Árshátíð Everton á Íslandi – 13. febrúar

Mynd: Everton FC.

Þá er komið að því! Árshátíð Everton á Íslandi verður haldin þann 13. febrúar næstkomandi, í veislusal á Hverfisgötunni.

Eins og planið er núna verður upp á fordrykk, hátíðarmat og trúbador mun sjá um skemmtunina fram eftir kvöldi en þið mætið með þá drykki sem þið viljið neyta með matnum sem og um kvöldið. Miðaverð er 6.500 kr. fyrir félagsmenn sem og gesti en gestir geta líka mætt eftir mat (án greiðslu).

Nánari upplýsingar verða auglýstar síðar en endilega staðfestið mætingu hér — líka þau ykkar sem ekki geta mætt (setjið einfaldlega 0 í fjölda gesta).

7 Athugasemdir

 1. Diddi skrifar:

  Er að spila í Hrísey þessa helgi og planið var að fara í borgina helgina 20. feb. Ekki gott plan ?

 2. Finnur skrifar:

  Nei, þú þarft að endurskoða það eitthvað… 🙂

 3. halli skrifar:

  Ég er búinn að skrá mig og mína konu

 4. Finnur skrifar:

  Búinn að skrá mætingu.

 5. Halldór Sig skrifar:

  Ég er kominn á lista en konan kemst því miður ekki.

 6. þorri skrifar:

  veit einhver numer hvað húsið er á hvervisgötuni árshátíðinn er

 7. þorri skrifar:

  og kl hvað hún byrjar ég sé ykkur á ölveri á eftir og mætum allir sem einn því það er svo gaman þegar margir mæta

%d bloggers like this: