Opinn þráður

Mynd: Everton FC.

Það eru spennandi tímar framundan enda nýr eigandi tekinn við og von á fréttum um nýjan stjóra (vonandi hvað úr hverju) og í kjölfarið fylgja örugglega töluverð umskipti á leikmannahópnum.

Við gefum orðið laust, bæði fyrir staðfestar fréttir á þessum sviðum sem og slúður og skoðanir á því hvaða stjóra og/eða leikmenn þið viljið sjá inn/út frá félaginu.

 

58 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Skv. þessu var rætt við Pellegrini í gær…
  http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-3603690/Manuel-Pellegrini-talks-Everton-job-Toffees-step-search-new-manager.html

  Ég væri alveg til í hann eða Frank de Boer eða Unai Emery. Frank horfir fram veginn:
  http://toffeeweb.com/season/15-16/news/32692.html

  NSNO hafa heldur ekki gefist upp á Koeman — sem væri fínn kostur líka.

 2. Finnur skrifar:

  Annar vinkill á þetta allt saman:

  Skv. slúðrinu verður mögulega annaðhvort Marc Overmars eða Joe Royle ráðnir í stöðu Director of Football, spurning hvernig það kemur til með að virka og hvort það sé það rétta í stöðunni…
  http://toffeeweb.com/season/15-16/rumour-mill/32717.html

 3. Finnur skrifar:

  Einstaka ský eru á sjóndeildarhringnum líka, en plön um nýjan leikvang í Walton Park virðast hafa verið lögð niður og tveir aðrir staðir nú í skoðun:
  http://www.bbc.com/sport/football/36300361

  Og Lukaku segist vera búinn að gera upp hug sinn varðandi framhaldið, sem líklega þýðir að hann er á leið í burtu en miðað við það sem ég hef lesið er hann að hugsa um meginlandið…
  http://toffeeweb.com/season/15-16/news/32716.html
  Hvað hann varðar þá á endanum er það þó klúbburinn sem hefur lokaorðið og ætti að fást mjög fínt verð fyrir hann ef hann vill fara — kæmi mér ekki á óvart þó það yrði þó nokkuð hærra en það sem klúbburinn keypti hann á.

 4. Gunnþór skrifar:

  Vill ekki sjá pellegrini var ekki að gera merkilega hluti með man city miðað við fjármagn.

  • Diddi skrifar:

   sammál Gunnþóri (eins og alltaf), maður hefur hálfvorkennt Pellegrini í vetur, virkar eitthvað svo ráðalaus, hefur ekkert sérstakt record og miðað við peningana og mannskapinn sem hann hafði úr að spila þá var árangur Martinez bara frábær enda ætla ég að minna menn á að spá sérfræðinga fyrir síðasta tímabil var svona frá 7.-11. sæti 🙁 Já það var nú ekki merkilegra þó að margir hérna inni fyndist að krafan ætti að vera meistaradeildarsæti 🙂

   • Gunni D skrifar:

    Leikmenn City misstu hausinn í kring um umræðuna um Gardiola á miðju tímabili.Ekki öfundsverð staða hjá Pellegrini að mótivera liðið með það fár í gangi. Við fáum aldrei að vita hvernig hefði gengið hjá City að því slepptu.

 5. Gestur skrifar:

  sammála með Pellegrini, virðist hafa misst neistann. Frank er mjög líklegur í stjóra stól.

 6. Finnur skrifar:

  Góður markvörður er lykilatriði…
  https://www.nsno.co.uk/everton-news/2016/05/rumour-everton-plotting-audacious-bid-joe-hart/
  Á þó síður von á þessu…

  Einhverjir veltu fyrir sér skiptum…
  http://toffeeweb.com/season/15-16/rumour-mill/32731.html
  🙂

 7. Gestur skrifar:

  Ég tel að Everton verði að losa sig við nokkra farþega sem eru í liðinu. Þar má nefna fyrstan Hibbert – hefur komið afarlítið við sögu á síðustu tímabilum. McGeady – ekki náð sér á strik. Koné – ekki gert mikið, komið við sögu í 55 leikjum á þremur tímabilum og skorað 8 mörk, þar af 3 í sama leik. Oviedo – er mikið meiddur og ætti að selja og nota Garbutt í staðin. Cleverley – notaður sem kantmaður oft og engan veginn að standa undir væntingum. Gibson og Osman er hægt að nota til að koma inn þegar vantar næsta vetur. Með Stones ef lið vill borga 40mill + er þá ekki fínt að selja hann og Lukaku á 60mill, fyrir þá peninga er hægt að byggja upp ungt lið. Ég veit heldur ekki með ólétta leikmanninn okkar?

 8. Finnur skrifar:

  Athyglisverð grein um Frank de Boer (frá því í gær):
  http://toffeeweb.com/season/15-16/comment/editorial/32730.html

 9. Elvar Örn skrifar:

  Loksins góðar fréttir,,,,,,,,,,Benitez framlengdi samning sinn við Newcastle til þriggja ára 🙂

 10. þorri skrifar:

  Kanast einhver við að gamli stjóri okkar nefdur einn af þeim sem koma til geina moyes

 11. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég hef þessa nagandi tilfinningu að næsti stjóri verði Moyes með Phil Neville sem aðstoðarmann.

 12. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta er nú meiri kjaftaskúmurinn.
  Everton ætti með réttu að sekta hann um mánaðarlaun og segja honum að halda kjafti. Hann á enn þrjú ár eftir af samningnum og það sé klúbburinn sem hefur úrslitavald um það hvort hann fer. Ekki hann eða pabbi hans.

  http://toffeeweb.com/season/15-16/news/32750.html

 13. Elvar Örn skrifar:

  Ég er búinn að ákveða mig um hvern ég vilji sjá í stjóra stólnum hjá Everton. Lygilegt en það er Manuel Pellegrini. Sjáum hvað setur.

 14. Gunnþór skrifar:

  Aldrei pellegrini hann er búinn að vera.

 15. Elvar Örn skrifar:

  Ég er ekki endilega að segja að það sé slæmt, en af hverju er Everton ALLTAF svona lengi að selja og kaupa bæði leikmenn og stjóra. United skipti um stjóra núna bara svona rétt eftir úrslitaleikinn í bikarnum, rekinn og næsti ráðinn. Við segjum upp stjóranum fyrir seinasta leik og svo líða vikurnar.

  Kannski bara gott að vanda valið en þetta er alltaf svona virðist vera. Djöfulli langar mig að fara að sjá nýjan stjóra sem allra fyrst.

  Held að það sé mikilvægt í ljósi þess að Everton virðist til í að spreða stórum upphæðum að ráðinn verði stjóri sem hefur mikla reynslu og getur laðað að stór nöfn.

  Satt best að segja væri ég til í að sjá hvort Unsworth geti stýrt liðinu en miðað við hvað nýji eigandinn ætlar sér þá vil ég mann með reynslu og tengingu. Held að De Boer sé fínn stjóri en bara alls ekki viss að hann sé það virtur að hann geti fengið til sín klassa leikmenn, en ekki má gleyma að money talks svo kannski skiptir það ekki máli.

  Ég skoðaði recordið hjá Pellegrini og er satt best að segja til í að sjá hvað hann getur gert með lið eins og Everton. Sama hvaða stjóri verður valinn ég mun bakka það upp, svo lengi sem það er ekki Hughes eða Howie eða álíka vitleysa.

  Svo er bara að plana aðra ferð í Guttagarð í haust (hata orðið Guttagarður).

 16. Gunnþór skrifar:

  Það er versti kosturinn. Ekki sáttur ef af verður. ???

 17. Finnur skrifar:

  Þrjár slúðurfréttir í dag í boði Toffeeweb…

  Monchi (Sevilla) sem Director of Football?
  http://toffeeweb.com/season/15-16/rumour-mill/32786.html

  Er release clause í samningi stjórans Unai Emery við Sevilla myndi lækka úr 8m Evra niður í 2m Evra?
  http://toffeeweb.com/season/15-16/rumour-mill/32788.html

  Everton á höttunum eftir ‘njósnaranum’ Eduardo Macia?
  http://toffeeweb.com/season/15-16/rumour-mill/32785.html

 18. Robert E skrifar:

  Sögur segja að Koeman sé að fara að skrifa undir á næstu dögum

 19. Finnur skrifar:

  GrandOldTeam vilja meina að Everton hafi fengið til sín 18 ára gutta frá Coventry, Bassala Sambou. Skoraði 21 mark með U18 ára liðinu og fjögur með U21 árs liðinu.
  https://www.grandoldteam.com/2016/06/02/everton-sign-sambou/

 20. Gunnþór skrifar:

  Þetta er geggjað koeman verður það klára þetta strax og fara að vinna í að fá nýja leikmenn bara gleði ???

 21. Gunnþór skrifar:

  Sky eru farnir að fjalla um koeman til everton.

 22. þorri skrifar:

  sælir félagar er Rone Koman ekki bara á leiðinni til okkar

 23. Finnur skrifar:

  Staðfest: Umboðsmaður Koeman er í viðræðum við Everton, skv. þessu…
  http://www.bbc.com/sport/football/36450172

 24. þorri skrifar:

  er búið að semja við koman

 25. Finnur skrifar:

  Skv hollensku pressunni er Everton búið að greiða upp það sem eftir var af samningi Koeman (5m punda):
  http://toffeeweb.com/season/15-16/news/32805.html

  Toffeeweb höfðu jafnframt þetta um Koeman að segja…
  http://toffeeweb.com/season/15-16/comment/editorial/32806.html

 26. ólafur már skrifar:

  snilld þetta verður gaman lýst vel á að fá Koeman góður þjálfari og vonandi verður næsta tímabil betra áfram bláir

 27. Finnur skrifar:

  Breska pressan komin á fullt… Eitt dæmi:
  https://www.theguardian.com/football/2016/jun/03/everton-ronald-koeman-southampton-approach?

  Einhvert blaðið gekk líka skrefinu lengra og stakk upp á að Martinez færi í staðinn til Southampton. 🙂

 28. Finnur skrifar:

  NSNO segja að búið sé að semja við Koeman um laun, bara eftir að semja við Southampton um starfslok…
  https://www.nsno.co.uk/everton-news/2016/06/ronald-blue-man/

  Ekki var getið heimilda þannig að maður tekur þessu með fyrirvara.

 29. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Vonandi gengur þetta allt í gegn. Líst mjög vel á Koeman.

 30. Finnur skrifar:

  Enn verið að vinna í málunum, greinilega…
  http://www.skysports.com/football/news/11671/10305348/ronald-koeman-closing-on-everton-switch-from-southampton-sky-sources

  Það hlýtur eitthvað að fara að gerast bráðum… trúi ekki öðru.

 31. Finnur skrifar:

  NSNO segja jafnframt að búið sé að semja um starfslok og Everton hafi því fengið leyfi til að ræða beint við Koeman (þangað til var bara rætt við umbann, ef ég skil þetta rétt).
  https://www.nsno.co.uk/everton-news/2016/06/everton-southampton-agree-compensation-deal-koeman/

 32. Finnur skrifar:

  NSNO birtu líka grein um að Moshri væri enn á höttunum eftir Monchi hjá Sevilla í stöðu Director of Football.
  https://www.nsno.co.uk/everton-news/2016/06/rumour-everton-set-pursuit-sevilla-director-football-monchi/

  … finnst samt svolítið eins og að sömu fréttirnar séu að dúkka upp aftur og aftur, bara með örlítið breyttum áherslum. Kannski eðlilegt þegar deildin er komin í sumarfrí og blöðin hafa minna að vinna með. Væri samt alveg ágætt að fara að klára þetta bara. 🙂

 33. Finnur skrifar:

  Hér er svo grein með efnistökum sem ég hafði ekki séð áður – að Moshri hafi möguleikann á að kaupa út hina hluthafanna (hinn helminginn af hlutdeild Bill Kenwright og Jon Woods) og eignast þar með um 76% hlut í Everton.
  http://toffeeweb.com/season/15-16/news/32821.html

 34. Gunnþór skrifar:

  Það var alltaf vitað því hann seldi sinn hlut í arsenal því þeir vildu ekki selja honum meira hlutafé því keypti hann everton með það í Huga að eiga mikinn meirihluta í klúbbnum.

 35. Finnur skrifar:

  Svona á meðan við bíðum…

  Liverpool Echo báðu kollega sína á suðurströndinni að taka saman yfirlit yfir stíl, styrk- og veikleika Koeman og spáðu í spilin í framhaldinu.
  http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-manager-target-ronald-koeman-11435585?

  Og Mirror veltu fyrir sér hverja Koeman myndi vilja fá til sín:
  http://www.mirror.co.uk/sport/football/news/everton-poised-confirm-new-manager-8127187?

 36. Finnur skrifar:

  Staðfest, sýnist mér…
  http://www.bbc.com/sport/football/36455355

 37. þorri skrifar:

  kæru félagar það er orið staðfest að Rone Koman sé kominn til Everton FYRIR 5 MILON PUNDA MIKIÐ er ég ánægur með það

 38. Finnur skrifar:

  Svo lítur út fyrir að standi til að fríska aðeins upp á útlitið á Goodison Park fyrir næstu heimsókn okkar þangað…
  http://www.evertonfc.com/news/2016/06/16/stadium-makeover-plans-revealed

  Gott mál. 🙂

 39. Finnur skrifar:

  Set þetta á opna þráðinn þar sem þetta á ekki heima á Koeman færslunni…

  Mogginn var með beina textalýsingu af leik Ítala og Íra í kvöld, og lýsingin var afar skrautleg svo ekki sé meira sagt…

  1. Leik­ur­inn er haf­inn!
  20. Staðan er enn marka­laus eft­ir fyrstu 20 mín­út­urn­ar.
  45. Kom­inn hálfleik­ur.
  46. Síðari hálfleik­ur haf­inn.
  85. MARK! Robbie Bra­dy er að koma Írum yfir!!! Staðan 1:0 og Írland á leiðinni áfram!
  90. Leik lokið! Stór­kost­leg­ur sig­ur Íra í höfn og þeir fara áfram á ár­angri í 3. sæti!

  Kannski vantaði bara Gumma Ben til að krydda þetta aðeins…

%d bloggers like this: