og ef hann vill fara þá má hann fara. Þetta gera 100 millur hægt að fá 4-5 góða leikmenn fyrir þann pening plús aðrar 100 millur. Bony er lélegur bull að kaupa hann. Indi Martins þekki hann ekki vill bara alvöru leikmenn annars getum við lokað fyrir titlum næstu 10 ár.

  4. Elvar Örn skrifar:

    Everton er nú talið vera að kaupa Marko Arnautovic skv. nokkrum miðlum en fréttin kemur upphaflega frá Sky Sports í Austuríki (veit ekki hvort það sé eins áreiðanlegt og sú breska) en Arnautovic á bara ár eftir af sínum samning (að sögn) svo það gæti verið snefill af sannleika í þessu.

    Sömu nöfnin eru síðan að koma aftur og aftur en ekkert virðist vera að gerast. Maður fer að vera vonlítill ef ekkert gerist í þessari viku.

    • Orri skrifar:

      sæll Elvar.Maður fer nú að fyllast vonleysi hvað leikmannakaup hjá okkar góða félagi varðar,það skeður bara akkurat ekki neitt í þeim málum.

  5. Diddi skrifar:

    já auðvitað, kaupa einn vinstri bakvörð, vantar sárlega??? ekki nema fimm leikmenn sem við eigum sem geta leyst þá stöðu, hvað með hægri bakvörð til tilbreytingar?? og þessi leikmaður er ekki að fara að gera neitt fyrir okkur, þó hann geti leikið á kantinum þá erum við bara með mikið betri leikmenn í þær stöður að mínu mati. Vonandi bara bull, annars verð ég brjálaður 🙂

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Er Guardian ekki yfirleitt álitið frekar áreiðanlegt blað?
    Þessi frétt er þaðan. Ég veit ekkert um þennan gaur, en þið?

    https://www.theguardian.com/football/2016/jul/26/everton-aston-villa-release-clause-idrissa-gueye?

    • Finnur skrifar:

      Veit ekkert um hann. Las samt að Walsh hafi litið á hann sem fyrsta valkost á miðjuna hjá Leicester, þangað til N’Golo Kante birtist á sjóndeildarhringnum…

  7. Finnur skrifar:

    Datt í hug að minnast á að einn af okkar félögum á stórafmæli í dag:

    Sveinbjörn Orri er sextugur og óskum við hér á everton.is honum hjartanlega til hamingju með afmælið!