Stekelenburg fyrstu kaup Koeman

Mynd: Everton FC.

Everton klúbburinn staðfesti í dag fyrstu kaup Ronald Koeman eftir að markvörðurinn Maarten Stekelenburg skrifaði undir 3ja ára samning við klúbbinn. Kaupverðið fékkst ekki gefið upp en er talið vera 1M punda.

Stekelenburg er 33ja ára og á 54 leiki að baki með hollenska landsliðinu (nú síðast í úrslitaleik HM 2010) og kemur til Everton frá Fulham. Þetta er í þriðja skipti sem Koeman nýtur liðsinni hans eftir að hafa unnið með honum hjá Ajax (Hollandsmeistarar 2004) og síðar á láni hjá Southampton þar sem hann lék 25 leiki. Í millitíðinni lék Stekelenburg með Roma, Fulham og sem lánsmaður hjá Monaco.

Stekelenburg sagði við þetta tilefni: „I’m very happy – things have moved very fast over the last couple days. He [Koeman] has come to Everton and he called me a few days after asking if I was willing to follow him. It wasn’t difficult to make that choice. He’s one of the best coaches – he’s straight talking, he’s fair and he has confidence in me which counts as well.“

Koeman sagði einnig: „I know through his professionalism, hardworking approach and personality he will fit in well with what I will be building at Everton.“

Við bjóðum Stekelenburg velkominn!

16 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  ekkert varið í þennan markvörð, nákvæmlega ekkert

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta er ágætis markvörður en vonandi ekki sá eini sem við kaupum í sumar.

 3. Ari S skrifar:

  Rólegur Diddi minn, að hefur alls staðar fverið talað um að þessi markmaður yrði númer 2.

 4. Ari S skrifar:

  ég er reyndar bara búinn að lesa eina grein…. 🙂

 5. Gunnþór skrifar:

  Sammála þér diddi.

 6. Ari G skrifar:

  Flott kaup ódýr og góður en enginn snillingur en hefur reynsluna. Þurfum 4 leikmenn einn frábæran mörkvörð, hægri bakvörð, sóknarmann og miðjuskapandi leikmann ef Barkley meiðist. Væri alveg til að kaupa Gylfa jafnvel Arnór framtíðarmaður. Ef Stones verður seldur væri ég til að fá Ragga jafnvel þótt Stones yrði ekki seldur þurfum 4 frábæra miðherja. Áfram Í sland.

  • Gunni D skrifar:

   Raggi er púllari. Líst ekkert á þennan markvörð og alls ekki á Mata. Er þetta ekki markvörðurinn sem hefur aldrei varið víti?

 7. Elvar Örn skrifar:

  Mata, Witsel og Kovacic eru næstir inn. Búmm.

 8. Einar Gunnar skrifar:

  Í alvöru, þá vil ég sjá leikmannakaup af stóra sviðinu. Ekki eitthvað til að hækka meðalaldurinn. Vonandi að eitthvað sé í farvatninu til að bæta að styrkja hópinn.

 9. þorri skrifar:

  ég vona að koman kaupi og láti nokra fara sem hafa ekki ná að festa sig í okkar liði . er til að hann skoði Gylfa og Ragnar . og jafvel feyri .Og koma svo ÁFRAM EVERTON

 10. Elvar Örn skrifar:

  Witsel er rosalega líklegur að koma á til Everton.

  Svo eru það þessar frettir:
  http://www.footballinsider247.com/report-liverpool-and-everton-join-premier-league-clubs-in-the-hunt-for-euro-2016-star-defender/

 11. Ari S skrifar:

  Sagt var að Chelsea væri búið að bjóða 38.5 milljón punda í Koulibaly 25, sem er einn besti miðvörður í Ítölsku deildinni… og það var LÍKA sagt að Everton hefði bætt um betur og boðið Napoli (hann leikur með því liði) 39 milljón punda… gaman þegar Everton er farið að „stela“ leikmönnum fyrir framan nefið á Chelsea, frÁ Chelsea hehe kv. Ari.

%d bloggers like this: