Nýir eigendur

Mynd: Telegraph.

Everton klúbburinn var að staðfesta rétt í þessu sölu á klúbbnum til Farhad Moshri en hann eignast 49.9% í klúbbnum þegar samþykki Úrvalsdeildarinnar hefur verið fengið.

Sögusagnir höfðu verið um að bandarískir auðjöfrar væru að kaupa klúbbinn en á daginn kom að Farhad Moshri (sjá Wikipedia), sextugur kaupsýslumaður og fjárfestir, reyndist sá sem stjórnin valdi að skipta við. Tveir hópar frá Kína og einn frá Jórdan voru einnig í viðræðum við klúbbinn.

Bill Kenwright sagði við þetta tilefni: „After an exhaustive search I believe we have found the perfect partner to take the Club forward. I have got to know Farhad well over the last 18 months and his football knowledge, financial wherewithal and True Blue spirit have convinced me that he is the right man to support Everton.“

Moshri sagði jafnframt: „I am delighted to take this opportunity to become a shareholder in Everton, with its rich heritage as one of Europe’s leading football clubs. There has never been a more level playing field in the Premier League than now. Bill Kenwright has taught me what it means to be an Evertonian and I look forward to working with him to help deliver success for Everton in the future.“

Moshri og félagi hans, Usmanov, áttu tæpan þriðjungshlut í fótboltaliðinu Arsenal í gegnum félagið Red & White Holdings þangað til Moshri tók sig til og seldi sinn hlut til Usmanov til þess að geta keypt Everton en eins og þekkt er getur enginn verið við stjórnvölinn í tveimur fótboltafélögum í einu. Moshri, sem auðgaðist á viðskiptum með stál- og orkufyrirtæki, er sagður eiga 1,8 milljarða punda sem vonandi þýðir að aukinn fjárfesting er á leiðinni. Spurning hvað þetta þýðir varðandi áform um að byggja nýjan völl, sem er mikilvægt skref til að tryggja samkeppnishæfni klúbbsins til lengri tíma. Sagt var að Moshri ætlaði að leyfa Kenwright að vera áfram við stjórnvölinn — til skamms tíma allavega, hvort sem það reynist rétt eða ekki.

Ykkar skoðun á þessu?

9 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  Spennandi tímar framundan, COYB 🙂

 2. Elvar Örn skrifar:

  Finnst þetta bara jákvætt, Farhad Moshri er 894 ríkasti maður heims og ætti að geta lagt einhvern pening í klúbbinn.
  Held það komi best í ljós í sumar þegar leikmanna-glugginn opnar næst hvort hann muni setja einhverja innspýtingu í klúbbinn.
  Verður einnig áhugavert að sjá hvort þetta komi á skrið áformum um nýjan leikvang eins og staðið hefur til í líklega um 20 ár.

  Sjáum hvað setur.

 3. Gestur skrifar:

  Góðar fréttir

 4. Ari G skrifar:

  Gott að fá nýjan eiganda inn enda finnst mér núverandi eigendur ekki mikið fyrir að eyða peningum i nýja leikmenn. Vill samt gefa þessum nýja eiganda tækifæri að sanna sig.

 5. Ari S skrifar:

  Sælir, athyglisvert við þetta að hann er bara búinn að kaupa 49.9 % í félaginu. Sem þýðir að allir hinir hluthafarnir geta kveðið hann í kútinn ef þeir vilja. Hann keypti ekki meirihluta í félaginu en hann er búinn að lofa því að aðstoða við byggingu nýs vallar og sagt er að hann hafi aðeins borgað um 30 milljón punda PLÚS þetta loforð um að byggja nýjan völl. Sem gæti þýtt að þetta virðist vera fyrsti leikurinn af fleirum í stærri fléttu hjá Bill Kenwright.

  EF þetta er svona þá er þetta hreint út sagt brilliant leikur (að mínu mati) hjá Bill Kenwright sem mun áfram verða í stjórn félagsins. Ekki hefur ennþá verið opinberað hvaða 49.9 % hlut Moshiri keypti en það verður áhugavert að fylgjast með á næstu dögum.

  Eru fleiri kaupendur á leiðinni, er þetta hluti af stærri fléttu?????

 6. Finnur skrifar:

  Hér eru aðeins nánari upplýsingar um manninn sem er um það bil að kaupa klúbbinn okkar:
  http://www.toffeeweb.com/season/15-16/news/31960.html

  Það er alltaf taugatrekkjandi að skipta um eigendur en eins og tvíræða kínverska málstækið segir: May you live in interesting times. Það verður væntanlega raunin í framhaldinu, hvernig sem þetta fer.

 7. þorri skrifar:

  Þetta hlítur að gefa góða möguleika.Á nýjum leikvangi og jafnvel að stirkja liði aðeins þó að það væri ekki nema upp á breiddina að gera.Mér líst vel þá þetta og þennan gaur

 8. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Þetta lofar góðu og mér líst betur á þennann mann heldur en kanana, treysti ekki Ameríkönum þeir eru allt of miklir kapítalistar.

  Það kemur svo væntanlega í ljós í sumar þegar glugginn opnar hvort hann sé bjargvættur eða drulludeli.

%d bloggers like this: