Man United vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Landsleikjahléið er nú að baki og næsti leikur Everton er á útivelli gegn Manchester United á sunnudaginn kl. 15:00. Það væri hægt að skrifa heila grein um þátt Everton í landsleikjashléinu, allt frá unglingalandsliðum og upp úr en látum nægja að minnast á að Coleman var fyrirliði Íra gegn Sviss, Lukaku skoraði gegn Portúgal og Oumar Niasse gegn Senegal.

Mirallas er kominn aftur úr banni og á því séns í United leikinn en Barry á einn leik eftir af sínu banni. Oviedo er heill eftir öndunarfærasýkingu og John Stones ætti að vera það sömuleiðis, þrátt fyrir að virðast hafa meiðst í landsleik með Englendingum. Líkleg uppstilling: Robles, Oviedo, Mori, Jagielka, Coleman, McCarthy, Besic, Cleverley, Lennon, Barkley, Lukaku. Hjá United eru Rooney og Schweinsteiger meiddir og Ander Herrara, Phil Jones og Ashley Young tæpir.

Áður en við víkjum að stóru fréttunum af unglingaliðunum er rétt að minnast stuttlega á að til stendur að endurbæta Finch Farm æfingasvæðið. Fínar fréttir þar en nú að ungliðunum…

Everton U18 ára liðið byrjaði Dallas Cup keppnina í Bandaríkjunum brösulega með tapi gegn Tigres en tóku sig svo aldeilis saman í andlitinu og unnu Kyoto Sanga, Real Salt Lake og FC Dallas sem kom þeim alla leið í úrslitin. Þeir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu Dallas Cup með því að leggja Fulham U18 í úrslitunum, 2-1, en bæði mörk Everton skoraði Delial Brewster. Brewster þessi er uppalinn Everton maður sem byrjaði ferilinn með Liverpool en skipti yfir í Everton fyrir 12 ára aldur (sjá umfjöllun). Hægt er að sjá mörkin í úrslitunum hér:

Everton U21 gerðu 2-2 jafntefli gegn Middlesbrough U21 en mörk Everton skoruðu Antony Evans og Courtney Duffus.

Af öðrum ungliðum er það að frétta að varnarmaðurinn ungi, Morgan Feeney (17 ára), skrifaði undir atvinnumannasamning á dögunum en hann fékk sinn fyrsta leik með U21 liðinu í 8-0 sigurleik í Liverpool Senior Cup á dögunum.

Matthew Pennington fór jafnframt á láni til Walsall til loka tímabils og Jonjoe Kenny framlengdi lán sitt hjá Oxford til loka tímabils.

En, United næstir á sunnudaginn. Ykkar spá?

5 Athugasemdir

 1. ólafur már skrifar:

  1-2 áfram bláir

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Held að þetta fari 2-1. United fær vafasama vítaspyrnu sem færir þeim stigin 3.

  • Ari S skrifar:

   Ingvar sem betur fer ertu ömurlegur evertonúrslitaspámaður. Við vinnum þetta 2-0, með mörkum frá Lukaku og Niasse.

 3. Eiríkur skrifar:

  Ætla að gerast svo djarfur að spá 3-3 höfum verið betri út enn heima í vetur þannig að ég vona samt að þetta verði 2-3 fyrir okkur enn óttast vítaspyrnuna sem Ingvar nefnir 🙂 bjargi stigi fyrir MU .

%d bloggers like this: