Everton – West Brom 0-1

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Robles, Oviedo, Mori, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Cleverley, Lennon, Barkley, Lukaku.

Everton byrjaði leikinn af miklum krafti og það þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta færinu af mörgum sem Everton fékk í fyrri hálfleik því Lennon kom Coleman í færi inni í teig strax á fyrstu mínútu. Coleman tók sig til og lék á varnarmann inni í teig og kom sér þar með í dauðafæri en skotið frá honum blokkerað. West Brom sluppu þar aldeilis með skrekkinn og staðan hefði átt að vera 1-0. Coleman setti þar tóninn fyrir restina af fyrri hálfleik en hann var eins og annar striker frammi með Lukaku, svo mikill var ákefðin í að skora.

En, það var eins og við manninn mælt að West Brom, sem höfðu átt í erfiðleikum með að ná skoti á mark í undanförnum leikjum, náðu að skora úr sínu fyrsta og eina tækifæri í fyrri hálfleik. Fengu horn sem Olsson skoraði úr á 15. mínútu. Sendingin úr horninu kom á nærstöng, skallinn frá Olsson yfir Robles og í markið alveg við fjærstöng. Algjörlega gegn gangi leiksins.

En Everton hélt bara uppteknum hætti og pressuðu fast á West Brom sem lágu aftur með þykkan varnarmúr að hætti Pulis og hvað eftir annað voru West Brom menn heppnir að fá ekki á sig mark.

Barkley var næstum búinn að skora með skoti sem breytti stefnu en sleikti stöngina utanverða. Upp úr horninu var Everton liðið svo óheppið að skora ekki. Bjargað á línu. Dæmigert.

Lennon var nærri því að skora þegar skot hans tók sveig af varnarmanni og yfir Ben Foster en sá náði rétt svo að slá boltann yfir slána í horn.

Tvisvar small boltinn í tréverkinu hjá West Brom, fyrst frá Ross Barkley með skot af löngu en í innanverða stöngina og út. Þar næst frá Cleverley sem átt skot (fyrirgjöf?) sem endaði í innanverðum samskeytunum.

Klárlega svona „stöngin út“ hálfleikur og Dylan lét hafa eftir sér að stöngin hafi verið maður fyrri hálfleiks. En ekki skorti færin hjá Everton sem lofaði góðu fyrir seinni hálfleikinn því það var eins og mark Everton lægi í loftinu.

Seinni hálfleikur reyndist þó mikil vonbrigði því þó Everton liðið lægi í sókn allan tímann þá fékk Everton færri færi en í þeim fyrri og var að velja að reyna við mark úr lélegri færum og meira um langskot.

Lítið að frétta þó framan af seinni hálfleik en svo var Kone skipt inn á fyrir Cleverley á 58. mínútu. Barry átti skot rétt yfir slá af löngu færi strax í kjölfarið en það var tuttugasta og fjórða tilraun á mark frá Everton í leiknum. Já, tuttugasta og fjórða.

Everton átti klárlega að fá víti eftir tæplega 80 mínútur þegar Evans sparkaði Coleman niður aftan frá inni í teig. Allan daginn víti en dómarinn ekki sammála. Frústrerandi.

Deulofeu kom svo inn á fyrir Lennon á 74. mínútu og Osman inn á fyrir McCarthy nokkrum mínútum síðar.

Besta færi Everton í seinni hálfleik kom eftir þríhyrning milli Barkley og Lukaku sem setti þann fyrrnefnda inn fyrir vörnina en skotið frá Barkley arfaslakt og yfir.

Frústrerandi 0-1 tap staðreynd.

Einkunnir Sky Sports: Robles (6), Oviedo (6), Mori (6), Jagielka (6), Coleman (6), Barry (6), McCarthy (6), Cleverley (6), Barkley (5), Lennon (7), Lukaku (5). Varamenn: Deulofeu (6), Kone (6), Osman (engin einkunn).

20 Athugasemdir

 1. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Hér kemur eitt Michael Owen comment. Ef Everton jafnar ekki þá tapa þeir.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Hmm við erum að tapa leiknum, Mirallas og Deulofeu eru á bekknum, en hver kemur inná??? Around fu***ngo Kone.

 3. Gunni D skrifar:

  Helvítis fokking fokk!!!!??

 4. Gestur skrifar:

  Hann vill ekkert vinna þennan leik

 5. Gunnþór skrifar:

  Hvað er í gangi.

 6. Gestur skrifar:

  Eru engar stórveldis ræður núna? Sá ekki leikinn en úrslitin eru ekki góð og skiptingarnar mjög skrýtnar en kannski í anda Martinez.

  • Diddi skrifar:

   vertu þolinmóður félagi Gestur, það er verið að byggja upp stórveldi sama hvernig þessi leikur fór 🙂

   • Orri skrifar:

    Ég er sammála Didda,stórveldi í uppbyggingu á Goodison Park.

 7. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Það sem er jákvætt eftir þennan leik er að Evertonliðið fékk þarna sýnikennslu í varnarleik og geta vonandi nýtt sér það í næstu leikjum.

  Ég leyfði mér að vera hóflega bjartsýnn fyrir þennan leik enda gáfu síðustu tveir deildarleikir eilitla ástæðu til þess. Það geri ég ekki aftur á meðan Martinez er við stjórn.

 8. Teddi skrifar:

  Annað jákvætt!

  Sýndist stjórinn andvarpa þegar að tilkynnt var að Lennon færi útaf fyrir Kone, vonandi tók hann hann líka eftir mjög takmörkuðu klappi þegar að áhorfendur hættu að púa og Kone skokkaði inná.

 9. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Hvaða rugl er það líka að vera ekki með menn á stöngunum í hornspyrnum?
  Það er eitthvað sem menn læra í leikskóla.

 10. Diddi skrifar:

  ég horfði á þetta ömurlega WBA lið í vikunni í bikarleik gegn Peterborough og sá lélegustu vörn sem ég hef séð lengi þar sem peterborough löbbuðu í gegn hvað eftir annað. Nánast sama WBA lið mætti okkur í gær og ég var sannfærður um stórsigur okkar manna. En þetta er þolinmæðisverk 🙂 fokking Pulis 🙂

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Fokking Martinez segi ég nú bara. Pulis vissi nákvæmlega hvað þyrfti að gera til að taka stig með frá Goodison park.
   Hann mætti með sitt lið vel undirbúið og með leikplan sem hans menn kláruðu fullkomlega, enda kannski ekki erfitt þegar Martinez stillir liðinu alltaf eins upp og er aldrei með plan B.

 11. Orri skrifar:

  Sælir félagar.Fáum við ekki myndir og fréttir af árshátíðini hérna á síðuni.

  • Ari S skrifar:

   Albert Gunnlaugsson stal senunni, hann var flottastur 🙂

   • Orri skrifar:

    Sæll Ari.Ekki að á spyrja að Albert frændi minn hafi verið flottastur.

 12. Diddi skrifar:

  Jæja? Ekkert að frétta? Var þetta fjölmenn árshátíð? ?

%d bloggers like this: