Stoke vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Það er gaman fyrir okkur stuðningsmennina þegar leikjaplanið er þétt, hvort sem það er til að gleyma slæmum úrslitum eða vegna þess að ekki er langt að bíða til að sjá meira af því góða — eins og eftir leikinn gegn Newcastle í gær. Næsti leikur er nefnilega nú um helgina, kl. 15:00 á laugardaginn, gegn Stoke á útivelli en þetta er 5. leikur Everton á síðustu 14 dögum og sá síðasti áður en leikirnir fara að dreifast á fleiri daga.

Stoke liðið hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan þeir unnu Norwich þann 13. þessa mánaðar en síðan þá hafa þeir dottið út úr bæði League cup og FA cup og aðeins fengið 1 stig af 9 mögulegum í deild, með 0-6 í markatölu. Reyndar má eiginlega segja að frá því að þeir unnu okkar menn á Goodison Park 3-4 undir lok árs þá hefur hvorki gengið né rekið hjá þeim en þeim til varnar má benda á að flestir þessara leikja voru á útivelli. Þeir koma því örugglega til með að líta á þennan leik á heimavelli sem gríðarlega mikilvægan leik til að rétta af skútuna og komast á sigurbrautina aftur. Á móti kemur að Everton gengur mun betur á útivelli en heima enda hefur liðið varla tapað á útivelli á tímabilinu þannig að þetta verður eitthvað.

Martinez sagði í viðtali að meiðsli Stones væru í lærvöðva en væru ekki alvarleg. Flestir stuðningsmenn voru hvort eð er á því að hvíla hann aðeins enda hefur Funes Mori fyllt skarð hans mjög vel og liðið verið að halda hreinu. Eitthvað segir mér að meiðsli Lukaku séu ekki eins alvarleg og óttast var, þó Collocini hafi rekið hnéð í bakið á honum að því er virtist að ástæðulausu í síðasta leik (nema til að reyna bæta líkurnar á að forðast tap). Ég er ekkert bitur, nei nei. 🙂

Ef Lukaku missir af leiknum verður þetta þó í fyrsta skipti á tímabilinu, að mig minnir, sem hann er frá. Ljóst er þó að nýi sóknarmaður Everton, Niasse, er ekki tilbúinn til að leiða línuna enda er hann nýkominn úr vetrarfríi úr rússnesku deildinni og því myndi það reynast hlutskipti Kone. Að öðru leyti er ekki mikið að frétta úr meiðsladeildinni, þannig að líklegt er að liðsuppstillingin verði svipuð — nema Martinez ákveði að hvíla einhverja. Ekkert að frétta af Howard ennþá.

Líkleg uppstilling því: Robles, Oviedo, Mori, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Cleverley, Lennon, Barkley, Lukaku/Kone.

Ýmislegt annað að frétta, sumt nýtt, sumt eldra:

Ef mörk er það sem þú ert að leita að þá er Goodison Park rétti staðurinn fyrir þig — en þú vilt líklega forðast Old Trafford eins og heitan eldinn…

Nýi leikmaður Everton, Shani Tarashaj, var valinn besti ungliði svissnesku deildarinnar 2015 í verðlaunaathöfn á dögunum en hann er nú á láni hjá Grasshoppers. Og talandi um lánsmenn: nokkrir aðrir leikmenn Everton eru að gera það gott sem lánsmenn með öðrum liðum.

Og í lokin rétt að minnast á það að Yarmalenko, sem Everton hefur að sögn verið lengi á höttunum eftir, sagði í viðtali að hann myndi kjósa Everton fram yfir Barcelona — sem í mínum bókum þýðir að hann er með hausinn á réttum stað (hvort sem af félagaskiptunum verður eða ekki).

En Stoke eru næstir á laugardaginn. Ykkar spá?

Munið líka að það fer hver að verða síðastur að skrá sig á árshátíð Everton sem haldin verður á næstu dögum. Ekki missa af því!

22 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ef Everton nær stigi á morgun þá verð ég mjög hissa.
    Stoke er með mikið betra lið en Newcastle og sú staðreynd að Newcastle er eina liðið sem okkar menn hafa unnið í deildinni síðan í nóvember er ekki beint uppörvandi. Það er líka sorglegt að við höfum ekki unnið lið sem ekki eru í þremur neðstu sætunum síðan í september þegar við unnum West Brom.
    Ég spái 3-1 fyrir Stoke.

  2. Diddi skrifar:

    ég spái 1-3 fyrir EVERTON í þessum leik, Martinez er búinn að átta sig á hvað fór úrskeiðis í fyrri leiknum við Stoke og við drullum yfir þá, Dellafú skorar 2 og það kæmi ekki á óvart að sá nýji Nissinn (jólanissi??) setti eitt. Get ekki horft á þennan leik en Koma svo !!!!!!

  3. Georg skrifar:

    Spái þessum leik 1-3 fyrir okkur. Vörnin er að lagast og sóknin er söm við sig. Vona að Lukaku geti verið með.

    Varðandi líklegt byrjunarlið þá er ég viss um að Baines byrji á kostnað Oviedo, Baines var hvíldir/tæpur í síðasta leik en Oviedo stóð sig mjög vel, 3 leikir á 6 dögum hugsanlega of mikið fyrir hann. Mögulega byrjar Deulofeu á kostnað Lennon, Lennon er búinn að vera hrikalega flottur síðustu 2 leiki en ef èg þekki Martinez þá lætur hann ekki „sprinter“ leikmann byrja 3 leiki 6 dögum vegna meiðslaáhættu. Það er núna mikil pressa á Deulofeu að standa sig þar sem Lennon er að herja á byrjunarliðsætið.

    Samkeppni um stöður er mjög jákvætt og tel ég okkur vera með breiðasta hóp gæða leikmanna sem við höfum haft frá stofnun úrvalsdeildar. Óvenju mikil meiðsli í vörn og miðri miðju hafa sett stórt strik í reikninginn í vetur þrátt fyrir mikla breidd. Coleman, Jagielka, Stones, Baines, Oviedo, McCarthy og Besic allir verið frá í nokkrar vikur upp í nokkra mánuði. Ef þessi leikmenn sem ég taldi þarna upp hefðu verið minna meiddir væri staðan i deildinni allt önnur. Mitt mat. Svo má líka nefna Pienaar, Gibson og Mirallas sem hafa verið mikið meiddir en koma kannski ekki beint að vandamálinu í vetur sem er varnarleikurinn.

    Ég hef bullandi trú á flottum síðasta þriðjung af leiktíðinni.

  4. Gestur skrifar:

    Það gerist ekki með Martinez við stjórnvöllinn

  5. Elvar Örn skrifar:

    Það er ekki nein ástæða fyrir svarsýni frekar en fyrri daginn.

    Eftir að Stoke vann okkur 4-3, ósanngjarnt að mínu mati, þá hafa þeir verið að dala og þá sérstaklega í seinustu leikjum en þeir hafa meðal annars dottið út úr báðum bikarkeppnunum og töpuðu í seinasta leik með þremur mörkum gegn engu.
    Everton búnir að vera svakalega mistækir en þá sérstaklega hvað varðra úrslit leikja því í flestum leikjum hafa þeir verið að spila vel (ok ok það er huglægt).

    Ég veit ekki betur en að Everton hafi átt í basli í seinustu leikjum á Brittania en við erum klárlega með hópinn til að breyta því.

    Geri ráð fyrir að Robles byrji í markinu þar sem ég held að Howard sé ekki alveg til og það hefur í raun verið mikil pressa frá áhangendum að gefa Robles séns.

    Mori og Jagielka verða í miðverðinum og ég er einhverra hluta vegna agalega spenntur fyrir Funes Mori sem leikmanni og fíla ástríðuna sem hann gefur af sér, ekki sýst þegar hann skorar mark.

    Geri ráð fyrir að Baines og Coleman verði í bakverði en Stones er enn tæpur og við megum ekki ofnota Oviedo vegna hans meiðslasögu.

    Barkley,Barry og McCarthy hafa litið svakalega vel út og engin ástæða að breyta því held ég og spurning hvort Deulofeu komi inn fyrir Lennon og hvort Cleverley verði ekki áfram í liðinu líka.

    Lukaku klárlega fyrsti kostur í framlínunni en ef hann er enn meiddur að þá er ég hræddur um að Niasse sé annaðhvort ekki kominn með Vegabréf eða hann ekki alveg kominn í nægilegt leikform en ég vona vona vona að ég sjái hann í dag sé Lukaku fjarverandi.

    Eina sem vantar þarna í jöfnuna er Mirallas sem ég vona svo innilega að fái að byrja inná t.d. í stað Cleverley en sjáum til.

    Spái óvæntum 0-2 sigri Everton í dag.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Það er ekki nein ástæða fyrir svartsýni frekar en fyrri daginn.
      Það er því miður heldur engin ástæða til bjartsýni.

      • Elvar Örn skrifar:

        Er ekki alveg í lagi Ingvar? (þarft samt ekki að svara 🙂
        Everton og Stoke eru á sama stað í deildinni og það munar 13 mörkum okkur í plús.
        Það er bara þannig að Everton á skilið að vera ofar í deildinni og er með flottan hóp.
        Spyrjum að leikslokum.

    • Ari S skrifar:

      LIKE

      • Ari S skrifar:

        Þetta LIKE átti að sendast til Elvars en ekki Ingvars 🙂

        Ingvar minn það er hellings ástæða til bjartsýni, ég ætla að vera bjartsýnn fyrir leikinn í dag. kv. Ari.

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Hellings ástæða til bjartsýni, eins og???

          • Georg skrifar:

            T.d. erum við með betra lið en Stoke. Þarf að nefna fleira? 🙂

          • Elvar Örn skrifar:

            Eins og 3-0 sigur í seinustu 2 leikjum Ingvar.

          • Ari S skrifar:

            Ég bendi á það sem bræðurnir benda á 3-0 sigur í tveimur síðustu leikjum og svo erum við með betra lið en Stoke.

            Það er alltaf ástæða til annað hvort bjartsýni eða svartsýni. Þú getur alltaf fundið bæði EF þú vilt Ingvar minn. ÞÚ velur þetta sjálfur. Prufaðu að velja bjartsýni hún er skemmtilegri.

          • Elvar Örn skrifar:

            Like Ari

  6. Ari S skrifar:

    2-1 sigur hjá okkur, Niasse með sigurmarkið í lokin.

  7. Teddi skrifar:

    Spennandi að sjá hvort liðið heldur dampi eftir 3-0 sigur.

    Skiptir miklu hvernig þær Arnautovic og Shaqira spila, algjörir snillingar á góðum degi.

    Engin spá að þessu sinni, er að einbeita mér að Lottótölunum. 🙂