Everton – Bournemouth 2-1

Mynd: Everton FC.

Þið fáið örlítið styttri skýrsla í þetta skiptið, enda allir helstu pennar Everton.is á pöllunum að fylgjast með leiknum og þessi skýrsla því skrifuð löngu eftir leik. Samtals 11 Íslendingar manns voru á vegum klúbbsins uppi í stúku að fylgjast með Everton bera sigurorð af Bournemouth í rjómablíðu.

Fyrir leik var stutt en hjartnæm minningarathöfn um þá 96 áhorfendur sem létu lífið í Hillsborough slysinu en dómur féll á dögunum í því máli, eins og komið hefur verið inn á hér á everton.is. Að því loknu hófst leikurinn.

Uppstillingin var eftirfarandi: Howard, Baines, Stones, Pennington, Besic, Gibson, McCarthy, Cleverley, Barkley, Lennon, Niasse. Sem sagt: Besic að leysa af í hægri bakverði og ungliðinn Pennington í miðverðinum í sínum fyrsta byrjunarleik. Howard í markinu í fyrsta skipti í langan tíma en gefið var út fyrir leik að hann mun einnig vera í markinu í síðasta heimaleik tímabilsins, svo áhorfendur hafi tækifæri til að þakka honum dygga þjónustu við klúbbinn áður en hann heldur til síns nýja liðs í Bandaríkjunum.

Everton fékk óskabyrjun í leiknum þegar Tom Cleverley fékk boltann rétt utan teigs, tók snúninginn á varnarmann Bournemouth, skildi hann eftir og skaut föstu skoti í hornið á fjærstöng. 1-0 fyrir Everton eftir 7 mínútna leik.

Bournemouth menn jöfnuðu tveimur mínútum síðar en markið var pínulítið vafasamt. Sóknarmaður Bournemouth fékk sendingu fram, átti bakhrindingu á Pennington út við hliðarlínu og náði þar með að komast einn upp að endalínu og senda fyrir þar sem leikmaður Bournemouth skoraði framhjá Howard. Áhorfendur alveg brjálaðir út í línuvörð fyrir að sleppa brotinu við hliðarlínuna. Staðan 1-1 og þannig var það í hálfleik.

Everton liðið bætti svo við marki á 65. mínútu þegar Lennon komst inn í teig hægra megin og sendi flotta sendingu fyrir mark. Cleverley náði ekki til boltans en snertingin, sem varla breytti stefnu boltans, er líklega nóg til að stela stoðsendingunni af Lennon því Baines kom aðvífandi hinum megin í teignum og þrumaði inn. Fyrsta mark Baines úr opnum leik á tímabilinum. Staðan 2-1 fyrir Everton.

Bournemouth menn áttu fá svör, þeir reyndu tvö skot utan teigs sem bæði fóru rétt framhjá stönginni en fleiri urðu færi þeirra ekki og lokatölur því 2-1. Leikmönnum Everton var vel fagnað en einhverjir urðu eftir á pöllunum til að mótmæla Martinez. Við Íslendingarnir urðum þó ekki varir við það því við fórum beint út í sólina og á næsta bar að fagna sigrinum. 🙂

Einkunnir Sky Sports: Howard (6), Baines (7), Stones (7), Pennington (6), Besic (6), McCarthy (6), Gibson (6), Lennon (7), Barkley (7), Cleverley (6), Niasse (6). Varmenn: Hibbert (6), Lukaku (6).

 

12 Athugasemdir

  1. Eiríkur skrifar:

    Góð skemmtun félagar.Strax kominn mörk!!

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    We’re staying up!! ?

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Hvernig var þetta annars? Sá ekki leikinn.

  4. halli skrifar:

    2_1 fyrir EVERTON sungið aftur og aftur

  5. Elvar Örn skrifar:

    Joachim Low sem næsti stjóri, það væri eitthvað.

  6. Georg skrifar:

    Að horfa á sigurleik hjá Everton í gær og tapleiki hjá Liverpool í dag gerir helgina algjörlega fullkomna. Kv. Frá Jamie Oliver restaurant

  7. Georg skrifar:

    Finnur:
    Leikskýrslan: Cleverley skoraði á 7. mínútu. Þeir jöfnuðu þrátt fyrir stórt tilkall á brot á Pennington (bakhrinding). Baines kláraði svo leikinn með frábæru marki #smurðann.

    Strákarnir sáu Howard, King Hibbert og svo frumraun hjá Pennington og Dowell #framtíðin. Svo fyrsta start Niasse

  8. Finnur skrifar:

    Vertu úti, Goggi. 🙂

  9. Gunnþór skrifar:

    Væri til í Joachim.

  10. Gunni D skrifar:

    Nú toppum við tímabilið um næstu helgi og vinnum nýju Englandsmeistarana. Ég var farinn að óttast að ég þyrfti að halda með andstæðingunum um næstu helgi.Í alvöru talað. Það hefði verið skrítið í meira lagi. Til hamingju Leicester!!

  11. albert gunnlaugsson skrifar:

    Klúbburinn verður að fara oftar út svo við vinnum fleiri leiki á heimavelli 🙂 🙂
    Við Óðinn vorum á Ölveri og sammála um að Everton vann af því Boro var svo lélaegt! 🙂