Man City – Everton 3-1 (Deildarbikar)

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin fyrir City leikinn: Joel, Baines, Funes Mori, Jagielka, Stones, Barry, Cleverley, Osman, Deulofeu, Barkley, Lukaku. Varamenn í kvöld: Howard, Coleman, Oviedo, McCarthy, Lennon, Pienaar, Kone.

Sem sagt, Mori kom inn í miðvörðinn og Stones þar af leiðandi færður í hægri bakvörð. Að öðru leyti svipað og síðast, nema Kone inn fyrir Mirallas og Cleverley inn fyrir Besic.

Man City liðið byrjaði leikinn betur, náðu góðri pressu á Everton en það var Everton sem komst fyrst í færi þegar Deulofeu tók allt í einu sprettinn, stakk vinstri bakvörðinn þeirra af á 4. mínútu og komst inn í teig hægra megin en varnarmaður City náði að blokkera fyrirgjöfina í horn. Reddaði þeim fyrir horn.

Um einstefnu var þó að ræða frá City fyrir utan einstaka skyndisókn frá Everton. Ein slík gaf þó mark frá Barkley. Hann losaði sig við Otamendi og hljóp með boltann upp að vítateig nánast óáreittur, og hlóð bara í skotið með varnarmenn fyrir framan sig og þrumaði framhjá markverði. 1-0 og staðan samanlagt 3-1 fyrir Everton.

En City menn svöruðu á 23. mínútu með marki og reyndist það enn eitt grísamarkið sem Everton fær á sig. Skot frá Fernandinho utan teigs fór í neðanvert lærið á Baines, niður í jörð og í fullkominn boga yfir Robles. Staðan orðin 1-1 og samtals 3-2 fyrir Everton sem voru því enn á leið í úrslit á Wembley með þeirri niðurstöðu.

Viðvörunarbjöllurnar hringdu þó all verulega á 35. mínútu þegar Aguero var óheppinn að skora ekki úr langskoti sem fór í innanverða stöng og út. Silva náði viðstöðulausu skoti sem fór beint á Robles. Heppnin með Everton í það skiptið.

1-1 í hálfleik. Skemmtilegur leikur í fyrri hálfleik.

Everton fékk gullið tækifæri til að klára leikinn á 47. mínútu þegar Deulofeu komst í skyndisókn, Barkley setti hann einn inn fyrir vörnina en markvörður City varði frá honum úr dauðafæri. Illa farið með gott færi.

City svöruðu með skalla í stöng frá Silva hinum megin og Yaya Toure við það að ná frákastinu en náði ekki að pota inn. City menn hertu þumalskrúfuna og á 60. mínútu fannst manni sem mark frá City lægi í loftinu. Þá skipti Martinez inn McCarthy og Kone fyrir Deulofeu og Osman á 60. mínútu og róaðist spil Everton mikið við það. Þáttur Kone fór ekki framhjá þulunum sem bentu á að hann væri líkamlega sterkur og héldi boltanum vel, sem átti þátt í að taka bitið úr leiknum aðeins þar sem City virtust vera að ná undirtökunum fram að því.

Fyrsti leikur McCarthy á árinu 2016, gott að sjá hann á velli.

Pellegrini svaraði skiptingu Martinez með því að setja Kevin De Bruyne inn á, dýrasta Man City leikmann allra tíma og hann átti aldeilis eftir að breyta gangi leiksins með því að koma að tveimur mörkum en bæði þóttu þau heldur vafasöm.

De Bryune skoraði fyrst sjálfur mark á 69. mínútu eftir að Sterling hafði missti boltann aftur fyrir endamörk en línuvörður sá það ekki. Fyrirgjöfin endaði beint hjá De Bryune inni í teig fyrir framan mark og hann þrumaði inn. Staðan orðin 2-1 fyrir City og þar með jafnt 3-3 samanlagt.

De Bruyne var svo aftur að verki þegar hann sendi háa og langa sendingu inn í teig utan af hægri kanti beint á Aguero sem var „borderline offside“ eins og þulirnir bentu á. Aguero náttúrulega með frábæran skalla sem endaði í netinu. Staðan orðin 3-1 og City þar með við stjórnvölinn þar sem staðan úr báðum viðureignum var orðin 4-3 samtals fyrir City.

Coleman var strax skipt inn á fyrir Stones á 78. mínútu. Tólf mínútur eftir af leiknum til að minnka muninn og komast í framlengingu. Everton voru þó manni færri næstum allan tímann þar sem Barkley var með blóðnasir sem bara vildu. ekki. stoppa. Rétt fyrir uppbótartíma kom hann inn á og þá misstu City menn leikmann af velli þegar De Bruyne meiddist illa undir lokin.

City menn því einum færri í fimm mínútur af viðbótartíma og Everton reyndu hvað þeir gátu til að jafna en ekki tókst það. City menn fara því áfram í úrslit Deildarbikarsins á kostnað okkar manna.

Heldur súrt að horfa upp á, sérstaklega í ljósi þess að síðustu tvö mörk þeirra þóttu vafasöm (sérstaklega það sem De Bruyne skoraði), en svona er þetta bara. Óheppni og léleg dómgæsla hefur gert útslagið í síðustu þremur leikjum Everton í röð núna: tvö vafasöm mörk í kvöld, deflection mark hjá Swansea í deild (og City í þessum leik) og svo kolólöglegt mark hjá Chelsea á brúnni þegar komið var vel fram yfir uppbótartíma. Varla einleikið en hlýtur að fara að falla með okkar mönnum bráðum.

32 Athugasemdir

  1. Elvar Örn skrifar:

    Flott mark hjá Barkley. Verður erfiður síðari hálfleikur.

  2. Gunni D skrifar:

    Kone!!!!!!????? Þá er þetta búið.

  3. Gestur skrifar:

    Það á ekki af Everton að ganga!!!!!!

  4. Diddi skrifar:

    Hverjum er ekki sama um þennan skítabikar, snúum okkur að deildinni kallarnir mínir 🙂

  5. Gunni D skrifar:

    Línuvarðarskandall í öðru marki Cyti,átti að vera markspyrna. Alltaf fá þessi „stóru“ lið hjálp. Óþolandi.

  6. Hallur skrifar:

    eg vill ekkert kenna domurunum um þetta þar sem það var ansi erfitt að sja boltann utaf
    martines er bara komin a enda stoð með liðið við skopuðum ekkert i þessum leik og ekki getur hann stillt í varnarleik
    svo er komin timi á að stones fari a bekkinn i einhvern tima

  7. Gestur skrifar:

    Ég er sammála að Martinez fær ekki mei úr þessu liði , uppsetningin á þessum leik var ekki góð og skiptingarnar alveg ömulegar.

  8. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ég sá ekki leikinn en skilst að með réttu ætti að vera framlenging í gangi núna.

    • Finnur skrifar:

      Nei, því miður. Everton vann fyrri 2-1. City þann seinni 3-1. Samanlagt því 4-3 fyrir City. Ef Everton hefði skorað mark í lokin væri staðan 3-2 og samanlagt 4-4. Þá hefði verið framlengt og Everton hefði unnið ef staðan hefði ennþá verið 4-4 eftir 120 mínútur (útivallarmörkin telja tvöfalt eftir 120 mínútur).

      • Diddi skrifar:

        ég held að Ingvar vinur minn meini að það ætti með réttu að vera framlenging vegna þess að annað markið hafi ekki átt að standa 🙂

    • Gestur skrifar:

      Já það er rétt Ingvar

  9. Finnur skrifar:

    Ég benti á eftir fyrri leikinn að markið sem þeir skoruðu á Goodison gæti reynst okkur dýrkeypt. Ég er nefnilega ekki viss um að City hefðu nennt þessu ef Everton hefði unnið fyrri leikinn 2-0 og Barkley væri búinn að koma Everton í 1-0 á Etihad eins og gerðist í kvöld. Þeir hefðu þá þurft fjögur mörk til að komast áfram. :/

  10. Gestur skrifar:

    Everton var bara drullulélegt í þessum leik eins og fleirum á þessari leiktíð

  11. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Bara Everton gæti verið með 3-1 forystu og tapað því niður á örfáum mínútum.
    Það er samt einhvern veginn þannig að ég er ekki einu sinni svekktur og alls ekkert hissa á því.

    Það er kannski það sem er mest pirrandi við þetta tímabil, maður býst ekki við öðru en vonbrigðum.

    Það jákvæða er þó að við töpum allavega ekki fyrir the shite í úrslitum. Það hefði verið allt of sárt.
    Og kannski þýðir þetta líka að Martinez sé skrefi nær að vera rekinn.
    Það væri dásamlegt.

  12. þorri skrifar:

    jaja félagar haldið þið að Martínes verði rekinn eða haldi starfinu .ER einhver sem er á lausu til að taka við af honum ég er sammála að láta hann fara.

  13. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Tók þetta af Toffeeweb, hefði ekki getað orðað þetta betur.

    OPEN LETTER TO ROBERTO MARTINEZ

    Dear Roberto,

    As an Everton fan of nearly 40 years, I have seen a lot, some of it great, most of it average, and some, including the last 2 seasons of your tenure, terrible.

    We Evertonians as a group are not known to be fickle, and generally managers are given plenty of time to show their worth. Your time is up. There are many reasons for this, most of which have become glaringly apparent in this current season. However, the biggest cause for concern is not that they are new, it is that they are the same mistakes as you made last season, arguably for many seasons in your time at Wigan.

    I will confess that I was excited and indeed voiced my opinion that you were the right man for the job before and during your initial appointment. Indeed your first season in charge was a joy for us all, as you seemed to build on what David Moyes had left behind. We were a solid team, with plenty of flair and the skill to use it, but behind that was a certain steel, a determination NOT to concede goals, to play a high tempo, exhilarating brand of football using the finest aspects of the game. While that season was not without its disappointments, on the whole the mood was positive amongst us Blues. I have to ask, where has that determination gone? Where is the steel? Where is the high-tempo passing? The pressing? The clean sheets?

    There are so many things that are wrong with Everton on the field at the moment. So many that have been wrong since the opening day against Leicester back in August ’14. Then again against Arsenal at home a week later. Then again against Palace, Tottenham, Hull – all before Christmas… points dropped from winning positions. Then there were the strangely poor results against Swansea and Sunderland, Southampton and Stoke, Newcastle, Hull, West Brom etc, teams we had easily dealth with before, causing us no end of trouble with no sign of things changing.

    No sign of things changing. We are in exactly the same place we were 12 months ago.

    This is, for many Evertonians, the crux of the matter. You use the term ‘learning’ almost as much as phenomenal. I see no sign of anyone learning. I see defenders forgetting how to defend. I see midfielders refusing to shoot, or even pass the ball forward. I see a lone striker in his own half because the ball isn’t being played up to him quick enough. Most of all I see no change. No sign of growth. John Stones is going backwards, and it’s not confidence, it’s poor coaching. He’s a defender. Teach him how to be a better defender and he will be world class, carry on as you are and he will be Championship, if someone doesn’t buy him first.

    Your stubborn refusal to accept that the grittier side of the game is relevant in modern football has destroyed all the good work accomplished in the Moyes era, and the good will you built in your first season in charge. Your stubborn refusal to realise that players you select are no longer worthy of a place in the starting 11 or indeed, the matchday squad is equally galling. Tim Howard is destroying his legacy, and you are helping him to do it. Shame on you, Roberto.

    Kone appears to be a likeable man, but he is no winger. Nor is he anything but a 3rd choice striker, who should rarely if ever been picked ahead of Steven Naismith, who for all his faults was a passionate, determined player, capable of scoring goals. Yet he has been sold without being replaced.

    Alcaraz. Kone. Stubbornly, repeatedly selected by you despite it being glaringly obvious they were not up to the task, either due to lack of fitness or talent. Distin dropped then shipped out, depite being measurably better than Alcaraz… we don’t get to know why, officially. 2014-15 we had Barry and Lukaku. Repeatedly picked despite the obvious need to be rested. The potential of Samuel Eto’o, nullified and wasted in midfield.

    More lacklustre, disjointed performances that left us wondering…where’s the pace, the determination, the steel? More poor defeats to Stoke, Villa, Sunderland, Tottenham and Arsenal, who we in the season before had passed of the park for the first 45 minutes which I believe were the best of your time at our club. vexing draws against Leicester and Swansea doing little to alleviate my growing sense of disappointment.

    All of which brings us to our current season. It’s more of the same isn’t it? No one has learned, least of all you. Norwich, Watford, Bournemouth, Leicester, Stoke, Chelsea, Swansea. Not good enough. 18 wins in 61 matches. Not good enough. Your tactics are predictable, teams now relish playing agaist us. I can’t bring myself to confirm exactly how many points we’ve lost from winning positions, but I can tell you one thing – it’s too many and it’s not good enough. We are not learning Roberto.

    Again, determination, steel, the ability and desire to see a game out from a winning position… these are the things that, coupled with the flair and excitement of the beautiful side of the game, are what make teams phenomenal, Roberto, not losing repeatedly against technically inferior opponents due to a lack of effort, of concentration. It’s the Premier league. There are no easy games. Especially for us while you remain in control. You have demonstrated no desire to practice what you preach and learn from these repeated mistakes. Your team selection and substitutions remain confounding. Kone for Deulofeu? Was Lennon injured? If so, why is he on the bench? Baffling, to say the least.

    Unfortunately, this is not a catalogue of all your mistakes, just the ones that spring to mind. I know there will be others that other fans will be thinking of, which is damning in itself.

    My biggest worry, Roberto, is that if you remain in charge until the end of the season and beyond, all the good things you have done will be lost… Lukaku, Stonesy will almost certainly look to move on, possibly joined by Barkley and Seamus; Geri going is not beyond possible. All this talent, the best we’ve had at one time in 30 years will be gone, and you will be the one to blame.

    This is a top-6 minimum squad. You’re barely realising half their potential and this is the biggest disappointment.

    Roberto, thank you, but we think it’s time you left.

    Neil Munnelly.
    January 28th 2016.

  14. Diddi skrifar:

    ég vil halda Martinez áfram, verið ekki svona óþolinmóðir, þetta lagast allt saman. Góðir hlutir gerast hægt, já og oft mjög hægt 🙂

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Þú ert að grínast er það ekki?
      Þessi mannapi er ekki að fara að gera neitt annað en að eyðileggja allt það sem Moyes var búinn að byggja upp.
      Hann hefur miklu betri leikmannahóp heldur en Moyes hafði nokkurn tíma en samt er hlutfall sigurleikja ekki nema rétt um 20%. Það er bara ekki ásættanlegt fyrir félag eins og Everton.
      Hann verður að fara áður en við förum sömu leið og Wigan.

      • Diddi skrifar:

        menn verða að fá tíma. Sagan segir okkur að það borgar sig ekkert að vera óþolinmóðir. En djöfull er ég alltaf að verða hrifnari Funes Mori, hann er alveg magnaður. Við getum keypt 5 svoleiðis ef við seljum Stones á 50 millur. Ekki slæmt. Koma svo !!!!!

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Hann er búinn að fá allt of mikinn tíma. Ef hann fær meiri tíma þá mun það taka mörg ár að lagfæra það sem hann hefur eyðilagt.
          Hann gerir sömu vitleysurnar leik eftir leik eftir leik, kemur svo í viðtal og botnar ekki neitt í neinu og segir bara að þeir þurfi að læra af reynslunni. En hann lærir aldrei neitt.
          Hann verður að fara á meðan það er ennþá mögulegt að bjarga einhverju af þessu tímabili, það er ennþá hægt því þrátt fyrir allt þá eru ekki nema 8 stig í fimmta sæti en Martinez er ekki maðurinn til að snúa þessu við.

          Ég er sammála með Funes Mori. Helvíti flottur leikmaður.

  15. Ari G skrifar:

    Eigum við ekki að ráða Móra fyrrverandi stjóra Chelsea í sumar. Hann er allavega duglegur að vinna titla. Gerum 2 ára samning við hann og leyfum Martinez að klára þetta tímabil.

  16. Ari S skrifar:

    Það er margt gott búið að gerast síðan Martinez kom og tók við. Við höfum eignast betra lið í þeim skilningi að við spilum miklu skemmtilegri bolta. Vörnin er léleg ég veit það en ef við seljum Stones og fáum eins og einn Funes Mori fyrir brotabrot af þeim peningum sem við fáum þá erum við í góðum málum. OG GEFUM ROPBLES SÉNS! Ég er búinn að segja það leeeengi að hann ætti að stíga inn í liðið og fá fleiri leiki. Ég er annars sammála vini mþínum honum Didda, góðir hlutir gerast hægt, oft mjög hægt.

  17. Ari S skrifar:

    Þarna átti að sjálfsögðu að standa ROBLES! Aðeins að ofreyna mig á caps lockinu hehe

  18. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það er rétt að góðir hlutir gerast hægt, kannski mjög hægt en hvaða góðu hlutir eru að gerast hjá Everton???
    Og ef einhver vill segja mér það vil ég biðja hann að hafa í huga að fótbolti gengur út á að vinna leiki og safna stigum. Ekki að halda boltanum á eigin vallarhelmingi með endalausum hliðar og afturábak sendingum.

    • Ari S skrifar:

      Ingvar minn, leiðin að því að vinna fleiri leiki og safna fleiri

      stigum er mismunandi hjá liðunum. Sum lið eiga skítnóg af peningum

      og fara stystu leiðina og kaupa og kaupa góða leikmenn og búa til

      gott lið fyrir peninga og án fyrirhafnar. Í þvi sambandi get ég

      nefnt lið eins og Manchester City, Chelsea, (haha) Manchester

      United, Tottenham og Liverpool sem hafa keypt leikmenn til þess að

      stytta sér leið.

      Everton hefur EKKI gert það enda ekki eins miklir peningar þar á bæ.

      Ég persónulega er alveg gífurlega stoltur af því að Everton er ekki

      eitt af þessum peningaliðum sem geta keypt sér árangur. Þetta dapra

      gengi hjá okkur núna gerir sigrana bara betri og skemmtilegri þegar

      þar að kemur er það ekki? Ég trúi því að Everton sé algerlega á

      réttri leið með því að hafa Martinez við stjórnvölinn. Kommon það

      verður að hafa eitthvað smá fyrir hlutunum… 🙂

      Við getum bara tekið sem dæmi unga leikmenn sem að hafa blómstrað

      hjá honum. Stones, Barkley, Lukaku, Besic, (hann er frábær það sjá

      það allir þó að hann hafi ekki spilað mikið) og Deulofeu. Allt

      gjörsamlega frábærir leikmenn, við erum á réttri leið Ingvar og

      munum fá fleiri stig á næstunni, ég er sannfærður um það.

  19. Diddi skrifar:

    1986 var ráðinn maður til manutd sem framkv. stjóri. Hann byrjaði frekar illa í starfi og árið 1989 (þremur árum síðar) voru sumir áhangendur búnir að fá nóg og sögðu meðal annars að þetta tímabil hans hefði reynst þriggja ára tími afsakana. Liðið lak mörkum eins og enginn væri morgundagurinn og það munaði hársbreidd að stjórnin ræki hann og hann hefur lýst desember 1989 sem erfiðasta mánuð í lífi sínu. Hann vann FA cup 1990 og samt var liðið að hiksta og margir búnir að missa þolinmæðina og vildu hann burt. En eins og segir “ The rest is history“ 🙂 já þið getið rétt þetta var enginn annar en Alex Ferguson sem tók þennan tíma í að byggja upp sitt lið. Martinez er enn ekki búinn með 3 ár og sumir orðnir brjálaðir og vilja hann burt. Ég held að við ættum að halda okkur á mottunni (hvaða ástæða er til þess að ætlast til að liðið sé í topp fjórum?? getur einhver sagt mér það !!!! Gefum honum smá svigrúm, ég held að hann sé ekki kominn með sitt lið ennþá. T.d. held ég því fram að Barry sé bara í liðinu meðan aðrir eru að læra af honum.Hann hefur sagt í viðtölum að hann telji Barry einn af bestu mönnum í sinni stöðu og menn hlæja auðvitað af því en er hægt að ætlast til að hann segi eitthvað annað í viðtölum. Við eigum betri og fljótari menn í þá stöðu sem ekki eru jafn reynslumiklir. Þið þessir óþolinmóðu hljótið að viðurkenna það að það er liðinu fyrir bestu að gefa þessu tíma. Lítum á liðin í deildinni sem sum hafa haft 7 stjóra á 4 árum. Er það það sem við viljum. Hann tók við ágætisbúi af Moyes en hann hefur algjörlega breitt um leikaðferð og þó að liðið hafi slumpast á fimmta sæti á hans fyrsta ári þá er samt ekki hægt að ætlast til að þetta fari að ganga fyrr en hann hefur rækilega fengið að setja sinn stimpil á þetta og gleymum því ekki að hann er líka að læra. Ég segi höldum tryggð við Martinez og við munum fá að horfa á Everton í CL innan fjögurra ára 🙂 Áfram Martinez, áfram EVERTON

    • Orri skrifar:

      Sæll Diddi.Ég er þér algjörlega sammála í þessum pistli við verðum að gefa Martinez tíma ég sé ekki að lið sem alltaf eru að reka og ráða séu að gera betur en við með okkar góða stjóra.Hann á eftir að gera frábæra hluti hjá okkur áður en langt um líður.

  20. Ari S skrifar:

    Gjörsamlega frábær pistill hjá þér Diddi. Góður punktur þar sem þú minnist á Gareth Barry, þar er ég þér sammála. Leikmenn hafa lært af honum og vera hans í liðinu er ekki síst vegna þess hversu góð fyrirmynd hann er fyrir aðra leikmenn. Og í sambandi við Martinez þá hefur hann algerlega breytt um leikaðferð og liðið spilar skemmtilegan bolta. Og góður punktur hjá þér Diddi er að Við skulum ekki gleyma því að Martinez er líka að læra. Já, höldum tryggð við Martinez .
    Áfram Martinez, Áfram Everton.

  21. Gestur skrifar:

    Eru þið góðir félagar að segja að Martinez sé eins og Ferguson, er ekki allt í lagi? Martinez er með miklu betra lið en Ferguson byrjaði með. Og ég held að það sé eina dæmið þar sem félag rekur ekki stjórann. Martinez er ekki með það sem Everton þarf, ég vil hann burt.

    • Diddi skrifar:

      það stendur hvergi í þessum pistli að Ferguson og Martinez séu eins, ég er aðeins að benda á að það er ekki alltaf til góðs að stökkva til og reka menn. Og hvað hefur þú fyrir þér í því að Martinez sé með mikið betra lið en Ferguson á þeim tíma. Það er ekki hægt að bera það saman. Ferguson hafði á þeim tíma líklega rýmri tök á leikmannakaupum en nokkur annar hafði á þeim tíma enda sýnir það sig á lista yfir leikmenn sem hann fékk til liðs við sig. Áfram EVERTON og Martinez 🙂